Skólavarðan - 01.01.2002, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 01.01.2002, Blaðsíða 10
11. Í Floridafylki þar sem stærstu skól- arnir í Bandaríkjunum eru, er búið að setja lög sem takmarka stærð unglingaskóla (high school) við 900 nemendur; miðskóla við 700 nemendur og barnaskóla við 500 nemendur. Yfirleitt er talið að hentugasta stærð unglingaskólanna sé 600-900 nem- endur; miðskólana 500 nemendur og 300 nemendur í barnaskóla. Börnin á hverju skólastigi um sig í Bandaríkjunum eru á svipuðum aldri/þroska því að hvert skóla- stig þar spannar 3-5 æviár. Þessvegna er líklega auðveldara að hafa unglinga- og miðskóla stærri en íslenska grunnskólann sem spannar 10 æviár barnsins. 12. Það virðist stefna í Bandaríkjunum í dag að reyna að gera skóla fámennari en þekkst hefur hingað til. Framlag Banda- ríska menntamálaráðuneytisins til almenn- ingsskóla sem vilja draga úr stærð sinni hefur vaxið úr 45 milljónum dala 1999 í 125 milljónir dala á þessu ári. Hið fram- sækna tölvusjéní Bill Gates er í fararbroddi þeirra einstaklinga sem veita fé af ríkidæmi sínu til að styðja litla skóla. Í fyrra gaf hann 200 milljónir dala til nýrra slíkra skóla, sem og eldri skóla sem vilja skipta sér upp í smærri einingar. 13. Niðurstöður rannsókna sem hafa hrein fjárhagsleg rök að leiðarljósi mæla yf- irleitt með helmingi stærri grunnskóla en rannsóknir sem nota eingöngu uppeldis- eða kennslufræðileg rök. Ég vek athygli á að þær rannsóknarnið- urstöður sem taldar eru upp hér að ofan er hægt að nota við skólamálaumræðu hér- lendis vegna þess að þær fjalla um sömu þætti og eiga að vera ofarlega í umræðu um skólastærð og velferð nemenda hérlendis. Jafnframt eru þessar rannsóknir gerðar í vestrænu skólakerfi sem er svipað að inni- haldi og íslenska skólakerfið. Nánari upplýsingar um flestar þær rann- sóknarniðurstöður sem nefndar eru hér að ofan má fá hjá Educational Resources Information Center (ERIC) í Bandaríkjun- um. Ragnar S. Ragnarsson Höfundur er atferlissálfræðingur hjá Skólaskrifstofu Suðurlands. Fámennir skólar 11 Munið eftir ráðstefnunni Gildi athugana og matsaðferða í leikskólastarfi þann 21. febrúar nk. á Grand Hóteli, Reykja- vík. Ráðstefnan er opin öllu starfsfólki leikskóla, greining- ar- og ráðgjafaraðilum, foreldrum og öðrum sem áhuga hafa. Ráðstefnugjald er kr. 7500,- Nánari upplýsingar á skrifstofu KÍ, sími 595 1111. Ráðstefna fimmtudaginn 21. febrúar Frétt i r UT 2002 - ráðstefna um notkun upplýsinga- tækni í skólastarfi - verður haldin dagana 1. - 2. mars nk. í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Slagorð ráðstefnunnar er: Dreifmenntun fyrir alla - alls staðar. Fjallað verður um notkun upplýsingatækni á leik-, grunn-, framhalds- og háskólastigi, með áherslu á námsefni á Net- inu. Beinn tengill á upplýsingar um ráðstefnuna er á vefsíðu menntamálaráðuneytisins en slóð ráðstefnunnar sjálfrar er www.menntagatt.is/ut2002/ UT 2002 haldin í MH Í tilefni af 105 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur þ. 11. janú- ar sl. var frumsýnt danskt leikrit á Nýja sviðinu í Borgarleik- húsinu. Fyrir 105 árum þótti það ekkert tiltökumál að sýna dönsk leikrit hérlendis en á síðustu árum sætir það tíðind- um, að maður tali nú ekki um leikrit eftir unga konu. Fyrst er að fæðast heitir verkið og er eftir Line Knutzon. Hún skrifaði það fyrir útskriftarárgang í leiklistarskólanum í Árósum og hefur það síðan verið sýnt víða, m.a. í Moskvu og London. Leikfélag Reykjavíkur prentar leikritið í heild í leikskrá, bæði á dönsku og íslensku, og ætti þetta að vera kærkomið efni fyrir alla dönskukennara. Verkið segir frá sex manneskjum í hamingjuleit. Hver um sig þráir að vera elskuð og að fá að elska einhvern, en það eru sérkennileg ljón í veginum. Með aðalhlutverk í leikritinu fara: Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Harpa Arnardóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sóley Elíasdóttir og Þór Tulinius. Það er Benedikt Erlingsson sem leikstýrir hópnum. Verkið er allt á gamansömum nótum, með tregablöndnum undirtónum þó og hefur af gagnrýnendum fengið stimpilinn: Danskur gleðigjafi. Leikrit á dönsku og íslensku Nefndin var sett á laggirnar 1999 að tilstuðlan menntamálaráð- herra til að koma á formlegum samráðsvettvangi milli mennta- málaráðuneytis, Sambands sveitarfélaga, Félags leikskólakenn- ara og fulltrúa frá samtökum ófaglærðra starfsmanna leikskóla. Formaður nefndarinnar er Guðni Olgeirsson. Samráðsnefnd um leikskóla er ætlað að vera umræðu- og samstarfsvettvangur aðila um ýmis fagleg málefni leikskóla, vettvangur fyrir samráð og umræður þar sem hægt er að taka fyrir einstök mál, skiptast á skoðunum og veita upplýsingar, skýra mismunandi sjónarmið, vekja athygli á málum og finna ýmsum úrlausnarefnum réttan farveg. Þann tíma sem nefndin hefur starfað hefur hún hist tólf sinn- um og tekið ýmis mál til umfjöllunar. Þar má helst nefna menntamál starfsfólks í leikskólum, starfsmannaskort, starfs- greinaráð vegna uppeldisbrautar á framhaldsskólastigi, tölvu- væðingu, slysavarnir og einelti í leikskólum. Einnig hefur verið fjallað um lög og reglugerðir og úrskurði ráðuneytisins. Talna- könnun gerði könnun fyrir nefndina um þörf á leikskólakennur- um til ársins 2010. Að tilstuðlan nefndarinnar er nýbúið að tilnefna í starfshóp sem á að koma fram með tillögur að samræmdum öryggisregl- um fyrir leikskóla. Jónína Lárusdóttir leikskólastjóri situr í hópnum fyrir hönd Félags leikskólakennara. Verkefni nefndar- innar á næsta fundi er að fjalla um breytingu á reglugerð um leikskóla með tilliti til ákvæðis um leiðbeiningar- og stjórnunar- hlutverk leikskólakennara. Samráðsnefnd um leikskóla

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.