Skólavarðan - 01.03.2009, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.03.2009, Blaðsíða 14
14 ÁRSFUNdIR SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009 Þann 12. og 13. mars sl. voru haldnir ársfundir Kennarasambandsins, skóla- málaráðs og aðildarfélaga leik-, grunn- og framhaldsskólakennara. Til allra fundanna mættu góðir gestir sem fluttu erindi um framkvæmd nýrra mennta- laga, kjaramál, lífeyrismál, samflot KÍ og annarra launþegasamtaka, horfur í skólamálum næstu ár, nýlegan starfsendurhæfingarsjóð sem KÍ á aðild að, kennaramenntun, samstarf KÍ og menntavísindasviðs og margt fleira. Dagskrá, fréttir og glærur fyrirlesara eru á www.ki.is ásamt ályktunum og tillögum, upplýsingum um nýja þjónustustefnu og um aukið samstarf aðildarfélaga sambandsins og fleira efni. Áfram verður fjallað um efni ársfunda í apríltölublaði Skólavörðunnar. Gripið niður í nokkra af þeim fyrirlestrum sem haldnir voru á fundunum ÞEGAR ÖLL KERFIN BREGÐAST Arna H. Jónsdóttir vakti í erindi sínu máls á því að jafnvel í góðæri þegar öll úrræði eiga að vera til staðar láta börn lífið sökum vanrækslu og ofbeldis. Hvað mun gerast í kreppunni? Getum við nýtt hin nýju menntalög nemendum og velferð þeirra, fagmennsku og skólastarfi til framdráttar? Arna sagði ársfundargestum söguna af Victoriu Climbie sem dó af völdum áverka sem hún hlaut heima fyrir, níu ára gömul, í London árið 2000. Það vantaði ekki að ýmsir höfðu haft grunsemdir um að ekki væri allt með felldu og segja má að Victoria hafi verið umlukin félagsráðgjöfum, kennurum, læknum, lögreglu og prestum. Nágranni hafði haft samband við barnaverndaryfirvöld þar sem hann óttaðist um líf hennar, hún var oftar en einu sinni lögð inn á sjúkrahús vegna áverka. Engu að síður dó barnið. Dómari sem réttaði yfir morðingjunum (frænku og sambýlismanni hennar) lýsti ítrekuðum mistökum og skorti á samstarfi aðila sem komu að lífi Victoriu svo: Staurblind vangeta. Hvernig gat kerfið brugðist svona heiftarlega? Skeknir fóru Bretar í endurskoðun á kerfum sínum í leit að svörum. Dauði Victoriu Climbie leiddi til nýrrar stefnumörkunar og gagngerrar endur- skoðunar á barnavernd en einnig á félags-, heilbrigðis- og mennta- kerfum þjóðarinnar í tengslum við velferð barna. Eitt af því sem krafist var úrbóta á var hugmyndin um fagmennsku. Arna vék stuttlega að þeirri breytingu á fagmennsku sem ruddi sér til rúms á tímum nýfrjálshyggjunnar. Ástæða er til að staldra við og skoða aðeins það sem Arna var að vísa í vegna þess að ekki er víst að allir lesendur þekki þessar hugmyndir. Þarna er raunar frekar um afnám fagmennsku að ræða enda kallast þessi breyting deprofessionalization. Hún felur í sér að siðræn gildi og hugsjónir víkja smám saman fyrir nýju markmiði, hámörkun gróða, og ýmislegt fleira fær að fjúka sem áður var í hávegum haft, svo sem samvinna, en samkeppni leysir hana af hólmi. Þetta ferli var í fullum gangi hjá mörgum fagstéttum og ekki hægt að svara því strax hvort og hvenær það gangi til baka. En aftur að Örnu. Hún upplýsti að ein af þeim leiðum sem Bretar gripu til var að hafna þessari „af-fagmennskun“ og hefja samstarfsmiðaða og lýðræðislega fagmennsku til vegs og virðingar. Öll börn áttu að fá að vera heilbrigð, örugg, njóta sín og ná árangri (meðal annars í námi), fá að leggja sitt af mörkum og loks njóta fjárhagslegrar heilsu. Til að þetta mætti takast þurftu allir í umhverfi barna að vinna skipulega saman og hugsa heildstætt um hvert og eitt barn. Hvernig til tekst hjá Bretum er of snemmt að segja til um er margvíslegt gott starf er nú þegar hafið á grundvelli þessarar stefnumörkunar og þeirra rannsókna, skýrslna, laga og reglugerða sem fylgdu í kjölfarið. Áhugasamir geta t.d. lesið skjalið Kennari 21. aldar - fagmennska í framkvæmd sem gefið var út í samhengi við stefnuna „Sérhvert barn skiptir máli“ (Every child matters). Skjalið er hér: www.sec-ed.co.uk/public/downloads/cent_supp.pdf Viðamikil og þrusugóð dagskrá á ársfundum Þá ræddi Arna um möguleika á að koma nýrri löggjöf um leik- skólann til framkvæmda og gildi nýrra laga fyrir velferð nemenda og fagmennsku kennara. Meðal annars nefndi hún að lögin boðuðu aukið foreldrasamstarf með tilkomu foreldraráða, en það væri mjög í anda samvinnumiðaðrar og lýðræðislegrar fagmennsku sem sett er á oddinn í breskri stefnumörkun. „Skólafólk veit á hverjum og hvernig kreppan kemur verst niður, vegna nálægðar við börnin,“ sagði Arna, „og það þarf að láta meira í sér heyra á opinberum vettvangi og þróa til framtíðar samstarf við aðrar fagstéttir og samtök.“ Arna H. Jónsdóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.