Skólavarðan - 01.03.2009, Síða 22

Skólavarðan - 01.03.2009, Síða 22
22 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009 á grá form og svarta og hvíta kubba. Þess má geta að ensku Downs heilkennis félaga- samtökin mæla sérstaklega með Numicon fyrir nemendur með Downs. Forrit: Fyrst og fremst hannað sem hjálp- argagn við innlögn. Það nýtist best á gagn- virkri töflu/snertitöflu en einnig er hægt að nota það í tölvu og varpa upp á vegg með skjávarpa. Vert er að hafa í huga að forritið er ekki ætlað til notkunar eitt og sér þar sem það býður ekki áþreifanlega tilfinningu sem svo margir þurfa á að halda til að geta styrkt hið sjónræna. Þrautalausnir með Numicon - útgáfa vor 2009: Öll verkefnin byrja í léttari kant- inum og stuðst er við námsgögn (form og talnastangir) til að gefa sem flestum tæki- færi á að spreyta sig. Verkefnin eru opin í báða enda og gefa færi á að nota þann talnaskilning sem fyrir er, bæta hann og stærðfræðilega hugsun. Þá er þeim börnum sem eiga auðveldara með stærðfræði gefið færi á að flytja verkefnin yfir á flóknara stig. Þessar þrautir eru hannaðar fyrir börn frá um átta ára aldri. Heimasettið sem hefur fengið nýtt nafn og kallast „Fyrstu skrefin með Numicon“ er mjög vinsælt. Það er tilvalið fyrir foreldra til að vinna með börnum á aldrinum 3-5 ára og þeim sem þurfa að fara hægar í stærð- fræðinámið. Leiðbeiningar, skemmtileg verk- efni og námsgögn fylgja heimasettinu. Plastið eitt og sér leysir ekki málið „There is no magic in the plastic“ er frasi sem Numicon Ltd. notar til að minna fólk á að þegar fjárfest er í Numicon er ekki hægt að ætlast til að kraftaverk gerist við það að greiðslukortinu sé rennt í gegnum posann. Frasinn á að fá fólk til að átta sig á að þegar það fjárfestir í Numicon sé gott að: • Fá kynningu fyrir skólann og/eða sækja námskeið til að fræðast meira um náms- efnið og námsgögnin, • nýta sér stuðninginn og skoða síðu Numi- con - www.numicom.com • senda inn fyrirspurnir kristinwallis@vikingur.co.uk • lesa handbókina sem fylgir hverju setti, en hún er full af fróðleik • vera undirbúin/n fyrir kennslu með því að renna yfir verkefnin áður en þau eru lögð fyrir og hafa öll gögn við höndina Jöfn tækifæri til náms Ein af ástæðum þess að nemendur njóta þess að leysa Numicon verkefni er sú að þau sýna á augljósan hátt mynstrið sem unnið er með hverju sinni. Þau eru sjáanleg og áþreifanleg og því skiljanleg. Auk þess að vera litrík og fjölbreytt styrkja náms- gögnin nemandann og færa viðhorf hans til stærðfræði til betri vegar (ef það var neikvætt). Þetta fjölskynjunarnám veitir þeim sem leggur verkefnin fyrir upplýsingar um stöðu nemandans. Hægt er að vinna með Numicon, maður á mann, í litlum hópi eða með heilum bekk og kerfið, undirstrikar það markmið að, allir fái jöfn tækifæri til náms. Brúum bilið milli leikskóla og grunnskóla Numicon hefur þá sérstöðu að vera samið fyrir börn frá þriggja ára aldri og grunnsettið hentar sérlega vel í leikskólum. Samvinna leik- og grunnskóla innan hverfa eða bæjarfélaga um að brúa bilið, stærðfræðilega séð, getur hæglega orðið að veruleika með notkun Numicon. Grunnsettið samanstendur af 57 verkefnum, aukaverkefnum og tengingum úr umhverfinu innan dyra sem utan. Því er hæfilegt að leggja inn að minnsta kosti eitt verkefni á viku samkvæmt uppröðun Numi- con og nýta þær hugmyndir sem fylgja við- komandi verkefnaspjaldi. Verkefnin í grunn- settinu skiptast þannig að nemendur læra: • að telja • að þekkja Numicon formin • að raða formunum í röð • að þekkja og tengja Numicon form og mynstur þess • að tengja tölutákn við form • að raða formum og tölutáknum • að nota mynstrin til frekari undirbúnings fyrir sætisgildi, samlagningu og frádrátt • samlagningu með notkun forma (einblínt á hugtakanotkun og farið að huga að einum meira) • frádrátt (taka af og mismunur) með notkun forma (einblínt á hugtakanotkun og farið að huga að einum minna) • að byggja upp rök Með samvinnu leik- og grunnskóla gætu grunnskólar haft í höndunum stöðu hvers einasta barns sem var í leikskóla strax við upphaf skólagöngu þeirra. Þar sem Numicon er útbreitt í öllum landshlutum er vert að íhuga þessa hugmynd, hún er auðveld í framkvæmd. Bekkjarkennarar nemenda í grunnskóla upp að tíu ára, sem aldrei hafa notað Numicon, geta nýtt sér leiðarvísi sem fylgir skólasettunum, fundið út stöðu nemenda og byrjað á því verkefni sem leiðarvísirinn mælir með. Sama gildir um eldri nemendur og nemendur sem hafa ekki náð tökum á stærðfræði. Kennarinn getur þá hæglega séð hvaða grunn hver nemandi hefur, óháð aldri, og þannig haldið áfram að byggja ofan á þann grunn sem fyrir er með markvissri innlögn verkefna sam- kvæmt uppröðun Numicon. Kristín Wallis kristinwallis@vikingur.co.uk www.silfurskogar.is/ Höfundur er B.ed frá Kennaraháskólanum 1993, þýðandi Numicon grunnefnisins, Numicon námskeiðshaldari á Íslandi og í Englandi og móðir barns sem nýtir sér Numicon með mjög góðum árangri. Auðvelt að sjá að þegar form eitt er bætt við viðkomandi form þá verður það jafnstórt og næsta form á eftir. Formin eru þyngdarmæld þannig að með því að nota vog þá læra nemendur fyrr að skilja stærri en og minna en og jafngildi. Form, mynstur og tölutákn allt búið til úr brauðdegi Auðveldar börnum að skilja sætisgildi og skipan. Mynsturvinna með talnastöngum – stærðfræðisögur Góð hvatning til að borða hollan mat – frádráttur í hávegum hafður! ©Numicon Ltd ©Numicon Ltd ©Numicon Ltd STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.