Skólavarðan - 01.01.2002, Blaðsíða 8
Ekki er um fastan útgáfutíma að ræða
heldur er efni birt í tímaritinu jafnóðum og
það er tilbúið. Þegar er kominn um tugur
greina á vefinn, auk annars efnis. Meðal
annars má nefna greinina „Aravefur“ eftir
Heimi Pálsson, en hún fjallar um Íslend-
ingabók Ara fróða. Í raun er rangnefni að
tala um „grein“ í þessu tilliti vegna þess að
Heimir spinnur heilan vef og nýtir sér kosti
Netsins á margan hátt í að koma efni sínu á
framfæri, eins og yfirskrift þess - Aravefur -
ber með sér. Sannarlega áhugaverð tilraun.
Fyrir ofan hverja grein (með fyrrnefndum
fyrirvara um hugtakið „grein“) er tengill
sem lesendur geta nýtt sér til að koma á
framfæri athugasemdum um viðkomandi
efni. Stórsnjallt og verður vonandi til þess
að skapa umræðu um efni greinanna. Netla
er spennandi og metnaðarfullt tímarit,
komið á fót af eldheitu og bráðgreindu
hugsjónafólki.
Væntingar um samstarf margra
skólastiga
Samstarf Skólavörðunnar og Netlu er í
burðarliðnum og verður að lágmarki í því
fólgið að Netlufréttir birtast öðru hvoru í
Skólavörðunni. Vonir standa til að samstarf
náist við aðila á öllum skólastigum sem
heyra undir Kennarasambandið um birtingu
fræðilegs efnis í blaðinu, t.a.m. útdrætti
greina sem kæmu svo í heild á Netinu, ýmist
á sérvefjum eða vef Kennarasambandsins.
Gaman væri að fá viðbrögð lesenda Skóla-
vörðunnar við þessum hugmyndum, en
nefna má að hugmyndir um að setja Skóla-
vörðuna sem slíka á Netið hafa legið í salti á
meðan vinna við nýjan vef Kennarasam-
bandsins er í gangi. Hvernig svo sem málin
þróast er ljóst að skólamálaumræða á Íslandi
hefur eignast nýjan farveg þar sem Netla er.
Kíkið á netla.khi.is!
Ávarp Ólafs Proppé í tilefni af opnun
Netlu:
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Ís-
lands hefur nú í tíu ár gefið út tímaritið
Uppeldi og menntun. Tilgangurinn með
útgáfu þess var að skapa vettvang fræði-
legrar og faglegrar umræðu um uppeldis-
og menntamál á Íslandi. Það hefur tekist á
þessum tíu árum að festa tímaritið í sessi
og er hluti þess um fræðilegt efni viður-
kenndur af kjaranefnd og matsnefndum
íslenskra háskóla sem ritrýndur vettvangur
fræðimanna fyrir tímaritsgreinar. Tímarit-
ið Uppeldi og menntun, sem kemur út
einu sinni á ári, er þó háð ýmsum ann-
mörkum sem fyrst og fremst byggjast á út-
gáfuforminu, þ.e. hefðbundinni útgáfu
prentaðs mál.
Nú hefur verið ráðist í það stórvirki að
opna viðbótarvettvang fyrir fræðilega og
faglega umræðu með útgáfu veftímarits
sem hlotið hefur heitið Netla - veftímarit
um uppeldi og menntun. Í Netlu munu
birtast fræðigreinar, frásagnir af þróunar-
starfi, umræðugreinar, hugleiðingar, pistl-
ar, viðtöl, ritfregnir og ritdómar um upp-
eldis- og menntamál. Hluti Netlu verður
helgaður ritrýndum fræðigreinum og verð-
ur þess sérstaklega getið þegar ritrýning
hefur farið fram. Við útgáfuna verður eftir
föngum leitast við að nýta kosti vefsins sem
miðils fram yfir hefðbundið prentað mál.
Þar geta höfundar til dæmis birt efni með
hljóðdæmum, myndskeiðum og krækjum.
Þá er gert ráð fyrir að möguleikar vefsins
til gagnvirkni verði nýttir, til dæmis með
umræðu um afmörkuð efni í tímaritinu.
Hópur starfsmanna Kennaraháskóla Ís-
lands hefur unnið afar gott verk við undir-
búning útgáfunnar. Í ritstjórn Netlu eru:
Ingvar Sigurgeirsson prófessor, Sólveig
Jakobsdóttir dósent, Torfi Hjartarson lekt-
or, Þórunn Blöndal lektor og Þuríður Jó-
hannsdóttir verkefnisstjóri.
Það var Sólveig Jakobsdóttir sem hóf um-
ræðu um útgáfu veftímaritsins og vann hug-
myndinni brautargengi innan Kennarahá-
skólans. Þess er einnig vert að geta að Torfi
Hjartarson hefur hannað útlit Netlu af mik-
illi smekkvísi. Þakka ég þeim öllum fyrir
hönd Kennaraháskólans fyrir vel unnin störf.
Netla er nýr og spennandi vettvangur
fyrir alla þá sem hafa áhuga á og vinna við
uppeldi, kennslu, umönnun og þjálfun.
Vonir okkar standa til þess að Netla efli
rannsóknar- og þróunarstarf á umræddum
fag- og fræðasviðum og verði starfi í leik-
skólum landsins, grunnskólum, framhalds-
skólum og háskólum til framdráttar sem og
á sviði símenntunar og fullorðinsfræðslu.
Net lufrétt i r
Þann 9. janúar 2002 hófst útgáfa
vefræns tímarits um uppeldis- og
menntamál á vef Kennaraháskóla Ís-
lands. Slóðin er netla.khi.is en dagur-
inn var valinn með hliðsjón af sex-
tugsafmæli Ólafs Proppé rektors
Kennaraháskólans.
Netla - nýtt veftímarit
9