Skólavarðan - 01.03.2009, Page 29

Skólavarðan - 01.03.2009, Page 29
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009 SMIÐSHÖGGIÐ skipti ekki máli. Síður en svo. Ég held að framlag kennara sé það atriði sem vegur þyngst í flóknu ferli skólastarfs og að góðir kennarar geti jafnvel fengið hunda til að syngja. Sumir álíta að kennsla sé list sem krefst sömu skapandi hugsunar og aðrar list- greinar. Kennurum sem kenna af listfengi hefur verið lýst þannig að þeir hafi aðstæður undir vitsmunalegri stjórn en séu þó ávallt reiðubúnir að bregðast við óvæntum at- burðum á skapandi hátt, rétt eins og djass- tónlistarmenn sem leika af fingrum fram („impróvísera“) innan ákveðins ramma. Hver kennslustund er óvissuferð. Kennari er eins og ferðalangur sem heldur til fjalla útbúinn áttavita, landakorti, fæði og fötum til skiptanna en getur þó aldrei verið viss um að komast heilu og höldnu aftur til byggða. Nemendur eru náttúruöfl sem erfitt er að átta sig á. Þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir og verða aldrei forritaðir. Hlutverk kennarans er að gera hverjum nemenda kleift að meðtaka kennsluna á sinn hátt og móta úr henni eigin þekkingu. Hlutverk kennarans er gjöfult en erfitt. Það er með ólíkindum hve lítið hefur verið gert úr starfsheiðri stéttar sem vinnur svo mikilvægt starf. Að læra með huga, hjarta og hönd Lítil stelpa sem ég þekki lauk fimm ára námi í haust. Hún hlakkaði til að komast á æðra menntastig þó að hún hafi unað hag sín- um vel í leikskólanum. En grunnskólinn olli henni vonbrigðum. Hún gerðist hljóð heima fyrir þar til hún lét undan foreldrum sínum og tjáði sig um hvernig það er að byrja í sex ára bekk: - Sko, það eru reglur. Þegar maður er nýbúinn að fara út á maður að koma inn og þegar maður er nýkominn inn á maður að fara út aftur. Hún leit á skólabjölluna sem hindrun í námi af því að í leikskólanum er engin bjalla sem kveður á um hvenær börn séu að læra og hvenær þau séu að leika sér. Ég held að hin skólastigin fjögur geti lært margt af leikskólanum þar sem allt fléttast saman í allsherjar nám og notaðar eru óteljandi leiðir til að læra af því að börn vita sjálf hvaða leiðir henta þeim. Þegar sonur minn var fimm ára vöktu ógnarvíddir alheimsins honum ótta. Þá ákvað hann að læra um sólkerfið og sá að besta leiðin til að skilja sólkerfið væri að vera sólkerfið. Hann lék sólina frá morgni til kvölds í marga daga þar til ótti hans var horfinn. Talað er um að mannshugurinn nýti þrjú meginsvið við öflun þekkingar; svið rök- hugsunar, leikni og tilfinninga eða með öðrum orðum að við lærum með huga, hjarta og hönd. Reyndar hefur þessum leið- um fjölgað verulega eftir að orðið greind varð fleirtöluorð. Hugmyndir um fjölgreindir tiltaka tíu greindarsvið og telja mikilvægt að hver og einn nýti sterkustu greindir sínar í námi, lífi og starfi. Þeir sem nota fjölgreindir í skólastarfi líta svo á að í hverjum manni sé fjölbreytt flóra hæfileika sem allir séu jafnmikils virði. Skólakerfið hefur hins vegar löngum litið á tvær greindir - málgreind og rökgreind - sem mikilvægustu tæki manns- ins til náms og þar með merkilegustu greindirnar. Hversu menntuð er þjóðin? Því má velta fyrir sér hvort nýjar hugmyndir um nám bæti skólastarf. Ég spyr oft full- orðna nemendur mína hvort