Skólavarðan - 01.01.2002, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.01.2002, Blaðsíða 18
Námsbrautin er 15 einingar og er ætluð kennurum á öllum skólastigum. Markmið- ið er að veita þátttakendum tækifæri til að tileinka sér þekkingu, viðhorf og leikni sem þarf til að sinna menntun barna í fjölmenn- ingarsamfélagi. Námið, sem byggist á tveimur skyldunámskeiðum og einu eða tveimur valnámskeiðum, er með fjarnáms- sniði og tekur eitt ár. Við það er miðað að unnt sé að stunda það með starfi. Auk fjar- náms hittast nemendur og kennarar tvisvar til þrisvar á hverju misseri. Námið er þverfaglegt og hugað verður að almennum atriðum er varða börn í fjöl- menningarlegu samfélagi. Áhersla verður m.a. lögð á réttindi barna, mál og málum- hverfi, jafnt móðurmál sem erlend mál, að- lögun og sjálfsmynd. Námið verður tengt hagnýtum viðfangsefnum í skólum. Stefnt er að því að við lok námsins hafi nemendur: • eflst sem kennarar, m.a. með því að sjálfstraust, leikni og þekking á þessu sviði hefur aukist, • aukið fræðilegan og hagnýtan skilning á málefnum minnihlutahópa, • öðlast færni í að beita hugtökum og kenningum sem tengjast viðfangsefninu og þróa starfshætti í samræmi við það, • orðið öruggari í að greina aðstæður og standa að könnunum og þróunarverkefnum. Námskeið Skyldunámskeið eru tvö: Fjölmenning (5e), Íslenska sem annað mál (5e). Á fyrra skyldunámskeiðinu, Fjölmenn- ingu, er m.a. fjallað um stöðu mála hér á landi og í alþjóðlegu samhengi, búferla- flutninga, stöðu flóttafólks, fordóma og að- gerðir stjórnvalda. Þá er rætt um fjölmenn- ingarlega kennslu, uppeldi í fjölmenningar- legu samfélagi, stöðu barna og unglinga sem málfarslegra minnihlutahópa, aðstæð- ur barna í námi og leik og loks samvinnu leik- og grunnskóla í þessum efnum. Á seinna skyldunámskeiðinu, Íslenska sem annað mál, er lögð áhersla á að nem- endur öðlist skilning og þekkingu á mennt- un tvítyngdra barna í fjölmenningarlegu samfélagi og verði færir um að þróa starfs- hætti í skólastarfi í samræmi við það. Fjall- að verður um tungumál í samfélagi manna, einkum íslensku sem annað mál, kerfi tungumála og málgerðafræði (máljöfnuð- ur). Vikið verður að máltöku, máluppeldi og málnotkun í víðu samhengi. Veruleg áhersla verður lögð á tvítyngi, fjöltyngi og muninn á því að öðlast færni í móðurmáli og öðru (erlendu) máli. Nemendur kynnast lítillega einu minnihlutamál. Valnámskeið verða mótuð í samvinnu við þátttakendur, auk þess sem kostur gef- st á að sækja ýmis þau námskeið sem framhaldsdeild hefur upp á að bjóða (Nám og kennsla um aldahvörf, Mat og þróun- arstarf, Námskrárfræði, Námsefnisgerð, Sérkennslufræði, Tölvu og upplýsinga- tækni). Kennarar Umsjónarmaður námsbrautarinnar er Sigurður Konráðsson prófessor við Kenn- araháskólans. Nánari upplýsingar veita Sigurður Kon- ráðsson prófessor, umsjónarmaður náms- brautarinnar (sími 563 3835, netfang: sigkon@khi.is), Heiðrún Kristjánsdóttir verkefnisstjóri framhaldsdeildar (sími 563 3955, netfang: framhald@khi.is) og námsráðgjafar skól- ans (sími 563 3912 og 563 3913, netfang: namsrad@khi.is). Einnig má benda á heimasíðu framhaldsdeildar á vef Kennaraháskólans: www.khi.is Ein þeirra fjórtán námsbrauta sem verða í boði við framhaldsdeild Kenn- araháskólans næsta vetur nefnist Menntun tvítyngdra barna. Námsbraut kynnt Menntun tvítyngdra barna 19 Stefnt er að því að kynna tvær námsbrautir til viðbótar í næsta tbl. Skólavörðunnar, náms- brautirnar „Umsjónar- kennarinn“ og „Stærð- fræðimenntun“. Ný samtök, Félag um menntarannsóknir, (Icelandic Educational Research Associ- ation) verða formlega stofnuð miðvikudaginn 20. febrúar nk. Stofnfundurinn verð- ur í sal Sjómannaskólans í Reykjavík kl. 16:15 og í Háskólanum á Akureyri. Á samráðsfundi í lok málþingsins Rannsóknir, nýbreytni, þróun sem haldið var 13. nóvember sl. var ákveðið að Rannsóknarstofnun KHÍ skipaði nefnd til að leggja drög að stofnun félags um menntarannsóknir. Í undirbúningsnefndinni áttu sæti Allyson Macdonald frá Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands, Börkur Hansen frá Kennaraháskóla Íslands, Guðrún Ebba Ólafsdóttir frá Kennarasambandi Íslands, Guðrún Geirsdóttir frá Háskóla Íslands og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson frá Háskól- anum á Akureyri. Hugmyndin er sú að félagið verði vettvangur fyrir alla þá einstaklinga sem leggja stund á rannsóknir í menntamálum, vinna að þróunarstarfi í skólum, áhugafólk um eflingu menntarannsókna og leggja stund á nám í menntunarfræðum. Í drögum að lögum félagsins er lagt til að markmið félagsins verði: • að efla rannsóknir og þróunarstarf á sviði menntunar á Íslandi; • að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um rannsóknir og þróunarstarf; • að stuðla að útbreiðslu þekkingar á rannsóknum og þróunarstarfi; • að efla tengsl og samstarf félagsmanna; • að stuðla að samvinnu við samtök og stofnanir sem sinna uppeldis- og mennta- málum hér á landi og erlendis; • að efla þekkingu og færni félagsmanna til að leggja stund á rannsóknir á menntamálum; • að skapa vettvang fyrir þverfaglegar rannsóknir. Undirbúningsnefndin taldi heppilegt að félagið væri fyrir alla þá sem hafa áhuga á rannsóknum um menntamál og að það tengdist skyldum félögum eða stofnunum um þætti eins og ráðstefnur og útgáfumál. Félagið gæti þannig orðið aðili að ráð- stefnum ýmiss konar um uppeldis- og menntamál sem og aðili að fræðilegum tímaritum sem gefin eru út. Áhugafólk um menntarannsóknir eru hvatt til að mæta á stofnfundinn. Félag um menntarannsóknir stofnað 20. febrúar nk. Frétt

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.