Skólavarðan - 01.03.2009, Síða 11

Skólavarðan - 01.03.2009, Síða 11
SKóLAvERKEFNI, NýTT STARFSHEITI 11 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009 Á aðalfundi Félags leikskólakennara 2008 var samþykkt að skipa nefnd til að fjalla um tillögu frá Faghópi listgreinakennara um viðurkenningu á stöðu listgreinakennara í leikskólum. Nefndin sem skipuð var tveimur fulltrúum frá Félagi leikskólakennara, einum fulltrúa leikskólastjóra, einum fulltrúa leikskólakennara og tveimur full- trúum faghópsins lauk störfum 15. júní síðastliðinn. Niðurstaða nefndarinnar var að óska eftir því við samninganefnd FL að beita sér fyrir því að starfsheitið sérgreinastjóri í leikskólum yrði tekið upp í næstu samningum og því raðað í launaflokk. Ástæðan fyrir því að velja heitið sérgreinastjóri í stað listgreinastjóri var að með því væri komið til móts við stærri og fjölbreyttari hóp innan leikskólanna. Ástæða þess að velja heitið stjóri í stað kennari var að þannig væru meiri líkur á að staðan yrði í svipuðum launaflokki og staða deildastjóra í leikskólum, enda hugsuð sem stjórnunarstaða. Helstu rök nefndarinnar fyrir sérgreinastjórastöðunni voru þessi: • Leikskólar eru að stækka sem kallar á meiri sérhæfingu innan starfsins. • Leikskólar eru með ólíkar áherslur / uppeldisstarf sem kallar á meiri sérhæfingu. • Leikskólar þurfa að takast á við fjölbreyttara samfélag. • Leikskólastarfið verður markvissara og fjölbreyttara. • Leikskólum gefst kostur á að þróa og dýpka námsþætti sem starfið byggist á. Samninganefnd Félags leikskólakennara fjallaði um sérgreinastjórastöðuna í kjara- samningaviðræðum í desember sl. Sam- þykkt var að vísa málinu til umfjöllunar í samninganefnd FL og Launanefnd sveitar- félaga. Á fundi nefndarinnar 27. febrúar síðastliðinn var samþykkt að taka upp starfsheitið sérgreinastjóri og raða því í sama launaflokk og deildarstjóra. Starfslýsingin sem upphaflega nefndin setti fram var samþykkt óbreytt og er eftir- farandi. Starfsheiti: Sérgreinastjóri Næsti yfirmaður: Leikskólastjóri eða yfirmaður stofnunar. Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags. Meginverkefni: Skipuleggur og stýrir verk- efnum sem tengjast markmiðum hvers leikskóla. Er tengiliður við þá aðila sem tengjast verkefninu innan leikskólans/stofnunar sem utan. Sér um áætlanir, mat og skýrslugerð sem tengist verkefninu. Annast leiðbeiningu og ráðgjöf til þeirra sem í hlut eiga. Annað: Tekur þátt í samstarfi við aðrar stofnanir og aðila sem tengjast verkefninu í samráði við leikskólastjóra/yfirmann stofn- unar. Situr starfsmannafundi og aðra fundi sem yfirmaður segir til um og varða viðkomandi verkefni. Sérgreinastjórastaðan er hugsuð sem ákveðin staða innan leikskólans til að skipu- leggja og hafa umsjón með sérstökum áherslum í starfinu, námssviðum eða grein- um samkvæmt markmiðum í skólanám-skrá leikskóla. Með þessu opnast nýir starfsmöguleikar fyrir þá leikskólakennara sem lokið hafa framhaldsnámi í listgreinum eða öðrum sér- greinum í leikskólakennarafræðum.Þeir geta sótt um slíkar stöður verði þeim komið á fót í leikskólum, sem verður vonandi. Þessi nýja staða gæti einnig orðið háskólum í landinu hvatning til að efla og auka fjölbreytni í námi í sérgreinum, þ.m.t. listgreinum, sem vissu- lega er þörf á. Þessi staða verður væntanlega einnig til þess að hækka hlutfall leikskólakennara í leikskólum. Það verður spennandi að sjá hvernig rekstaraðilar bregðast við þegar kemur að því að taka afstöðu til hvort staða sérgreina- stjóra verði tekin upp. Hvort þeir útdeili ákveðnum kvóta í hvern leikskóla líkt og gert er með sérkennsluna í Reykjavík eða geri ráð fyrir fastri stöðu sérgreinastjóra í hvern leikskóla? Nú ríður á að skólastjórnendur leikskóla láti á það reyna að fá þessa stöðu viður- kennda í leikskólum þar sem skólanámskrá og skipulag starfseminnar gefur tilefni til. Þó að starfsheitið hafi verið tekið upp og því raðað í launaflokk er það undir hverjum rekstraraðila/skólastjóra komið hvort starfið verður til. Að lokum eru allir þeir sem sinna þáttum tengdum listum í leikskólum hvattir til að gerast félagar í faghópi listgreinakennara í leikskólum. Umsóknareyðublað má innan tíðar finna á heimasíðu faghópsins fl.ki.is undir faghópar. Umsókn skal skila til for- manns eða gjaldkera faghópsins. Skilyrði fyrir inngöngu er að vera í Félagi leikskóla- kennara. Nýlega rýmkuðust skilyrði fyrir inngöngu í FL því nú geta þeir sem eru með þriggja ára háskólanám óháð grein gerst félagar. Soffía Þorsteinsdóttir Formaður faghóps listgreinakennara í leikskólum. Sérgreinastjórastaða í leikskólum Soffía Þorsteinsdóttir Lj ós m yn d f rá h öf un d i. og síðasta lagi er kreppan fyrirferðarmikil. Þessi póstkort eru samin á tímabilinu október – desember og við fengum meðal annars að sjá þessa jólakveðju: Gleðilega kreppu og farsælt komandi gjaldþrot.“ Póstkortin prýða nú veggi hjá embætti umboðsmanns barna og að sögn Eðvalds er embættið í samráði við Gerðuberg og fleiri aðila um sýninguna á Degi barnsins. En fleira stendur til með kortin. „Já, við ætlum að greina þemun sem koma fram á kortunum og fá upplýsingar út úr þeim sem hægt er að vinna með, börnum til heilla,“ segir Eðvald. Þá ætlum við líka að nota menningarnóttina í ágúst til að vekja athygli á kortunum og þeim boðskap sem þau færa okkur. Það er einn af jákvæðum fylgifiskum kreppunnar að nú virðist vera auðveldara að vekja athygli fjölmiðla á börnum og þeim málefnum sem að þeim snúa en áður var.“ Kennurum er í sjálfsvald sett hvernig þeir vinna út frá aðalspurningunni en fá nokkrar spurningar í hendur til að hafa til hliðsjónar ef þeir kjósa svo: • Hvernig eiga góðir foreldrar að vera? • Hvernig er góð mamma? Hvernig er góður pabbi? • Hvernig á góður kennari að vera? • Þegar ég er í skólanum þá finnst mér best þegar ... • Þegar ég er í skólanum þá finnst mér verst þegar ... • Hvernig er að vera barn á Íslandi? Umboðsmaður barna hvetur lesendur til að taka þátt og hafa samband í síma 5528999 eða senda tölvupóst til edvald@barn.is til að fá nánari upplýsingar um verkefnið. keg nemendur í Fálkaborg heimsóttu umboðsmann barna þann 16. mars sl. einn fimm ára gamall nemandi svaraði spurningunni Hvernig á góður kennari að vera? svona: leyfir manni að leika sér, leyfir mér að lita og huggar mig, og leyfir mér svo að leika meira.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.