Skólavarðan - 01.03.2009, Side 4

Skólavarðan - 01.03.2009, Side 4
4 LEIÐARI Forsíðumynd: Leikskólinn Kópahvoll, nemendur í Ugludeild. Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Ísafold Skólavarðan, s. 595 1120 (Kristín) Laufásvegi 81, 101 Reykjavík EFNISYFIRLIT Formannspistill: Ný lög um menntamál og erfiðar aðstæður á Íslandi 3 Leiðari: Pössum vel upp á skólann 4 Gestaskrif: „Vits er þörf þeim er víða ratar“ 5 Kjaramál: Veikindaréttur 7 eTwinning: Furugrund hreppti annað sætið 8 Skólaverkefni umboðsmanns barna: Hvernig er að vera barn á Íslandi? 10 Nýtt starfsheiti: Sérgreinastjórar í leikskólum 11 Ársfundur KÍ: Mótun nýs samfélags, setningarávarp Eiríks Jónssonar 12 Ársfundur skólamálaráðs: Gripið niður í nokkra fyrirlestra 14 Kennaraviðtalið: Inga H. Andreassen 18 Stærðfræði: Bilið brúað milli leikskóla og grunnskóla 21 Stærðfræði: Áhugaverð skýrsla um stærðfræðikennslu ungra barna 23 Ritdómur: Reynsla í bernsku, tilfinningaleg vellíðan og námsárangur 26 Fréttir og tilkynningar: Ályktun FF, námsstyrkur, fæðingarstyrkir o.fl. 27 Smiðshöggið: Fáir verða fullnuma í sjálfum sér 28 KÍ: Réttur atvinnulausra félagsmanna 30 Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Eiríkur Jónsson eirikur@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið Kristín Elfa Guðnadóttir Lj ós m yn d : K ri st já n Va ld im ar ss on SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009 Nú er það svart maður, segjum við og brettum upp ermar. Við höfum gert ótæpilega grín að okkur sjálfum fyrir „þetta reddast“ en nú eins og oft áður kemur æðruleysið sér vel. Dugnaður og æðruleysi. Það vantar tvennt í þennan kokteil. Við eigum nóg af öðru: Samkennd. Hvað er þetta eina sem upp á vantar? Það er að koma okkur saman um leiðir. Kosningar eru handan hornsins en almenningur bíður ekki andaktugur, það hefur sýnt sig að hann lætur ekki segja sér fyrir verkum. Og málin þola enga bið. Við viljum réttlæti og við viljum jöfnuð. Þetta er einmitt inntak skólakerfisins. Þar hefur hvað bestum árangri verið náð í að hindra uppgang misréttis og spillingar. Þar hefur heppnast hvað best að koma í veg fyrir að gróðahyggja yfirtaki fagmennsku. Þar hafa markaðssjónarmið mátt víkja æ ofan í æ fyrir öðrum gildum, svo sem að gæði skipti meira máli en magn og að menntun taki tíma. Auðvitað hefur það ekki alltaf tekist. En í flestum tilvikum hafa kennarar, sem eru nokkuð íhaldssöm stétt, spyrnt við fótum þegar nýfrjálshyggjan hefur bankað upp á: Nei, þú kemur ekki hér inn fröken. Þegar við komum okkur saman um leiðirnar verðum við að gæta skólans. Að þangað komist allir inn. Að þar sitji allir við sama borð, háir sem lágir. Að þar fái allir frið til að læra, leyfi til að hlæja og rúm til að vera til. Alþjóðasamband kennara (Education International, EI) sendi nýlega frá sér aðgerðaáætlun fyrir menntun og hagkerfi heimsins. Sýn EI er þessi: • Menntun er almannaeign, ekki markaðsvara. • Menntun er miðlæg á ýmsa lund í samfélögum okkar, hún hefur mikla félagslega og hagræna þýðingu, hún leikur aðalhlutverk í að byggja upp og viðhalda lýðræði, hún leggur sitt af mörkum til fullnægju og velferðar einstaklinga og þróunar nærsamfélagsins, sem og hagkerfisins. Menntun á að stuðla að jafnrétti, vinna gegn misrétti og efla skilning milli fólks með ólíkan bakgrunn. • Góð menntun krefst góðra kennara sem njóta virðingar í sam- félaginu, viðunandi vinnuumhverfi er það sama og viðunandi lær- dómsumhverfi. • Stéttarfélög kennara eiga að vera í fararbroddi í mótun og framkvæmd menntastefnu. • Menntun er mannréttindi. Það er ósiðlegt að sætta sig við annað en að allir hafi aðgang að góðri almennri menntun, í öllum löndum heims. EI hefur líka sett fram áætlun um tíu aðgerðir í þremur flokkum og hvetur aðildarsamtök sín á heimsvísu til að vinna eftir henni. Hún fer hér á eftir (nokkuð stytt og lauslega þýdd): Útskýrið þörfina 1. Safnið upplýsingum um mönnun, þ.e. hvað margir kennarar og aðrir starfsmenn þurfa að vera í hverjum skóla. 2. Segið frá því hversu marga þarf til að halda uppi menntun í góðum og öruggum skólum fyrir börn og ungmenni. Kallið eftir áætlunum á landsvísu 3. Teiknið upp áætlun um hvernig er hægt að mæta þörf fyrir kennara. 4. Kynnið hana fyrir stjórnvöldum og samstarfsaðilum, þ.á.m. samtökum foreldra, og vinnið að framgangi hennar á opinberum vettvangi. Berjist fyrir ráðningum í stað uppsagna 5. Kallið eftir því að stjórnvöld vinni með ykkur í að halda í kennara og mennta og ráða fleiri ef þess er þörf. 6. Staðfestið á nýjan leik stefnu kennarasamtakanna um góða kennaramenntun. 7. Styðjið lengingu kennaramenntunar og símenntunar, einnig verkefni um stuðning og aðlögun fyrir nýja kennara og aðra starfsmenn skóla til að ýta undir að þeir haldist í starfi. 8. Þróið samvinnu þvert á skólastig og styðjið háskóla í rannsóknum, nýsköpun og kennslu, þ.á.m. menntun kennara. 9. Minnið ríkisvald og almenning á að þúsaldarmarkmiðin, þ.á.m. menntun fyrir alla, skipta sköpum í að heimsbyggðin komist út úr kreppunni. 10. Vinnið að meiri samvinnu Norðurs og Suðurs. Auka þarf þróunarsamvinnu, styrkja fjölþjóðlegar þróunarstofnanir og efla kennaramenntun í löndum sem eru að reyna að ná þúsaldarmarkmiðunum. „Við megum engan tíma missa,“ segir Fred van Leeuwen fram- kvæmdastjóri EI í bréfi til aðildarsamtakanna þar sem áætlunin er kynnt. Ég er sammála. Ekki bara menntun til framtíðar. Menntun er framtíðin. Kristín Elfa Guðnadóttir Pössum vel upp á skólann

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.