Skólavarðan - 01.01.2002, Blaðsíða 13

Skólavarðan - 01.01.2002, Blaðsíða 13
mestu einstaklinganna eru drengir en kynjahlutfallið er jafnt meðal þeirra sem standa sig illa. Á Íslandi reyndist hins vegar ekki vera marktækur munur á kynjum, hvorki í stærðfræði né náttúrufræði. Hafa ber í huga í þessu sambandi að PISA-verk- efnin í stærðfræði og náttúrufræði eru mjög háð lestrargetu.“ Júlíus segir allar kannanir, sem hingað til hafa verið gerðar á getu nemenda hér á landi í stærðfræði og náttúrufræði, sýna að strákar standi sig betur en stúlkur í þessum greinum, einkum í stærðfræði. Hjá meiri- hluta þjóðanna sem taka þátt í PISA- rann- sókninni standa strákar sig betur en stelpur í stærðfræði en hinn alþjóðlegi samanburð- ur sýnir að eftir því sem mismunur á frammistöðu stúlkna og pilta í lestri eykst, þeim mun minna verður forskot piltanna í stærðfræði. „Við erum alveg í toppi varðandi þennan mismun á frammistöðu stráka og stelpna í lestri, þ.e.a.s. stelpurnar eru miklu betri í lestri hér en strákarnir. Því meira sem for- skot þeirra verður í lestri þeim mun minna verður forskot strákanna í stærðfræði vegna þess að stærðfræðin í þessari rannsókn byggist í ríkum mæli á lestrarhæfni. Þetta staðfestir að lestrarhæfnin er grundvallar- hæfni sem við verðum að hafa, ekki aðeins til að geta lesið heldur einnig til að geta leyst stærðfræðiverkefni og svo framvegis.“ Hefur þú einhverja skýringu á því hvers vegna íslenskar stelpur eru betri í lestri en strákar? „Nei, en við vitum að frá kynþroskaár- unum eða nokkru fyrr og alveg fram undir tvítugt eru strákar að jafnaði heldur á eftir stelpum í þroska. Á þessu aldursskeiði eru strákar oft tveimur til þremur árum á eftir stelpum í líkamlegum þroska en ná þeim þegar þeir nálgast tvítugsaldurinn. Sama á við um vitsmunalegan þroska sem verið er að skoða í PISA-rannsókninni. Það er ekk- ert eðlilegra en að strákar á aldrinum tólf til sextán ára séu á eftir miðað við stelpur en ég efast um að bilið eigi að vera eins mikið og þessi rannsókn sýnir. En það er líka eitt og annað í umhverfi okkar og skólastarfi sem ef til vill eykur þennan mun á kynjunum. Það er afar erfitt að kenna strákum sem eru uppi um alla veggi og miklu léttara fyrir kennara að eiga við stelpurnar, þær eru miklu þægari. Því þarf að hafa þennan innbyggða mun í huga í kennslu. Sú gamla hugmynd að rétt sé að halda kynjunum aðskildum, að minnsta kosti á vissu aldursbili, er kannski ekki svo galin. Við eigum eftir að finna ástæðu þess að kynjamunur hjá krökkum á sama aldri í PISA-rannsókninni virðist vera mismikill eftir löndum. Ég held að það liggi að ein- hverju leyti í menningarlegum mismuni milli þjóða og því hvernig strákar og stelp- ur eru meðhöndluð. Hugsanlega liggur munurinn að einhverju leyti í því hve mjög íslenskt skólakerfi er litað af kvenfólki. 90% kennara sem kenna börnum alla þeirra skólatíð eru konur. Ég veit ekki hvort þetta er rétt tilgáta en þetta er hugs- anlega hluti af skýringunni. Á þessu ári verður gefin út á vegum OECD stór þemaskýrsla um kynjamun og í íslensku skýrslunni munu væntanlega einn eða fleiri kaflar fjalla um þann kynjamun sem við finnum í skólum hér á landi. Þetta er meira mál fyrir Íslendinga en ýmsa aðra vegna þess hve munurinn er mikill hér á landi. Stelpurnar hafa of mikið forskot finnst mér. Við þurfum að skilja í hverju það liggur til að geta unnið gegn því.“ Hvert er sambandið milli heimavinnu og frammistöðu nemenda? „Það samband er dálítið skrýtið. Ég er ekki alveg viss um það ennþá en ef einfalt samband milli heimavinnu og frammistöðu er skoðað virðist það vera afar lítið, ef eitt- hvað er kemur heimavinnan niður á frammistöðunni sem er auðvitað fáránlegt. En við verðum að muna þegar einfalt sam- band af þessu tagi er skoðað að skóladagur- inn er orðinn mjög langur hér á landi og nemendur sinna stórum hluta af heima- vinnu sinni í skólanum. Í stóru úrtaki eins og í PISA-rannsókninni, þar sem sumir eru með gamaldags heimavinnu og aðrir vinna jafnvel allt í skólanum, þá hverfa svona sambönd. Við þurfum að endurskilgreina heimavinnu áður en við getum sagt nokkuð til um sambandið milli hennar og frammi- stöðu nemenda.“ Þurfum að setja meiri peninga í námsefni Júlíus segir ýmislegt í niðurstöðunum koma á óvart við fyrstu sýn, til dæmis þennan mikla kynjamun og að strákarnir skuli ekki standa sig betur í stærðfræði. „Það kemur líka á óvart hversu fáir nem- endur eru í bestu hæfnisflokkunum. Ég held að það komi svolítið illa við íslensku þjóðarsálina að sjá að við séum ekki heims- meistarar í lestri. Við höfum alla tíð haldið að svo væri. Hins vegar kemur ekki á óvart að lestrar- venjur hafi breyst. Ég hef til dæmis sterkan Pisa - rannsóknin 14 Júlíus um lengd skóla- ársins: Það skiptir máli að námið sé stundað sem regluleg vinna mestan hluta ársins, það skilar sér í betri námsárangri. Því lengra skólaár þeim mun betri árangur, svo einfalt er það. Það er sérlega mikilvægt fyrir kennara að velta þessu fyrir sér því að þeir ráða miklu um fjölda skóladaga og lengd skólaársins í gegnum kjarasamninga sína.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.