Skólavarðan - 01.01.2002, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.01.2002, Blaðsíða 28
Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna Endurmenntunarsjóður Kennarasambands Íslands, G-deild, auglýsir styrki til félagsmanna sem vinna að rannsóknum og þróunarverkefnum í grunnskólum skólaárið 2002-2003. Vakin er athygli á því að allir styrkir eru einstaklingsstyrkir til kennara eða kennarahópa. Styrkir til þróunar og nýbreytni í kennslu og skipulags skóla- starfs verða settir í forgang að þessu sinni. Einnig verða veittir styrkir til þeirra sem eru að vinna að rannsókn á lokastigi fram- haldsnáms. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Kennarasambandsins og vefsíðu félagsins www.ki.is Umsóknir sendist til Endurmenntunarsjóðs KÍ, G-deild, Laufás- vegi 81, 101 Reykjavík, í síðasta lagi 1. mars 2002. Endurmenntunarsjóður Kennarasambands Íslands, G-deild Sókrates/Comeníusarstyrkir Umsóknarfrestur er til 1. mars 2002 Hugmyndaflug og áhugi á skólastarfi Sókrates, menntaáætlun ESB, styrkir kennara og menntastofn- anir á flestum sviðum skólastarfs. Veittir eru endurmenntunar- styrkir til kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi og einnig eru skólar styrktir til þátttöku í samstarfsverkefnum. Verkefnin skiptast í þrjá flokka: skólaverkefni, tungumálaverk- efni og skólaþróunarverkefni. Dæmi um þema getur verið um- hverfi, menning, landafræði, jarðfræði, matarvenjur og fleira. Verkefnin takmarkast í raun af hugmyndaflugi þátttakenda og því hvernig hægt er að tengja þau skólastarfi með skemmtileg- um hætti. Evrópskt samstarf í sókn Ríflega eitt hundrað leik-, grunn- og framhaldsskólar hafa fengið Comeníusarstyrki á liðnum sex árum. Verkefnin geta staðið yfir í allt að þrjú ár og byggjast í öllum tilfellum á sam- starfi skóla í að minnsta kosti þremur löndum. Auk verkefna- styrks er ferðastyrkur til handa kennara. Þátttaka í Comeníusarverkefnum hefur gefið mjög góða raun og aukið víðsýni bæði kennara og nemenda. Með verkefnun- um er komið á tengslum við erlenda starfsfélaga þar sem reynslu og aðferðum er miðlað. Á heimasíðu landsskrifstofu Sókratesar er að finna yfirlit yfir skóla sem tekið hafa þátt í Comeníusi, http://www.ask.hi.is/comenius/comskolar.html. Nýjungar styrktar Styrkir eru veittir til að koma á endurmenntunarnámskeiðum fyrir kennara og einnig til að þróa námsgögn. Um er að ræða samstarf að minnsta kosti þriggja stofnana í þremur löndum Evrópu. Upphæð styrkja getur numið allt að tíu milljónum íslenskra króna. Lifandi tungumálakennsla Evrópskir verðandi tungumálakennarar fá styrki frá heimalandi sínu til að aðstoða við tungumálakennslu í þrjá til átta mánuði. Árlega eru um fimmtán erlendir aðstoðarkennarar við störf hérlendis. Umsóknarfrestur rennur út 1.mars nk. Umsóknareyðublöð er að finna á slóðinni: www.ask.hi.is Nánari upplýsingar og aðstoð við umsóknir veita Ragnhildur Zoëga rz@hi.is og Katrín Einarsdóttir katei@hi.is á Landsskrifstofu Sókratesar/Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, Neshaga 16, 107 Reykjavík, sími 525 5813/525 5853, fax 525 5850 Húsnæði / bíll í Danmörku Tíu til fjórtán manna danskur ferðahópur býður þrjár íbúðir og þrjá bíla til afnota í Danmörku sumarið 2002 gegn því sama hér. Þetta er vinahópur fólks á aldrinum 50-70 ára og ætla þau að skipta sér niður í þrjá minni hópa og ferðast þannig um Ísland. Þau útvega húsnæði í Hilleröd en þangað er um hálftíma akstur í bíl frá Kaupmannahöfn. Þau óska eftir hús- næði á Snæfellsnesi (t.d. í Stykkishólmi), fyrir norðan (t.d. á Akureyri) og að lokum nálægt Reykjavík, fyrir austan fjall (t.d. á Selfossi) á tímabilinu frá u.