Skólavarðan - 01.01.2002, Blaðsíða 3
4
Leiðar i
Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is
Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is
Ritstjórn: Anna Björg Sveinsdóttir, Ásmundur Örnólfsson, Auður Árný Stefánsdóttir,
Eiríkur Jónsson, Helgi E. Helgason, Kristín Elfa Guðnadóttir, Kristín Stefánsdóttir,
Magnús Ingvason, Sigurrós Erlingsdóttir.
Hönnun: Penta ehf.
Ljósmyndun: Jón Svavarsson
Teikningar: Ingi
Auglýsingar: Öflun ehf. / Kristín Snæfells / kristinsn@islandia.is / sími: 533 4470
Prentun: Prentsmiðjan Grafík ehf.
Forsíðumyndin sýnir Akureyrarkirkju. Jón Svavarsson tók myndina.
Norður...og niður?
Umræðan um flutning Rásar 2 til Akureyrar - eða ekki - sýnir í
hnotskurn breikkandi gjá, gjána milli íbúa höfuðborgarsvæðisins
og annarra landsmanna. Sem Mosfellingur yppi ég gjarnan öxl-
um í þessari umræðu, finnst þægilegt að vísa til hálfgildings
sveitadurgsins í mér þegar
hitnar í kolunum og standa
syngjandi sæl og glöð með
annan fótinn í Reykjavík og
hinn utan borgarmarkanna.
En í alvöru talað kennarar
góðir, þetta eru mál sem við
þurfum að ræða og megum
ekki klæða í bannbúning.
Megum ekki verða kjaft-
stopp af því að við viljum svo gjarnan vera vinir og ekki
rífast...en verðum bara svo reið þegar þetta mál ber á góma. En
um hvað snýst málið? Af hverju erum við örg?
Reykvíkingar eru argir af því að þeim finnst daðrið við dreif-
býlinga ganga út í öfgar. Þeir eru argir yfir að vera ásakaðir um
yfirgang. Oft stendur þeim þó á sama og aðhyllast nokkurs kon-
ar darvínskt - eða dýrabæjarsvínskt - lögmál og hugsa sem svo:
náttúran sér um sína, sem útleggst í þessu tilfelli: dreifbýlingar
verða hvort eð er útdauðir eftir áratug.
Aðrir landsmenn eru ekki bara argir, þeir eru stórreiðir. Þeir
eru að berjast fyrir tilvist sinni og þeir eru líka með kennd hins
minnimáttar sem er eðlilegt því að enginn má við margnum.
Báðir aðilar hafa þó eitt og annað skynsamlegt fram að færa
þótt erfitt sé að nema það fyrir öldugangi. Reykvíkingar benda á
að vol og víl og misvitur byggðapólitík hafi skaðað dreifbýlið -
nokkuð til í því. Ekki-Reykvíkingar (hugsið ykkur að vera stimpl-
aður fyrir eitthvað sem maður er ekki) benda á ýmsa kosti þess
fyrir alla sem byggja þetta land að halda úti byggð á víð og
dreif, en margir þessara kosta eru lítt áþreifanlegir. Kjarni þeirra
felst kannski í hugtökum á borð við „flóra“, „fjölbreytni“,
„menning“. Oft er vænlegt til árangurs að nota tískuorð þannig
að best er að skeyta inn í einu slíku: „fjölmenning“. Fjölmenning
er fleira en Víetnamar í Reykjavík. Fjölmenning er líka Norðfirð-
ingar á Íslandi. Leiðum hugann að því. Og þá komum við að
kjarna þessara skrifa:
Þjóðinni er svo mikill akkur í því að hafa byggðalög sem flest
og víðast á Íslandi að við ættum öll að leggja í púkk og finna
leiðir til að fólk vilji búa í þessum byggðum. Við þurfum að finna
byggðastefnunni nýjan farveg. Og þarna skipta kennarar sköp-
um. Ég held stundum að þeir geri sér ekki grein fyrir því hvað
þeir hafa gífurleg áhrif á framvindu samfélagsins. En trúið mér,
þau eru gífurleg. Sonur minn sagði um daginn þegar við kom-
um að skólanum hans: Hugsa sér mamma, að þetta fyrirbæri -
og hann bandaði hendinni vinsamlega í átt að skólanum sínum -
er lífið.