þeim finnist skóli barna sinna betri en sá skóli sem þeir sjálfir gengu í. Svörin skiptast í tvennt; sumum finnst skólinn margfalt betri en aðrir telja skóla barna sinna svo slæman að magar þeirra herpist saman í hvert sinn sem börnin axli skólatöskurnar. Sjálfri finnst mér börn mín ganga í betri skóla en ég gerði. Taskan mín var ævinlega blýþung af slæmri samvisku. Ég lærði aldrei nógu vel heima né æfði mig á píanóið - og aldrei lauk ég við skyldustykkin í handavinnu, það gerði mamma kvöldið áður en þeim skyldi skilað. Mér finnst námsefni barna minna vera meira í samræmi við þarfir nemenda og þroska, kennsluaðferðir mannúðlegri, félagslífið þroskavænlegra og skólinn taka betur á náms- og félagsvanda. Hins vegar veit ég að það er ekki að ástæðulausu sem magar alltof margra ungmenna og foreldra þeirra herpast saman þegar hugurinn leitar til skólans. Eitt af því sem við töldum okkur trú um í uppsveiflunni var að menntunarstig hér á landi væri hærra en annars staðar. Reyndar er það rétt að hér stunda fleiri háskólanám en víðast hvar í Evrópu – en hins vegar ljúka mun færri framhaldsskólanámi. Miðað við önnur Evrópulönd eru hér óvenjustórir hópar þeirra sem aðeins ljúka grunnskóla og þeirra sem ljúka háskóla, en hópur fólks með framhaldsskólamenntun er óvenjulítill. Menntunarstig er því ójafnt hér á landi en rannsóknir sýna að þeim þjóðum farnast best þar sem það er sem jafnast. Menntun fæst ekki aðeins í skóla. Lengd skólagöngu segir ekki allt um raunveru- legt menntunarstig, en hún er þó notuð sem mælikvarði á það og því þykir mikil- vægt að sem flestir ljúki framhaldsskóla. Brotthvarf úr skólum er hér með því hæsta sem þekkist. Nýjar hagtölur sýna að 38% árgangsins sem fæddur er 1982 hafði ekki lokið framhaldsskóla við 24 ára aldur. Ástæður þess að næstum 40% þjóðarinnar ljúka ekki framhaldsskólanámi á eðlilegum tíma eru ekki alslæmar. Gott atvinnuá- stand og opið framhaldsskólakerfi hefur hingað til valdið því að Íslendingar ljúka skólagöngu síðar á ævinni en aðrar þjóðir. Með vaxandi atvinnuleysi mun aðsókn að framhaldsskólum aukast en ólíklegt er að þeir geti mætt þeirri aukningu. Þegar talað er um brotthvarf er sjaldan minnst á brotthvarf úr grunnskólum enda ljúka allir skólaskyldunni opinberlega. En allnokkur hópur stimplar sig samt út í efri bekkjum grunnskóla, hættir að fylgjast með eða mæta. Á Íslandi er fleira fullorðið fólk en flesta grunar sem aðeins getur stautað sig fram úr fyrirsögnum, kann ekki að leggja saman upp úr lítilli innkaupakörfu og lítur á tölvur sem leiktæki. Þetta er ekki fólk með skerta greind heldur fjölgreint fólk sem þrífst illa í skóla af ýmsum ástæðum. Talað er um að fjórðungi nemenda nýtist ekki nám í grunn- og framhaldsskólum sem skyldi. Til hvers er skólinn? Ég spyr oft nemendur mína – fullorðið fólk með stutta skólagöngu – hvers vegna þeir hafi hætt ungir í skóla. Svarið er Hlutverk kennarans er gjöfult en erfitt. Það er með ólíkindum hve lítið hefur verið gert úr starfsheiðri stéttar sem vinnur svo mikilvægt starf. Þetta er ekki fólk með skerta greind heldur fjölgreint fólk sem þrífst illa í skóla af ýmsum ástæðum. talað er um að fjórðungi nemenda nýtist ekki nám í grunn- og framhaldsskólum sem skyldi.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.