Skólavarðan - 01.03.2009, Page 16

Skólavarðan - 01.03.2009, Page 16
16 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009 MENNTUN KEMUR OKKUR FYRR ÚT ÚR KREPPUNNI Ágúst Einarsson var gallharður og kallaði eftir því að stjórn- málamenn hefðu dug í sér til að forgangsraða og segja hvað þeir tækju fram yfir annað. Hann sagði ljóst að útgjaldaturnarnir þrír, mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfi, væru í eldlínunni á niðurskurðartímum. Ágúst lýsti þeirri skoðun sinni að í kreppu ætti markvisst og skipulega að forgangsraða í þágu mennt-unar. Allt væru þetta þjóðþrifamál sem enginn vildi að þyrftu að þola niðurskurð en ekkert eitt væri jafnmikilvægt og menntun. „Af hverju skipta kennarar og kennsla meira máli í kreppu en við aðrar aðstæður?“ spurði Ágúst og svaraði að bragði: „Það er menntun sem kemur okkur fyrr út úr kreppunni en ella – en bara ef við hömlum gegn niðurskurði og forgangsröðum henni í vil. Menntun er mannbætandi. Sá atvinnulausi kostar miklu meira en skólavistin og framleiðir ekki verðmæti á meðan hann er atvinnulaus. Menntun bætir lífskjör með því að auka landsframleiðslu, það er að segja framleiðni, öðru nafni afköst. Hér verður skorið niður. Mun aukin áhersla á velferðarmál eða heilbrigðismál koma okkur út úr kreppunni? Nei.“ Ágúst sagði það ákaflega óskynsamlegt og vont fyrir lífskjör framtíðarinnar að forgangsraða ekki í þágu menntunar. Framgangur kennslu réðist af vilja og getu. Í lok erindis síns hvatti Ágúst ársfundar- fólk til að „sannfærast og sannfæra aðra!“ Ágúst Einarsson ÁRSFUNdIR Af hverju skipta kennarar og kennsla meira máli í kreppu en við aðrar aðstæður?

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.