Skólavarðan - 01.01.2002, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 01.01.2002, Blaðsíða 6
Árið 1998 hóf hún síðan 30 eininga nám við Danmarks Pædagog Höjskole í Árós- um, námið hét „Diplomuddannelse í pæda- gogisk arbejde“ og var nýtt í Danmörku. „Náminu var skipt upp í þrjá hluta, fyrst var almenn sálar-, uppeldis- og aðferða- fræði, síðan völdu nemendur sér sérsvið sem var 60% námsins. Ég ákvað að hætta við að velja stjórnun, sem ég hafði upphaf- lega ætlað mér í, og skellti mér í nám sem kalla mætti í lauslegri íslenskri þýðingu „þróun og breytingar í félagsgeiranum“, þar kynntist ég ráðgjafahlutverkinu og ýmsum verkefnum í þessum geira. Námið fólst m.a. í heimsóknum á meðferðarheim- ili fyrir unglinga. Síðasti hluti þess fólst í lokaritgerð þar sem ég skrifaði um skóla- dagheimili og þarfir barna sem þau nota.“ Þegar námi lauk árið 1999 hóf Gerður aftur störf við klúbbinn þar sem hún hafði byrjað þegar hún kom til Danmerkur en fannst í raun að starfi sínu þar væri lokið og vildi reyna eitthvað nýtt, jafnvel koma heim og nýta menntun sína þar. „Þróunin í skóladagheimilum er ekki nógu góð og í Danmörku voru þau á niðurleið. Þar var farið að tala um heilsdagsskóla þar sem flétta átti saman nám og leik. Ég var ekki hlynnt þessari þróun þar sem starfið átti allt að fara fram í skólanum og var allt skipulagt á forsendum hans en þarfir barn- anna fyrir frítíma ekki virtar. Það er mín skoðun að þegar skóla lýkur eigi börnin að eiga frí og geta leikið sér með félögum sín- um í þroskavænlegu umhverfi þar sem ekki er stýring og áhersla á nám heldur frjáls leikur. Þegar ég kom heim og fór að skoða skólann í hverfinu þar sem við búum, sem er glænýr og flottur, sá ég að þar var hvergi gert ráð fyrir rými fyrir frístundir barnanna eða skólagæslu eins og það er kallað í Reykjanesbæ. Skólagæslan fór fram á stiga- palli, ekki í eigin húsnæði og lítið gert til að virða sjálfsákvörðunarrétt barnsins. Þetta var í mínum augum lítið meira en geymsla.“ Geymslur fyrir börn „Það er allt í lagi að geyma börn, ef þannig er hægt að taka til orða, en það má ekki vera lengur en í mesta lagi korter á dag. Þú geymir ekki börn í þrjá og hálfan tíma. Þegar ég fór að kvarta yfir þessu var mér tjáð að svona ætti þetta að vera, gæsla með lágmarkstil- kostnaði. Foreldrar virðast ekki hafa orku til að berjast fyrir umbótum og finna því aðra lausn fyrir börnin sín þannig að í raun eru fá börn í skólagæslu miðað við þörfina. Og hvar eru þau þá? Eflaust mörg með lykla um hálsinn, lyklabörn eins og í gamla daga, það er í mínum huga afturför. Það sem vantar eru lög um þessa hluti eða stefnu- mótandi plögg frá mennta- málaráðuneyti um það hvern- ig standa eigi að skólagæslu eða hvaða tilboðum þessi börn eigi rétt á í sveitarfélagi sínu, ástandið er í raun skelfilegt,“ segir Gerður og vonar að þessir hlutir komi til með að breytast á næstunni og í sam- starfi allra sem að þeim koma. „Það er ekki nóg að skólinn sé góður á milli klukkan átta og tvö og svo taki léleg skólagæsla við á milli tvö og fimm. Líðan og þroski barns velta á heildinni. Það mikilvægasta er að gæslan hafi eigið húsnæði og skilyrði séu fyrir góð tengsl við starfsfólk og félagana. Foreldrar reyna að nota gæsluna eins lítið og mögulegt er, börn mæta mjög óreglu- lega sem heftir allt skipulag og gerir tengslamyndun erfiða. Með því eru allar forsendur fyrir góðum frístundum brostnar og gæslan eins og umferðarmiðstöð, óper- sónulegur staður þar sem fólk kemur og fer. Ég hef miklar áhyggjur af þessu.“ Öruggir einstaklingar Hugur Gerðar stendur til þess að þróa áfram það verk sem hún er byrjuð á í Hjallatúni, enda krefjandi og spennandi starf framundan. Eflaust eiga samt kraftar hennar og hugmyndir eftir að hafa áhrif á fleiri stöðum. Í þjóðfélagi sem einkennist sífellt meira af upplausn, ofbeldi og margs- konar firringu er mikilvægt fyrir börn að komast í snertingu við hugmyndir og starf eins og það sem unnið er í Hjallatúni, með því sköpum við öruggari einstaklinga með betri sjálfsvitund og hæfni til að takast á við síbreytilegan heim. Þegar við göngum saman í gengum skól- ann á leið minni til baka sé ég að litla stelp- an í bleika kjólnum, sem ég hitti í fataklef- anum áðan, er nú að leggja á borð í mat- salnum full af gleði, krafti og sjálfsöryggi. Hún leggur frá sér glasið og vinkar mér brosandi bless. Steinunn Þorsteinsdóttir Viðta l 7 Það er ekki nóg að skól- inn sé góður á milli klukkan átta og tvö og svo taki léleg skóla- gæsla við á milli tvö og fimm. Líðan og þroski barns velta á heildinni. Það mikilvægasta er að gæslan hafi eigið hús- næði og skilyrði séu fyr- ir góð tengsl við starfs- fólk og félagana.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.