Skólavarðan - 01.03.2009, Page 19

Skólavarðan - 01.03.2009, Page 19
KENNARAvIÐTAL 19 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009 í Bretlandi, Eddu sem er viðskipta- og markaðsfræðingur og starfar í Bergen og Ernu sem hyggur á kennaranám. „Ég er mjög ánægð,“ segir Inga og hlær. „Erna ætlaði aldrei að verða kennari en henni snerist hugur, kennarinn blundar í henni. Hún er tölvufræðingur. Við Matthías búum í suðurborginni í Bergen með hundinum okkar af golden retriever kyni. Við höfum þó ekki verið í Noregi allan þennan tíma heldur bjuggum við í mörg ár hér heima. En svo fór ég aftur út í nám, í þetta sinn í almenna menntunarfræði, og þá ætluðum við að vera í tvö ár. Ég var mjög ánægð með námið í Háskólanum í Osló, Norðmenn eru sterkir á sviði menntunarfræði og áttu tiltölulega snemma öfluga fræðimenn þar. Ég lauk náminu en þá vildu Snorri og Erna, sem voru orðin 20 og 23 ára, búa áfram ytra.“ Fornt mál í Sognsfirði Inga og Matthías ákváðu að vera eitthvað lengur og Inga fór að kenna í „högskole“ í Sognsfirði. „Munurinn á högskole og uni- versitet er að sá fyrrnefndi er starfsnáms- skóli,“ segir Inga. „Þarna vorum við í þrjú ár og þar var mjög gott að vera. Ég held enn sambandi við skólann og fer þangað sem gestafyrirlesari. Á þessum tíma var skólinn mjög fjölmennur. Fram til ársins 1994 voru sjálfstæðir starfsnámsskólar út um allt land, tækniskólar, kennaraskólar, hjúkrunarfræðiskólar og fleiri, en nú hafa þeir verið sameinaðir. Það var gaman að vera í Sogndal, íbúar voru lengi einangraðir og málið er fornt og líkt íslensku. Við höfðum vanist því að geta talað íslensku án þess að nokkur skildi okkur en í Sogndal uppgötvuðum við að þannig var það bara ekki lengur og þetta frelsi var fyrir bí. Við vorum kannski í strætó og þá kom fólk með athugasemd við það sem við vorum að tala um og spurði: „Voruð þið að meina þetta?“ Til gamans má bæta við þessa frásögn að sama ár og bókin eftir Murphy sem Inga og amma hennar notuðu kom út á íslensku, árið 1917, var bóndi nokkur í Sogndal að plægja akurinn sinn. Kemur þá ekki upp grafsteinn með rúnaletri sem hefur haft talsvert mikla þýðingu fyrir þekkingu okkar á forn-norrænu og sögu þeirrar tungu. Ertu vitlaus maður! Í Sognsfirði kenndi Inga menntunarfræði og sérkennslufræði. Eftir að hún réð sig til Háskólans í Bergen hefur hún auk þess verið að þróa nýtt nám fyrir náms- og starfsráðgjafa. Þá situr hún í rekstrarstjórn eins grunnskóla í borginni. „Þetta er mjög áhugavert viðfangsefni,“ segir Inga. „Þannig var að fræðsluskrifstofan í Bergen bauð grunnskólum upp á að prófa að vera með rekstrarstjórn við skólann en einungis einn skólastjóri þáði boðið. Félagar hans í stéttinni sögðu: „Ertu vitlaus maður! Ætlarðu að gefa frá þér öll völd!“ En hann ákvað að prófa.“ Gerð var tilraun til tveggja ára og skólastjórinn var svo ánægður að hann hélt áfram með þetta rekstrarform. „Núna eru allir nýir skólar í Bergen með rekstrarstjórn frá upphafi,“ segir Inga. „Í stjórninni eru fulltrúar kennara og annarra starfsmanna, nemenda, foreldra og svo tveir utanaðkomandi, ég er annar þeirra. Skólinn heitir Paradis skole, hvorki meira né minna, í höfuðið á hverfinu sem hann er í, Paradis. Stjórnin hittist þrisvar til fjórum sinnum á hverri önn. Fyrir nokkrum árum var gerð ítarleg stefnuskrá og ég hafði umsjón með því ferli, þetta hefur allt gengið mjög vel.