Skólavarðan


Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 26

Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 26
Ég er 43 ára grunnskólakennari og hef í hyggju að breyta til. Ég hef aðallega kennt dönsku og íþróttir í Dalvíkurskóla. Ég á tvo stráka sem eiga að fara í 6. og 10. bekk næsta vetur. Ég auglýsi hér með eftir: 1. Atvinnu (kennslu) í Reykja- vík eða nágrenni. 2. Húsnæði (þarf þrjú svefn- herbergi) frá og með júní/júlí nk. í a.m.k. 1 ár. Fyrirframgreiðsla og skilvísum greiðslum heitið. Upplýsingar í s. 466-1680 á kvöldin og um helgar. Netfang: ism@ismennt.is Inga S. Matthíasdóttir Atvinna - húsnæði Norræn samtök tónlistarskólakennara (NMPU), sem Félag tónlistarskólakennara og Tónmenntakennarafélag Íslands eiga aðild að, halda námstefnu dagana 27. júní til 1. júlí 2001. Meginþema námstefnunnar, sem fram fer í Norðurlandahúsinu í Tórshavn í Færeyjum, er Musiken och barnet. Leiðbeinendur og fyrirlesarar koma frá öllum Norðurlöndunum. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu NMPU www.nmpu.org og hjá fulltrúa FT á skrifstofu KÍ. Ráðstefnuhaldarar hafa samið við Smyril-Line um sölu gistingar, ferða og fæðis. Jafnframt tekur ferðaskrifstofan á móti þátttökutilkynningum. Best er að tilkynna þátttöku með því að fylla út eyðublað á áðurnefndri heimasíðu, þar er einnig að finna upplýsingar um kostnað.Umsóknarfrestur er til 1. apríl næstkomandi. Þó er hægt að tilkynna þátttöku síðar, en ferðaskrifstofan ábyrgist þá ekki að hægt verði að útvega flug og gistingu. NMPU-námstefna í Færeyjum 27. júní til 1. júlí 2001 Ég heiti Þórdís Bachmann og er með þriggja herbergja íbúð á Friðriksbergi til leigu frá 15. apríl til 1. júlí eða 1. ágúst, allt tímabilið eða hluta þess. Netfang: dbhb@mail.tele.dk Sími: +45 - 38 33 85 18 Íbúð í Kaupmannahöfn Signelilvej 8, 2300 Köbenhavn S Ég leigi út tvö herbergi fyrir ferðafólk í einbýlishúsi við Amagerströnd. • Sérinngangur. • Séreldhúsaðstaða og baðherbergi með sturtu, þvottavél og þurrkara. • Sjö mínútna akstur frá flugvelli. • Góðar almenningssamgöngur, 25 mín. með strætó í miðbæinn. • 100 m á baðströndina. Verð á nótt í dkr: Tveggja manna herbergi: 400 Eins manns herbergi: 300 Aukarúm: 100 • Lágmarksdvöl þrjár nætur. Upplýsingar og pantanir hjá Ragnhildi í síma (+45) 3255-2019 Netfang: RagnhildurHansen@hotmail.com Heimagisting í Kaupmannahöfn 1. maí til 1. sept. Smáauglýs ingar og t i lkynningar 28 Góð hæð í Hlíðunum, 105 Reykjavík, leigist með öllum húsbúnaði yfir sumarmánuðina (júní, júlí, ágúst). Upplýsingar í s. 551 5479. Góð tveggja herbergja íbúð miðsvæðis í Kaupmannahöfn, fullbúin hús- gögnum, er til leigu frá sept. 2001 - 1. júní 2002. Áhugasamir hafi sam- band í s. 551 5479. Íbúð til leigu í Reykjavík og önnur í Kaupmannahöfn 1. Norræna glæpasagan - raunsæisbókmenntir nútímans Dagana 23. til 29. júlí nk. verður haldið endurmenntunarnámskeið fyrir móðurmálskennara og þá sem kenna norræn mál á Norðurlöndunum. Að þessu sinni verður námskeiðið haldið í Visingsö í Svíþjóð. Viðfangsefni námskeiðsins verður norræna glæpasagan — raunsæisbókmenntir nútímans og fjallað verður um norrænar glæpasögur í víðu samhengi. Fyrirlesarar verða frá öllum Norðurlöndunum en fyrirlesari fyrir Íslands hönd verður Kristinn Krist- jánsson framhaldsskólakennari og foringi Hins íslenska glæpafélags. Umsóknarfrestur er til 30. mars 2001. Sjá nánar á heimasíðu Samtaka móðurmálskennara, http://www.ismennt.is/vefir/sam- tokm/sm.asp?q=s4 2. Norrænir landkönnuðir og ævintýramenn — þáttur í okkar menningararfi Dagana 25. til 29. júlí nk. verður haldið endurmenntunarnámskeið í Longyear- byen á Svalbarða fyrir móðurmálskenn- ara á öllum skólastigum og þá sem kenna norræn mál á Norðurlöndunum. Íslendingar fá tólf sæti á námskeiðinu. Móðurmálskennarar ganga fyrir en kennarar í öðrum greinum, svo sem sagnfræði og nátt- úrufræði, geta einnig sótt um að komast á námskeiðið. Meðal efnis verða fyrirlestrar um málefni Svalbarða og sögu lands og þjóðar, auk þess sem mikil áhersla verður lögð á skoðunarferðir. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2001. Sjá nán- ar á heimasíðu Samtaka móðurmálskennara, http://www.ismennt.is/vefir/sam- tokm/sm.asp?q=s4 Sumarnámskeið Nordspråk 2001 Skólaárið 2001-2002 býðst tveimur íslenskum grunnskólakennurum pláss í kennaradeild háskólans í Newcastle (University of Newcastle). Tilboð þetta barst frá norska menntamálaráðuneytinu og hafa rúmlega 1000 norskir grunnskólakennarar stundað enskunám í Newcastle sl. 39 ár. Þetta nám tekur mið af enskukennslu í norskum grunnskólum en nýtist einnig Ís- lendingum. Umsækjendur þurfa að hafa haft ensku í framhaldsskóla og kennt a.m.k. tvö ár í grunnskóla eða annarri menntastofnun (ekki endilega ensku). Námið samsvarar 30 eininga námi við íslenskan háskóla. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum: http://www.nnr.no/html/sl/- arskurs/ca/plan-eng.doc og á vef Símenntunarstofnunar KHÍ: http://simen- nt.khi.is sem tekur á móti umsóknum til 20. apríl nk. Newcastle upon Tyne - nám fyrir enskukennara í grunnskólum

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.