Skólavarðan - 01.03.2009, Síða 18

Skólavarðan - 01.03.2009, Síða 18
18 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009 KENNARAvIÐTAL Nokkuð margir íslenskir skólar eru úti- skólar eða með vísi að útiskóla og margir skólamenn stunda útikennslu. Þó hefur enn sem komið er verið fjallað frekar lítið um útiskóla í íslenskum fjölmiðlum og á vettvangi skólamálaumræðu. Dagana 8.- 12. júní verður haldið námskeið um útiskóla/ náttúruskóla við kennaradeild Háskólans í Bergen og fer það fram í Bergen og nágrenni. Markmiðið er að kynna fyrir þátttakendum ýmsa möguleika í útikennslu. Skólavarðan greip Ingu H. Andreassen glóðvolga þegar hún var í skottúr til landsins og ræddi við hana um útiskóla, Noreg og Ísland, inntak kennslu og fleira gott. Miklu betra en sólin á Spáni! Inga er alíslensk þrátt fyrir eftirnafnið sem hún erfði frá föðurafa sínum. Hún er búsett í Noregi og dag nokkurn var hún að spjalla við Oddrunu Hallås, samstarfskonu sína í Háskólanum í Bergen, en hún sér um íþrótta- og útiskólabraut í kennaranáminu þar ytra. Ingu datt í hug að spyrja: Er ekki rakið að koma á samstarfi við Ísland? Oddrunu leist vel á hugmyndina og í fyrra var haldið fyrsta útiskólanámskeiðið í þessu samstarfi. Átján íslenskir grunnskólakennarar fóru í þriggja sólarhringa strembinn en frábæran norskan útiskóla. „Frekar þrjá daga hér en tvær vikur á Spáni!“ sagði einn þátttakenda, Snorri Bergþórsson, í viðtali við þarlent dagblað um námskeið í hinni norsku „villimörk“ (n. villmarka). Áhugi kennara og skólastjórnenda á útiskóla hefur aukist gífurlega á undanförnum árum, ekki síst á grunnskólastigi. Leikskólar hafa alltaf verið með útikennslu og því kannski ekki jafnmikil nýlunda fyrir þá, framhaldsskólar eru rétt að byrja að taka við sér og til dæmis er boðið upp á útivistaráfanga á Laugarvatni, í VMA og í Fjölbrautaskóla Snæfellinga, ef til vill víðar. Þá hefur talsvert verið rætt um útikennslu í væntanlegum framhaldsskóla á Norðurlandi eystra. Segja má að allt komi saman nú til að ýta undir áhugann á útiskólum: Hugmyndafræðin er skýr og aðgengileg. Sambandið við útlönd er til staðar með möguleikum á námskeiðum, nemenda- og kennaraskiptum og samræðu. Vænt og grænt hefur notið vaxandi vinsælda undanfarið og aldrei eins og í kreppunni, útiskóli fellur vel að þeim áherslum. Námsgögn eru til, meira þó á erlendum tungumálum. „Annaðhvort eða“ fólk Inga upplýsir að Háskólinn í Bergen muni enn á ný halda námskeið um útiskóla fyrir íslenska grunnskólakennara í júní næstkomandi og er það auglýst á öðrum stað hér í blaðinu. Samstarfið, sem hefur verið byggt upp undanfarin ár við grunnskóla á Íslandi og menntavísindasvið HÍ, er margvíslegt og hafa t.d. kennaranemar frá Bergen verið í æfingakennslu við Norðlingaskóla í Reykjavík. Samstarfskona Ingu í Bergen sem fyrr er nefnd, Oddrun Hallås, hafði áður sent nemendur sína í vettvangsnám til annarra landa og skipulagt bæði kennara- og nemendaskipti milli landa. „Íslensku kennararnir eru svo áhugasamir,“ segir Inga, „að þeir láta ekkert aftra sér! Ein mætti meira að segja þótt hún hefði handleggsbrotnað rétt fyrir ferðina. Eftir bankahrunið héldu menn að ef til vill væri sjálfhætt, þetta væri allt of dýrt fyrir Íslendinga,“ segir Inga. „En Oddrun sótti um í þremur sjóðum sem styrkja verkefni af þessum toga og það er spennandi að sjá hvernig til tekst.