“ Basl að fá gott fólk í kennaranám „Það er frábært að vera Íslendingur í Noregi,“ segir Inga. „Þar eru svo margir Íslandsvinir. Það hefur reyndar alltaf verið svoleiðis en aldrei eins og nú. Það kemur einhvers konar föðurleg tilfinning yfir Norðmenn þegar Íslendingar eiga í kröggum. Nýlega barst mér til dæmis fréttabréf frá Norræna félaginu þar sem óskað var eftir stuðningi við íslenska krakka til að komast á íþróttamót í Noregi. Ég ákvað að framsenda samstarfsmönnum mínum þetta erindi og það fór svo að ég fékk ekki matarfrið í hádeginu, allir vildu leggja hönd á plóg. Fólk hafði virkilega langað til að hjálpa með einhverjum hætti en vissi ekki hvernig það ætti að fara að því og þarna kom tækifæri. Inga er komin hingað til lands í tengsl- um við rannsókn sem hún er að gera á starfshugmyndum íslenskra, breskra og norskra barna og unglinga. Þátttakendur eru í 6. og 9. bekk sem er 7. og 10. bekkur í Bretlandi. Markmiðið er að skoða hvernig börn og unglingar hugsa um framtíð sína með tilliti til starfsvals. „Þetta er svið sem lítt hefur verið skoðað í þessum aldurshópum,“ segir Inga, „en Guðbjörg Vilhjálmsdóttir hefur kannað þetta hjá eldri nemendum. Ég legg spurningar fyrir nemendur í tveimur grunnskólum hérlendis og valdi skóla sem eru nokkuð áþekkir um félagslegan jöfnuð, það er að segja félagslega breidd.” Þá hefur Inga einnig verið í samstarfi við Kristínu Jónsdóttur á menntavísindasviði HÍ um kennaraskipti gegnum Nordplus og vegna uppbyggingar náms- og starfsráðgjafarmenntunar. „Ég reyni auðvitað að finna leiðir til að geta komið hingað reglulega,“ segir Inga og „Útileikskólar byggjast á að efla frumkvæði og útsjónarsemi nemenda við aðrar aðstæður en í mótuðu umhverfi leikskólans. Nemendur læra m.a. að una úti í misjöfnu veðri, kynnast umhverfinu á annan hátt en í stuttum vettvangsferðum og að nýta sér það sem náttúran býður upp á til leikja, rannnsókna og dægrastyttingar.“ Fréttabréf leikskólans Barnabóls, 2. tbl. 3. árg. 2007 Á vefsíðu um Björnslund á vef Norð- lingaskóla: Markmiðið er því að nemendur öðlist færni í að nota umhverfi sitt í öllu sínu námi og tengt sem flestum námsgreinum sem stuðlar að því að þeir geti yfirfært reynslu í þekkingu og gerir námið jafnframt fjölþættara og margbreytilegra. --- Í tengslum við hönnun útiskólastofunnar komst Norðlingaskóli í samstarf við Háskólann í Bergen (www.hib.no) en sá skóli starfrækir námsbraut fyrir meistaranema sem sérhæfa sig í úti- kennslu. Háskólinn í Bergen sendi á haustdögum 2006 fjóra nema til að vinna að hönnun útikennslustofu við Norðlingaskóla sem lokaverkefni sitt til meistaragráðu. Norsku meistaranem- arnir voru hér á Íslandi í u.þ.b. fimm vikur haustið 2006 ... og unnu að tillögum um notkun sem og hönnun svæðisins þannig að það nýttist sem best til útikennslu. Mynd frá Náttúruskóla Reykjavíkur.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.