Skólavarðan - 01.01.2002, Blaðsíða 7
Ýmsir lífeyrissjóðir og fjármálastofnanir
ganga út frá því í auglýsingum sínum að
vinnuveitendur hafi samið við öll stéttar-
félög um viðbótargreiðslur í séreignarsjóði
- en svo er alls ekki. Stöðugt fjölgar hins
vegar þeim stéttarfélögum sem gera samn-
inga við vinnuveitendur um viðbótarfram-
lag í séreignarsjóð umfram lögbundið
framlag sem er 10% viðbót við það framlag
sem launþegi leggur inn (þó að hámarki
0,4% af heildarlaunum hvers einstaklings).
Algengt er að stéttarfélög hafi samið um
sérstakt viðbótarframlag vinnuveitenda
sem nemur allt að 2% af heildarlaunum
þeirra starfsmanna sem gert hafa samning
um séreignarsparnað.
Innan Kennarasambands Íslands hefur
verið samið við ríkið um viðbótarframlag
vegna félagsmanna sem starfa hjá ríkinu.
Einnig hefur verið samið við launanefnd
sveitarfélaga um viðbótarframlag vegna
þeirra tónlistarskólakennara sem ekki eiga
aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins
eða lífeyrissjóðum sveitarfélaganna. Launa-
nefnd sveitarfélaga hefur hins vegar hafnað
því að gera samning um viðbótarframlag
við Kennarasambandið vegna félagsmanna
sem starfa í grunnskólum og leikskólum og
einnig vegna félagsmanna í tónlistarskólum
sem eru aðilar að ofangreindum lífeyris-
sjóðum. Þessi afstaða launanefndar sveitar-
félaga olli vissulega vonbrigðum og með
henni skipar hún sér á bekk með fulltrúum
þeirra vinnuveitenda sem hvað minnstan
skilning sýna á mikilvægi sparnaðar í þjóð-
félaginu. Miðað við umræðuna í þjóðfélag-
inu um mikilvægi sparnaðar er tímaskekkja
að launanefnd sveitarfélaga skuli ekki koma
til móts við þá eðlilegu kröfu að allir starfs-
menn sveitarfélaga sitji við sama borð og
starfsmenn ríkisins hvað þetta varðar. Það
hlýtur því að verða ein meginkrafa Kenn-
arasambandsins að sveitarfélögin semji við
sambandið um að allir félagsmenn þess sem
starfa í leik-, grunn- og tónlistarskólum
njóti sömu réttinda og aðrir hvað varðar
mótframlag vinnuveitenda í séreignarsjóð.
Staðan nú er því þessi: Kennarar og
stjórnendur í framhaldsskólum hafa samn-
ing um mótframlag vinnuveitenda í sér-
eignarsjóð. Kennarar og stjórnendur í tón-
listarskólum sem ekki eru í Lífeyrissjóði
starfsmanna ríkisins eða lífeyrissjóðum
sveitarfélaganna hafa samning um mót-
framlag vinnuveitenda í séreignarsjóð.
Kennarar og stjórnendur í leik- og grunn-
skólum hafa ekki samning um mótframlag
vinnuveitenda umfram hið lögbundna
framlag og ekki heldur þeir kennarar og
stjórnendur í tónlistarskólum sem eiga að-
ild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins eða
lífeyrissjóðum sveitarfélaganna.
Undirritaður skorar á kennara og skóla-
stjóra að halda þessu máli vakandi í aðdrag-
anda sveitarstjórnarkosninga í vor og spyrja
frambjóðendur, hver í sínu sveitarfélagi, út
í stefnu þeirra í lífeyrismálum ekki síður en
öðrum málum.
Eiríkur Jónsson, formaður KÍ
L ífeyr ismál
8
Á undanförnum árum hefur umræða
um svokallaðan séreignarsparnað í
lífeyriskerfinu aukist verulega. Sér-
eignarsparnaður er vissulega af hinu
góða og viðbót við þá samtryggingu
sem menn kaupa sér með aðild að
hefðbundnum lífeyrissjóði. Rétt er að
hafa í huga að réttindi í séreignar-
sjóðum ráðast af ávöxtun sjóðanna
en eru hvorki lögbundin né samn-
ingsbundin.
Félag um menntarannsóknir
Miðvikudaginn 20. febrúar kl. 16:15 verður haldinn stofnfundur félags um
menntarannsóknir, í hátíðarsal Sjómannaskóla Íslands.
Styrkjum úthlutað
Rannsóknarsjóður Leikskóla Reykjavíkur úthlutaði fjórum styrkjum upp á samtals
1,5 milljónir þann 19. des. sl. Sjá nánar á www.leikskolar.is
Einkageirinn dregst saman
Í fjölþjóðlegri og yfirgripsmikilli kortlagningu OECD á leikskólastarfi kemur fram
að æ víðar er litið á leikskólann sem nauðsynlegt skólastig en ekki einungis tilboð.
Samhliða breyttum áherslum minnkar einkageirinn á þessu sviði í mörgum lönd-
um og hið opinbera tekur við. Sjá nánar skýrsluna „Starting strong: Early child-
hood education and care“. Hana er til dæmis að finna á slóðinni
http://www.childcarecanada.org/policy/polstudies/int/OECDstrong.html
Hrókering í Noregi
Anders Folkestad, varaformaður í nýstofnuðum kennarasam-
tökum í Noregi sem urðu til við samruna Norsk lærerlag og
Lærerforbundet, hefur tekið að sér formennsku í enn nýrri
samtökum, Utdanningsgruppenes Hovedorganisasjon. Það
eru heildarsamtök kennara, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara,
iðjuþjálfa og lögreglumanna sem voru formlega stofnuð fyrir
síðastliðin áramót. Við starfi Folkestad tók Per Aahlin fyrrver-
andi formaður Lærerforbundet.
Ný sameiginleg námskrá fyrir alla leikskóla á Akureyri
Síðastliðinn föstudag afhentu leikskólastjórar á Akureyri skóladeild Akureyrarbæj-
ar nýja skólanámskrá fyrir alla leikskóla bæjarins. Sjá nánar á www.ki.is
Góð tónlistartíðindi
Laugardagskvöldið 19. janúar sl. var tónlistarhúsið Laugarborg formlega tekið í
notkun að viðstöddu miklu fjölmenni. Ráðist var í viðamiklar breytingar á þessu
fyrrum félagsheimili Hrafnagilshrepps fyrir um ári í þeim tilgangi að bæta að-
stöðu til tónlistarflutnings. Þessum breytingum er nú lokið og mat manna er að
tónlistarhúsið sé í hópi þeirra bestu á landinu. Sjá nánar á www.mbl.is, frétt frá
22. janúar.
Frétt i r
Stofnun UHO - Utdanningsgruppenes Hovedorganisasjon
Anders Folkestad er leiðtogi 200.000 manna regnhlífarsamtaka sem mynduð eru af Norsk Syke-
pleierforbund, Politiets Fellesforbund og nýju norsku kennarasamtökunum, Utdanningsforbundet.
Séreignarsparnaður