Skólavarðan - 01.01.2002, Blaðsíða 29

Skólavarðan - 01.01.2002, Blaðsíða 29
Geiturnar þrjár horfðu löngunaraugum á grænt grasið handan við brúna. Þær voru sammála um að græna grasið væri þeirra eina von um bjarta framtíð. En þeim stóð ógn af tröllinu sem bjó undir brúnni. Löngunin var hræðslunni yfir- sterkari og því söfnuðu þær kjarki og lögðu í tröllið. Með áræðni og visku tókst þeim að sigra tröllið og búa sér betri framtíð. Grasið var örugglega til stað- ar en spyrja má hversu safaríkt það var í raun? Við manna- börnin þurfum líka innihalds- ríka næringu fyrir líkama og sál til að lifa af í kröfuhörðu nú- tímasamfélagi. Börnin verða að komast fram hjá tröllinu en til þess þurfa þau að leggja mis- mikið á sig því þau eru ólík að upplagi. Þau ganga menntaveg- inn og þurfa að fara yfir þó nokkrar brýr á leiðinni. Hjá sumum er tröll undir hverri brú, hjá öðrum liggur það í dvala og hjá enn öðrum börnum er það ekki til staðar. Hversu mikið þyrstir þau í fróðleik og hvaða ráðum beita þau til að komast klakklaust yfir brúnna? Hversu tilbúin eru þau til að standast kröfur samfélags- ins? Svörin við þessum spurn- ingum eru lykillinn að því hvernig þeim reiðir af á þessu ferðalagi. Hvað ef baráttan við tröllið dregst á langinn? Börnin nærast ekki á meðan og vonleysi grípur um sig. Hræðsla, kvíði og lélegt sjálfsmat drepur niður fróðleiksfýsn- ina. Börnin upplifa stöðugt óþægilega reynslu í baráttunni við kerfið sem setur mark sitt á líf þeirra um alla framtíð. Börnin eru ekki ein á þessu ferðalagi því foreldrarnir leggja gjarnan sitt af mörkum til að af- kvæmi þeirra fái notið sín. Gagnkvæm virðing þarf að ríkja milli fagfólks og foreldra svo sameiginleg heildarsýn glatist ekki. Miðast kröfur samfélags- ins við þarfir barna, foreldra eða þarfir markaðskerfis? Í hverju felst metnaður sam- félagsins, skólans, foreldranna og barnanna? Eru allir þessir að- ilar jafnmetnaðarfullir? Kröfur samfélagsins þurfa að vera í takt við þarfir fjölskyldunnar og metnaður samfélagsins þarf að ná til allra þegna þess. Hvaða afleiðingar hefur það í för með sér ef samfélagið skap- ar ekki öllum skilyrði til að dafna? Börnin verða áhugalaus og vanvirk. Kjarkinn brestur og stjórnleysi grípur um sig því það er sama hversu mikið þau leggja á sig, samfélagið hleypir þeim ekki í gegn. Geiturnar undu glaðar við sitt og kjömsuðu á safaríka grasinu en þegar líða tók á sumarið varð öllum ljóst að þær nýttu fæðuna misvel. Það sama á við um mannabörn, þau þrífast misvel á sama menntunarskammti. Menntunin verður að innihalda fjölbreyttar grastegundir til að vera nær- ingarík fyrir alla. Þekkingarleit barna er háð því að skilningur sé fyrir hendi á vaxtarskilyrðunum sem þau þurfa til að öðlast öryggi og sjáfsvirðingu. Þekking til að beita fjölbreyttum aðferðum er forsenda þess að allir fái að njóta sín í metnaðarfullum skóla. Samvinna allra sem koma að skipulagi ferðalagsins gerir gæfumuninn. Það eru í raun all- ir í sama liði. Kristín Björk Jóhannsdóttir Höfundur er þroskaþjálfi og kennari í Sandvíkurskóla á Selfossi. Smiðshöggið 30 Börnin ganga menntaveginn og þurfa að fara yfir þó nokkrar brýr á leiðinni. Hjá sumum er tröllið undir hverri brú, hjá öðrum liggur það í dvala og hjá enn öðr- um börnum er það ekki til staðar. Hversu mikið þyrstir þau í fróðleik og hvaða ráðum beita þau til að komast klakklaust yfir brúnna? Hversu tilbúin eru þau til að standast kröfur samfélags- ins? Svörin við þessum spurningum eru lykillinn að því hvernig þeim reiðir af á þessu ferðalagi. Er rúm fyrir öll börn í metnaðarfullum skóla?

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.