“ Sjálf er Inga gamall skáti, var í Eilífsbúum á Sauðárkróki þegar hún kenndi þar um hríð, og að sjálfsögðu hliðholl útivist. Hún staðfestir það sem flestir Íslendingar telja sig vita, að Norðmenn séu mikið útivistarfólk og geri hlutina af krafti: „Norðmenn eru svona „annaðhvort eða“ fólk!“ segir hún. Kennarar eiga að vera duglegir að afsanna klisjur Inga er fædd árið 1952 og gekk í Lang- holtsskóla. Eftir landspróf fór hún í Kennara- skólann og var í næstsíðasta árganginum sem tók kennarapróf með gamla sniðinu. Af hverju ákvaðstu að verða kennari? spyr blaðamaður. „Ætli það sé ekki út af henni Brynhildi móðurömmu minni,“ segir Inga og brosir. „Sögur hafa áhrif á starfsval. Amma var kennari og sögur hennar frá kennslunni og hollráð hafa fylgt mér í gegnum minn kennsluferil og reyndar allt lífið. Það sem amma setti í fyrsta sæti í sinni kennslu var þetta: Að virða einstaklinginn og líta á hann sem persónu - en ekki viðfang til að koma í gegnum tiltekið námsefni. Þessari hugsun kynntist hún í kennaranáminu en þá lásu kennaranemar bókina Börn, foreldrar og kennarar eftir D.C. Murphy sem kom út í íslenskri þýðingu árið 1917. Murphy var greinilega mjög framsýnn maður og þessi bók hefur staðist tímans tönn.“ Inga fékk bókina til eignar frá ömmu sinni og les enn í henni. „Þar er lögð áhersla á samvinnu nemenda, að þeir læri hver af öðrum, og á foreldrasamstarf. Murphy var mjög áhugasamur um að miðla til kennaranema hversu mikil ábyrgð það er að vera kennari vegna áhrifanna sem þeir hafa á líf annarra,“ segir Inga. „Tilteknum störfum fylgja gjarnan tilteknar klisjur eins og að lögfræðingar séu lævísir, svo að dæmi sé tekið. Að mínu mati verða kennarar að vera ötulir við að sýna það í starfi sínu að klisjur um kennara eru hreinlega rangar.“ Noregur kallar Að loknu kennaranámi kenndi Inga í eitt ár í Garðabæ og lærði síðan sérkennslu og talkennslu. Í framhaldi af því kenndi hún í nokkur ár í Noregi. Maður hennar er Matthías Viktorsson sem lengst af hefur starfað á félagsmálasviðinu og þau eiga þrjú börn, Snorra sem nemur alþjóðastjórnmál útiskólanámskeið Í Bergen • Viðtal Við ingu H. andreassen Nemandi er ekki bara einhver sem kennari þarf að koma í gegnum námsefni Útiskóli, útikennsla, útinám, Háskólinn í Bergen, námskeið um útiskóla fyrir íslenska grunnskólakennara, nemendaskipti, kennaraskipti, Björnslundur, Oddrun Hallås, Inga H. Andreassen, Náttúruskóli Reykjavíkur, útiskólavefur, skógræktarfélög, útikennslustofur, Álfheimar, Eyrarskjól, Fossvogsskóli, Hvolsskóli, Rauðhóll, Laxárskóli, Lundarskóli, Lönguhólar, Menntaskólinn að Laugarvatni, Norðlingaskóli, Sæmundarskóli, Urðarhóll, Þelamerkurskóli, vinnuskólar. Inga H. Andreassen LJ ós m yn d : ke g

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.