Skólavarðan - 01.03.2009, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.03.2009, Blaðsíða 8
8 eTwINNING, SKóLAdAGAR SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009 eTwinning er áætlun ESB um rafrænt skólasamstarf. Árleg ráðstefna eTwinning var haldin í Prag 13. til 15. febrúar síðastliðinn. Yfir fjögur hundruð kennarar og fulltrúar eTwinning alls staðar að úr Evrópu sóttu ráðstefnuna. Dagskráin var glæsileg og af ræðumönnum má m.a. nefna hinn þekkta fræðimann Edward De Bono. Verkefni leikskólans Furugrundar hreppti 2. sætið í flokki stærðfræði- og vísindaverkefna í samkeppni um Evrópuverðlaun eTwinning. Tvö önnur íslensk verkefni, sem leikskólinn Bakki og Öskjuhlíðarskóli eru þátttakendur í, komust í undanúrslitahóp 22ja verkefna. Árleg ráðstefna eTwinning Hin árlega ráðstefna eTwinning var að þessu sinni haldin í Prag. Ján Figel, yfirmaður menntamála hjá framkvæmdastjórn ESB, setti ráðstefnuna ásamt menntamálaráð- herra Tékklands, Ondej Liška. Þema ráð- stefnunnar að þessu sinni var „eTwinning og sköpun“ en árið 2009 er ár nýsköpunar hjá framkvæmdastjórn ESB. Þátttakendur á ráðstefnunni voru yfir fjögur hundruð kennarar og fulltrúar land- skrifstofa eTwinning hvaðanæva úr Evrópu. Hver landskrifstofa var með bás til að kynna land og þjóð og árangur sinn í eTwinning. Sérstakir básar voru helgaðir verkefnum sem tóku þátt í Evrópusamkeppninni. Í íslensku sendinefndinni voru tveir starfsmenn land- skrifstofunnar, Guðmundur I. Markússon og Rúna Vigdís Guðmarsdóttir, og fimm kenn- arar, Helga Hólm, Stóru-Vogaskóla, Hilda Torres, Verzlunarskóla Íslands, Sonja Jóns- dóttir, leikskólanum Sólbrekku og Fjóla Þorvaldsdóttir og Halla Jónsdóttir, leik- skólanum Furugrund. Dagskrá ráðstefnunnar samanstóð af fyrirlestrum og vinnustofum. Aðalfyrirlesari var hinn þekkti fræðimaður á sviði skapandi hugsunar, dr. Edward De Bono. Fyrirlestur hans var bæði ögrandi og áhugaverður og átti hann athygli gesta óskipta. Skilaboð hans voru í stuttu máli þau að skapandi hugsun snerist ekki um meðfædda náðar- gáfu heldur ákveðnar aðferðir sem hægt væri að kenna. Jafnframt lagði hann áherslu á að kennsla í hugsun ætti að vera sérstakt fag í skólakerfinu. Hægt er að kynna sér De Bono og kenningar hans á heimasíðunni www.edwarddebono.com. Íslenskur skóli í úrslitum til Evrópuverðlauna Mikil eftirvænting ríkti í íslenska hópnum því íslenskur fulltrúi, Fjóla Þorvaldsdóttir, leik- skólanum Furugrund, var í úrslitum Evrópu- verðlauna eTwinning. Er það í fyrsta skipti sem íslenskur þátttakandi nær svo góðum árangri. Verðlaun voru veitt fyrir besta eTwinning-verkefnið í fimm flokkum: 4-11 ára, 12-15 ára, 16-19 ára, frönsku og flokki stærðfræði og vísinda. Verkefni Furugrundar, 1, 2, Buckle my shoe, tilheyrði síðastnefnda flokknum sem er athyglisvert í ljósi þess að ekki hafa verið mörg leikskólaverkefni í þessum flokki. Verkefnið varð í 2. sæti sem er frábær árangur en yfir 500 skráningar bárust í keppnina. 1, 2, Buckle my shoe er samstarfsverkefni tólf skóla frá tíu löndum: Íslandi, Skotlandi, Englandi, Möltu, Spáni, Ítalíu, Litháen, Rúmeníu, Póllandi og Írlandi. Heiti verk- efnisins vísar til þulu sem notuð er til að kenna börnum að telja. Í verkefninu er unnið með ákveðið þema í hverjum mánuði, t.d. tölur, rými, form o.s.frv. Sem dæmi læra börnin húsnúmer sín, telja diska þegar þau leggja á borð, mæla vegalengdir o.s.frv. Afrakstrinum er miðlað með því að nota ýmis forrit, að mestu frían og opinn hugbúnað (e. open source), og er myndræn framsetning, þ.e. stafrænar myndir og myndbandsupptökur, mikilvægur þáttur. Verkefnið er með sína eigin heimasíðu sem er öllum opin: twinmath.wikispaces. com. Þar er ekki aðeins hægt að skoða afrakstur verkefnisins heldur er þar einnig að finna lista yfir þann opna hugbúnað sem notaður er í verkefninu. Því geta áhugasamir kennarar sótt bæði hugmyndir og verkfæri á heimasíðu 1, 2, Buckle my shoe og notað til þess að þróa sín eigin verkefni. Áður en tilkynnt var hvaða skólar kæmust í úrslit voru 22 verkefni valin í undanúrslit. Fyrir utan Furugrund komust tveir aðrir íslenskir skólar í þennan undanúrslitahóp: Leikskólinn Bakki með verkefnið Frumefnin fjögur og Öskjuhlíðarskóli sem tekið hefur þátt í sérkennsluverkefninu I am great the way I learn. Það verður að teljast frábær árangur að þrjú verkefni með íslenskri þátttöku hafi náð í undanúrslitahóp 22ja verkefna í keppni sem spannar nánast alla Evrópu. eTwinning er óformleg og auðveld leið til Evrópusamstarfs Landskrifstofan hvetur kennara eindregið til að kynna sér möguleika eTwinning. Áætlunin hentar öllum kennslugreinum jafnframt því að vera óformleg og laus við skriffinnsku. Skráningu fylgir heldur engin skuldbind- ing og því er hægt að skrá sig til leiks og kanna möguleikana. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu landskrifstofunnar (Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins), aðalsíðu eTwinning í Evrópu og á íslenska eTwinning- blogginu: www.etwinning.is www.etwinning.net www.etwinning.blog.is Allar frekari upplýsingar gefur Guðmundur Ingi Markússon gim@hi.is, sími 525 5854. Guðmundur Ingi Markússon Höfundur er verkefnisstjóri hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins. Þátttakendur í verkefninu 1, 2, Buckle my shoe. Fjóla Þorvaldsdóttir er lengst til vinstri. Lj ós m yn d f rá h öf un d i. Furugrund hreppti annað sætið! Íslenskir skólar Í úrslitum og undanúrslitum til eVróPuVerðlauna etwinning

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.