Það er svo margt að breytast og það breytist svo hratt að
kannski þurfum við að fara í okkar eigin edduklæði til að átta
okkur á því. Og hver eru þau? Lopapeysa í stað flíspeysu, útvarp
með í bakpokann í stað playstation og taka svo strætó út á
Granda í stað þess að fara á bílnum. Gamaldags? Kannski, en
siðmenntaðri þjóðir en við hafa áttað sig fyrir löngu á gildi þess
að halda tengslum við fortíðina til að geta fótað sig í nútíðinni.
Og gildi fjölmenningar í víðu - og dreifðu - samhengi.
Kristín Elfa Guðnadóttir
Efni
Greinar
Við leggjum mikla áherslu á að finna mannauðinn í hverjum
einstaklingi 6
segir Gerður Pétursdóttir leikskólastjóri í Hjallatúni í Reykjanes-
bæ.
Séreignarsparnaður 8
Eiríkur Jónsson formaður KÍ skrifar um lífeyrismál.
Um samband skólastærðar og velferðar nemenda 10
Fámennir skólar tryggja velferð barna að mörgu leyti betur en
stórir, að því er nðiurstöður bandarískra kannana benda til.
Ragnar S. Ragnarsson atferlissálfræðingur skrifar.
Of fáir í hópi þeirra bestu 12
Niðurstöður Pisa-rannsóknarinnar eru um margt forvitnilegar.
Helgi E. Helgason ræðir við Júlíus K. Björnsson forstöðumann
Námsgagnastofnunar.
Ljósmæður námsdraumanna 16
Viðtal við Hauk Ágústsson og Aðalheiði Steingrímsdóttur um
fjarkennslu í VMA, sem er í fararbroddi á þessu sviði hérlendis
og þótt víðar væri leitað.
Tölvumiðstöð fatlaðra 20
berst við fjárskort en heldur engu að síður úti mikilli starfsemi.
Maðurinn að baki músík punktur is 22
Viðtal við Jón Hrólf Sigurjónsson um heimasíðuna sem er engri
lík og fleira sem hann föndrar við í starfi og frístundum.
Minjasafn leikskóla 28
Barnavinafélagið Sumargjöf, Félag leikskólakennara, Leikskólar
Reykjavíkur og Árbæjarsafn undirbúa stofnun Minjasafns leik-
skóla.
Fastir liðir
Formannspistill 3
Guðrún Ebba Ólafsdóttir skrifar.
Gestaskrif 5
Elísabet Berta Bjarnadóttir hellir upp á í þetta skipti.
Fréttir og smáefni 8, 9, 11, 19, 20, 27, 28
Hrókering í Noregi (8), Netla - nýtt veftímarit (9), Leikrit á dönsku
og íslensku, Samráðsnefnd um leikskóla, UT 2002 (11), Félag
um menntarannsóknir (19), Handbók fyrir umsjónarkennara í
framhaldsskólum (20), Símenntunarstofnun stendur ekki fyrir
einstökum námskeiðum, Námsgögn fyrir fólk sem ræður ekki
við flókna stærðfræði (27) og margt fleira.
Skóladagar 9
Myndasaga Skólavörðunnar.
Kjaramál 24, 25, 26, 27
Samstarfsnefndir um framkvæmd kjarasamninga í framhalds-
skólum, símenntunaráætlanir í leikskólum, dæmi um röðun
stjórnenda í tónlistarskólum, vinnuramminn - grein 2.1.3 í
grunnskólum. Einnig skrifar nýkjörinn formaður SÍ pistil til
félagsmanna sinna í tilefni liðins árs.
Smáauglýsingar og tilkynningar 29
Smiðshöggið 30
Er rúm fyrir öll börn í metnaðarfullum skóla? Kristín Björk Jó-
hannsdóttir þroskaþjálfi og kennari í Sandvíkurskóla á Selfossi
skrifar.
Annað
Kveðja til Hrólfs Kjartanssonar og Sigurjóns Péturssonar 18