Skólavarðan - 01.01.2002, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.01.2002, Blaðsíða 12
fræði enda vorum við nálægt botninum í frammistöðu í þeirri rannsókn. Þegar þetta var skoðað ofan í kjölinn kom í ljós að hér á landi eru ekki aðeins færri kennslustundir í stærðfræði heldur eru skóladagar hér færri en víða annars staðar. Það skiptir máli að námið sé stundað sem regluleg vinna mestan hluta ársins, það skilar sér í betri námsárangri. Því lengra skólaár þeim mun betri árangur, svo einfalt er það. Það er sérlega mikilvægt fyrir kennara að velta þessu fyrir sér því að þeir ráða miklu um fjölda skóladaga og lengd skólaársins í gegnum kjarasamninga sína. Ég held að kennarasamtökin hafi ekki verið andvíg lengingu skólaársins en auðvitað vilja kennarar fá borgað fyrir aukna vinnu sem henni fylgir.“ Freistandi að grípa til gerviskýringa Niðurstöður PISA 2000 virðast leiða í ljós að samband nemenda og kennara, agi og andrúmsloft í skólastofunni og kröfur sem kennarar gera til nemenda geti haft veruleg áhrif á námsárangur. „Þetta eru raunar atriði sem við eigum eftir að kanna miklu betur en í fljótu bragði virðist koma fram nokkuð skemmtilegt samband milli frammistöðu í lestri og þeirra atriða sem þú nefnir. Til dæmis bendir flest til þess að miklar kröfur af hálfu kennara og þrýstingur á nemendur um að leggja harðar að sér virki ekki til að bæta námsárangur. Slíkur þrýstingur virkar jafnvel þveröfugt. Aftur á móti virðist flest benda til þess að það hafi góð áhrif ef kennari og nemendur ná góðum gagn- kvæmum tengslum sín á milli. Ef nemandi upplifir að hann sé í góðu sambandi við kennara aukast líkur á að hann standi sig vel. Við megum ekki gleyma því þegar við veltum fyrir okkur svona einföldum sam- böndum að erfitt er að skilja að eggið og hænuna og greina hvað veldur hverju. Við sjáum aðeins hvaða atriði breytast í takt við önnur tiltekin atriði sem segir okkur lítið eða ekkert um orsakasamhengið. Þó að ég hafi kannski tilhneigingu til að leggja áherslu á mikilvægi sambands milli nem- enda og kennara er ekki þar með sagt að kennarar geti breytt frammistöðu nemenda með því að bæta þessi tengsl. Það er næsta víst að þetta sé ekki svona einfalt. Við eig- um eftir að fara miklu dýpra ofan í rann- sóknargögnin til að sjá hvað veldur hverju.“ Samtvinnast ekki samskipti og vænt- ingar kennara til nemenda? „Jú, hugsanlega, en það má ekki nota fyrirbrigði eins og væntingar sem skýringu á frammistöðu nemenda. Það gengur ekki upp. Þetta er eins og útskýringin á því að fólki skánar af ýmsum kvillum þegar því eru gefnar sykurpillur, sagt er að það sé vegna þess að fólk vænti þess að því skáni við að taka inn lyf. Við megum ekki freist- ast til að nota gerviskýringar. Ég held að væntingar nemenda eða kennara geti aldrei verið skýring heldur í besta falli lýsing á ástandi. Við verðum því að kafa dýpra til að fá vitneskju um hvað er raunverulega að gerast.“ Halda kvenkennarar strákum niðri? „Um daginn kom fram í fréttum frá Noregi að agi og andrúmsloft í kennslu- stofum væru mun betri í skólum hér á landi en víða annars staðar sem kann að vera rétt. Minna er um ólæti hér en sums staðar annars staðar. Ég veit aftur á móti ekki hvort þetta hefur einhver afgerandi áhrif á frammistöðu nemenda. Ég efast um það. Í öllum löndunum 32 sem PISA-rann- sóknin tekur til stóðu stelpur sig betur en strákar í lestri. Hér á landi eru strákar helmingi líklegri en stelpur til þess að vera á þrepi eitt eða neðar í lestrargetu sem bendir til þess að þeim þurfi að sinna betur en nú er gert. Í meira en helmingi þátt- tökulanda standa strákar sig betur en stelp- ur í stærðfræði. Mun hærra hlutfall getu- Pisa - rannsóknin 13 „Niðurstöður sem nú liggja fyrir segja okkur að Íslendingar þurfi að leggja meiri áherslu á námsefni, gera það fjölbreyttara og setja meiri peninga í það,“ segir Júlíus K. Björnsson.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.