Skólavarðan


Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 18
Ráðstefnuferð 20 Á vegum Selásskóla, sem er einn þriggja móðurskóla í náttúrufræði í Reykjavík, fóru þrír starfsmenn; Sigrún Helgadóttir verk- efnisstjóri móðurskólaverkefnisins, Gunn- laug Hartmannsdóttir kennari sem hefur unnið með Sigrúnu að verkefninu og Haf- steinn Karlsson skólastjóri. Þremenning- arnir sóttu einnig heim þrjá skóla sem vinna áhugavert starf í náttúrufræðum. Á ráðstefnunni var í boði fjöldi fyrir- lestra, fræðslufunda, kynninga og nám- skeiða og nauðsynlegt að velja og hafna. Ís- lendingarnir hittust síðdegis á hverjum degi og miðluðu hver öðrum því sem þeir höfðu viðað að sér yfir daginn. Selásskóli hefur sett skýrslu um ferðina inn á heimasíðu sína og þar er sagt frá því sem þótti markverðast á ráðstefnunni og úr skólaheimsóknum. Meðal þess sem sagt er frá er eftirfarandi: 1. Fræðslufundur hjá breska vísindasögu- félaginu um hvernig segja má sögur til að vekja áhuga á vísindum. Sögur eru sagðar af vísindamönnum og merkilegum uppgötv- unum og lögð áhersla á að krydda þær og hafa þær skemmtilegar. Félagið heitir The British Society for the History of Science og heldur úti heimasíðu. 2. Hversu fast stígum við til Jarðar? Kynnt var verkefni til að meta hvað við sem ein- staklingar þurfum mikið landrými til að lifa því lífi sem við lifum. Fá má vísbendingu um þetta með því að setja upplýsingar um neyslu okkar og þarfir inn á slóðinni http://www.wwfcanada.org/cgi-bin/ database-cgi/ecofoot.pl Ef allir Jarðarbúar lifðu líkt og við á Vesturlöndum þyrftum við að hafa þrjár Jarðir til umráða í stað einnar. Hvar fáum við þær? Hvað er til ráða? 3. Uppgötvunarhornið. Tveir Hollend- ingar kynntu uppgötvunarmiðstöð sem þeir eru með á þremur stöðum í heimalandi sínu. Náttúrufræðikennsla er bágborin í grunnskólum en þarna gefst börnum tæki- færi til að gera tilraunir og athuganir af ýmsum toga. Notaður er hræódýr efniviður og lögð áhersla á að börnin geri sem mest sjálf án leiðsagnar fullorðinna. Hollending- arnir og Íslendingarnir kynntust ágætlega og aldrei að vita nema þau kynni skili sér inn í íslenskt skólastarf. Umhverfishermenn St. Joseph’s Primary School er einn skól- anna sem heimsóttir voru. Hann er barna- skóli með 250 nemendur frá 3 - 10 ára sem koma annars vegar úr efri millistétt og hins vegar frá mjög fátækum fjölskyldum. Að loknu spjalli við skólastjóra fylgdu fimm nemendur gestunum um skólann og skóla- lóðina og sögðu frá. Þetta er í anda skóla- stefnu um að velta ábyrgð yfir á nemendur og þjálfa þá í að koma fram og nota talað mál. Skólinn er mjög nemendamiðaður. Nemendaráð er kosið árlega og í því situr einn fulltrúi hvers bekkjar. Ráðið hittist á sex vikna fresti og situr skólastjóri fundi þess. Nemendaráðið hefur heilmikið að segja og lögð er áhersla á að framkvæma ákvarðanir þess fljótt og vel þannig að nemendur sjái að þeir geti haft áhrif og breytt heiminum. Þá eru svokallaðir „ecowarriors“, tveir úr hverj- um bekk. Þeir sjá um að kennslustofan líti vel út og svæðið utan hennar líka (á gangin- um og á skólalóðinni). Þessi hópur hittist þegar eitthvað kemur upp á og fundar þá með skólastjóra og húsverði. Í frímínútum sinna eldri nemendur yngri börnum og eru kallaðir vinir. Nemendur þurfa að sækja um þetta starf sérstaklega. Einn dag á skólaári kjósa nemendur „skóla- stjóra“ úr sínum röðum sem verð- ur skólastjóri í einn dag (children’s day). Kosið er eftir kosningabar- áttu og verða þeir sem gefa kost á sér að halda ræður, leggja fram stefnu og þvíumlíkt. Sem dæmi má nefna verkefni sem fólst í því að ef bekkur gat lagt sig fram og sparað peninga, til dæmis með minni pappírsnotkun í kennslustofum fékk sá bekkur peninginn til ein- hvers sem þau höfðu áhuga á. Við- horf skólastjórans er að aldrei eigi að vantreysta nemendum. Nánar er sagt frá heimsóknun- um í Selásskólaskýrslunni. Þann 3. - 10. janúar sl. fóru 13 Íslend- ingar á alþjóðlega ráðstefnu í Bret- landi sem samtök þarlendra náttúru- fræðikennara, ASE, standa fyrir á ári hverju. Ráðstefnuna sóttu alls um 3000 manns og í tengslum við hana var einnig efnt til stórrar sýningar á efnum og tækjum til náttúrufræði- kennslu. Hversu fast stígum við til Jarðar? Selásskóli leggur áherslu á útikennslu. Á grjótinu leynast ýmis smáundur verð skoðunar. Flétturnar sem vaxa á þessum steinum eru margvíslegar að gerð, formum og lit og þær má skoða allan ársins hring. Sigrún Helgadóttir álítur að stafsetja beri orðið Jörð með stórum staf. Meira um það í næsta blaði. Óþreyjufullum og forvitnum lesendum er bent á að hafa samband við Sigrúnu, netfang: sigrunh@ismennt.is Ljósmyndari : Jóhann Ól i Hi lmarsson

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.