Skólavarðan - 01.03.2009, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.03.2009, Blaðsíða 20
20 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009 brosir. „Svo eru þetta mínar ær og kýr, allt sem tengist menntun, og ég er þakklát fyrir að geta fengist við það sem mér finnst svona skemmtilegt. Í Noregi er reyndar svolítið basl að fá gott fólk inn í kennaramenntun og einnig að fá unga kennara til að tolla í starfi. En kennaradeildin í Háskólanum í Bergen er eftirsótt og hefur haldið því þrátt fyrir breytingu sem var gerð fyrir nokkrum árum, en þá var sett krafa um lágmarkseinkunnir í kennaramenntun. Margir minni skólar misstu þá nemendur.“ Við erum örlagavaldar „Skólinn er mikilvægasta stofnun sem til er í samfélaginu,“ heldur Inga áfram. „Það er mín skoðun að við getum aldrei orðið nógu meðvituð um hversu mikilvæg hún er fyrir nemendur. Kennarinn er í svo mörgum hlutverkum og ég verð stundum pirruð yfir hvað önnur hlutverk hans eru oft krefjandi og á kostnað kennslunnar. Ég á við að vera launþegi, undirmaður og samstarfsmaður. Þetta má aldrei skyggja á kennsluna. Ég hef séð í gegnum mín störf hversu sáralítið þarf til að nemandi fari út á óheillabraut. Og líka til að hann feti heillabrautina. Þess vegna verður þessi vitund alltaf að vera efst í huga kennarans: Að hann er örlagavaldur. Ég verð eiginlega bara að endurtaka þetta, við verðum aldrei nógu meðvituð um hversu mikilvæg stofnun skólinn er fyrir nemendur og um hversu mikil áhrif við höfum sjálf með kennslu okkar.“ Kjarninn er börnin „Það er gífurlegt álag á kennurum. Ríkis- vald og menntamálaráðuneyti ákveða hvað beri að leggja áherslu á, sömuleiðis borgar- og bæjaryfirvöld og loks skólastjórnendur. Þessir straumar koma úr mörgum áttum og flæða yfir kennara. Fyrir óörugga kennara er auðvitað gott að vera stýrt á þennan hátt en það er mjög erfitt fyrir þá sjálfstæðari. Kjarninn í starfinu vill stundum hverfa: Börnin sjálf. Ég hamra á þessu við nemendur mína.“ Að Murphy slepptum, heillaðist Inga mjög af George Herbert Mead og kenningum hans þegar hún var sjálf í námi. „Ég var lengi vel með mynd af Mead á skrifborðinu mínu en hún týndist einhvern tímann. Kenningar hans höfðu mikil áhrif á mig og þær fjalla líka um áhrif, um hvernig við höfum áhrif hvert á annað og hvernig við getum unnið úr þeim. Eitt af því sem Mead kennir okkur er að vinsa úr þá sem við leyfum að vera áhrifavaldar í lífi okkar. Eru þeir það sem hann kallar „significant others“ eða „hinir mikilvægu“ í lífi okkar? Ef þeir eru ekki í þeim flokki þurfum við ekki að fara í mínus þótt þeir gagnrýni okkur. Kennarar eru oft og tíðum í mikilvæga flokknum í lífi nemenda sinna. Broddi Jóhannesson var skólastjóri þegar ég var í Kennaraskólanum, hann var hlýr og yndislegur maður og ég bar mikla virðingu fyrir honum. Margt af því sem Broddi sagði mótaði mig mikið, hann markaði djúp spor í mig sem ungling og ungan kennara. Eitt af því sem Broddi sagði var: Nám og menntun er ekki eitt og hið sama. Ég hélt að ég skildi þetta á þeim tíma en það var ekki fyrr en mörgum árum síðar sem það rann fyllilega upp fyrir mér hvað hann átti við: Það er ekki hvað við lærum sem skiptir máli heldur hvað við gerum við það.“ keg Í náttúrufræðihluta aðalnámskrár grunnskóla segir m.a.: Óhætt er að fullyrða að útikennsla, það er að flytja kennslu að einhverju leyti út fyrir veggi skólans, auðgi og styrki allt nám ásamt því að vera hollt bæði líkama og sál... Vegna sérstöðu lands okkar og þjóðar er nauðsynlegt að nemendur ... séu vel upplýstir á sviðum náttúrufræðanna. Með því að efla þekk-ingu og þjálfa vinnulag nemenda eflum við skynjun þeirra á umhverfinu. Vart er hægt að hugsa sér betri vettvang fyrir náttúrufræðikennslu en náttúruna sjálfa. Vopnafjarðarskóli auglýsir Kennara vantar við Vopnafjarðarskóla næsta skólaár. Kennslugreinar eru smíðar, myndmennt, tungumál, náttúrufræði og almenn kennsla. Í Vopnafjarðarskóla eru 85 nemendur og góð aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk. Grunnskólinn, tónskóli og bókasafn sveitarfélagsins eru undir sama þaki og leikskólinn handan götunnar. Nemendur grunnskólans sækja tónskólann úr kennslustundum og æskulýðs- og íþróttastarf er í beinum tengslum við grunnskólastarfið. Vopnafjörður er fallegt og vinalegt byggðarlag sem býður upp á fjölbreytta náttúru, fagra sveit og snyrtilega byggð, Góð almenn þjónusta er í boði og staðurinn hefur verið lofaður fyrir gott veðurfar. Frekari upplýsingar eru veittar af skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra. Skólastjóri, sími 470-3251, 861-4256 netfang: adalbjorn@vopnaskoli.is Aðst.skólastjóri, sími 470-3252 netfang: sirra@vopnaskoli.is Katrín Jakobsdóttir núverandi menntamálaráðherra á heimasíðu sinni í mars 2007: „Samhliða þessu viljum við ... að nemendur á öllum stigum grunnskólans njóti fjölbreytni í námi sínu þannig að verknám, listnám og útikennsla sé mikilvægur hluti af námi þeirra allt til loka skólaskyldu. Þá viljum við efla jafnréttisfræðslu, fræðslu um fjölmenningu og menntun til sjálfbærrar þróunar.“ (Feitletrun keg). KENNARAvIÐTAL Mynd frá Náttúruskóla Reykjavíkur.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.