þ.b. 27. júní til 12. júlí. Hugmynd þeirra er að ferðast á milli allra þessara staða og að lokum vilja þau enda ferðina í Reykjavík síðustu nóttina. Ef þú hefur áhuga á að dvelja ódýrt í Danmörku í sumar í tvær vikur og getur boðið vistaskipti hafðu þá endilega sam- band sem allra fyrst. Nánari upplýsingar færðu hjá Mörtu Eiríksdóttur í gsm 848- 5366 eða sendu bréf á netinu í marta@fss.is Námstefna um myndlistarkennslu Tungumál ljósmyndarinnar Ljósmyndin sem listform Námstefna um myndlistarkennslu verður haldin 24. til 29. júní nk. á Hótel Eddu, Skógum. Þema er tungumál ljósmyndarinnar í samtíma. Fjallað verður um tengsl hugsunar og sjónskyns og um ljósmyndun sem miðil í listsköpun. Þrír heimskunnir myndlistarmenn og fræðimenn halda fyrirlestra og stýra rann- sóknarvinnu ásamt Ólafi Gíslasyni listgagnrýnanda og kenn- ara: Liborio Termine prófessor í kvikmyndasögu og kvik- myndagagnrýni við háskólann í Torino, Victor Burgin prófess- or í sögu vitundar við Kaliforníuháskóla, en hann er auk þess virtur ljósmyndari og myndlistarmaður, og loks Sigurður Guð- mundsson sem vart þarf að kynna en ljósmyndaverk hans frá áttunda áratugnum eru víðfræg. Dagskrá skiptist í fyrirlestra, verklegar æfingar um tungumál ljósmyndarinnar, fræðilegar rannsóknir og vettvangsferðir. Umsóknarfrestur er til 1. mars og þátttökugjald er kr. 49.000. Þátttöku skal tilkynna Sigríði Sigurðardóttur sisig@ismennt.is eða Móeiði Gunnlaugsdóttur moa@valo.is Umsóknir í Sjúkrasjóð Kennarasambands Íslands Úthlutun úr Sjúkrasjóði Kennarasambands Íslands hófst 1. nóvember 2001. Þetta fyrsta starfsár sjóðsins bárust 159 umsóknir og voru 128 samþykktar til greiðslu. 20 umsóknum hefur sjóðsstjórnin hafnað þar eð þær sam- rýmdust ekki úthlutunarreglum en 11 umsóknir eru óafgreidd- ar vegna skorts á upplýsingum. Nokkuð hefur borið á ófullnægjandi umsóknum þar sem um- beðnar upplýsingar vantar og má nefna frumrit kvittana, tilvís- un/vottorð frá lækni og staðfestingu yfirmanns á meðalstarfs- hlutfalli síðustu 12 mánaða sem skrá verður á allar umsóknir. Síðasta launaseðils er aðeins krafist þegar sótt er um sjúkra- dagpeninga. Rétt útfyllt eyðublað með tilskildum gögnum flýtir fyrir af- greiðslu á umsókninni, því er mikilvægt að kynna sér umsókn- areyðublaðið vel áður en það er fyllt út. F.h. Sjúkrasjóðs Kennarasambands Íslands, Sigríður Steinbjörnsdóttir formaður Sænska rívíeran Magnús Guðmundsson vill skipta á íbúð og bíl í sumar. Hann býr í Kalmar í Svíþjóð, einum sólríkasta stað landsins. Íbúðin er nálægt brúnni út í eyjuna Öland, í rólegu hverfi. Magnús er bindindismaður, rólegur og reykir ekki og vill einungis íbúða- skipti við rólynt reglufólk. Hann telur að íbúðin henti ekki fjöl- skyldufólki. Hún er 60 fm, með sjónvarpi og öllum þægindum, bíllinn er nokkuð við aldur eins og eigandinn en verulega góð- ur. Magnús kysi helst að íbúðin væri í Reykjavík eða nágrenni. Sími: (00 46) 480 420004. Smáauglýs ingar og t i lkynningar 29

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.