Skólavarðan - 01.01.2002, Blaðsíða 21

Skólavarðan - 01.01.2002, Blaðsíða 21
Hann hefur brennandi áhuga á raftónlist, kennir á þremur stöðum, er tölvuáhuga- maður sem heldur úti tveimur öflugum vefsíðum á veraldarvefnum og þetta er að- eins brot af öllu því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur og er að bauka þessa dag- ana. Sólarhringurinn er ekkert lengri hjá honum en okkur hinum en hann þekkir ekkert annað en að hafa mörg járn í eldin- um og kann því vel. Tónlistaráhugamenn eru eflaust búnir að átta sig á við hvern er átt, maðurinn er Jón Hrólfur Sigurjónsson. Við mæltum okkur mót með aðstoð tölvutækninnar enda kom ekki annað til úr því hann átti hlut að máli. Og í raun var það viðeigandi þar sem okkur langaði með- al annars að forvitnast um hvað hann er að gera á vefnum. Hljóðgervlar, sequencerar og samplerar Jón Hrólfur hóf tónlistarnám sitt við Tónskóla Sigursveins en áður en námi þar lauk hélt hann utan til Bandaríkjanna til Bloomington þar sem hann stundaði nám sumarlangt við Indiana University. Síðan færði hann sig yfir í University of Illinois, Urbana-Champaign, þar sem hann var við nám næstu árin. „Aðstaðan þarna úti var engu lík, þarna var gífurlega stórt bókasafn, stúdíó með öllum þeim græjum sem hugsast gat og allt til alls sem stórir háskólar bjóða upp á. Þetta var frábær tími og í raun var ég þarna eins lengi og ég gat,“ segir Jón Hrólfur. Verunni þar lauk með doktorsprófi í tónlistarkennslufræðum og leiðin lá heim á ný. Þegar heim var komið tóku við kennsla og önnur verkefni tengd tónlist. Í náminu kynntist Jón Hrólfur notkun tölvu í tónlist- arnámi, vefnum og öllum þeim möguleik- um og plássi sem hann býður upp á. Hann heillaðist af möguleikum þessarar tækni, ekki bara í samskiptum heldur líka í kennslu. „Ekki hefur þótt ástæða til að nota tölvur eða tölvutækni af neinu tagi í menntun tónlistarkennara á Íslandi. Verðandi tón- listarkennarar kynnast því ekki í námi sínu hvernig má nota í tónlistarkennslu hljóð- gervla, sequencera, samplera, CD ROM, kennsluforrit af ýmsu tagi, nettengingu tölva eða önnur tölvutengd tól og tæki sem stöðugt verða algengari og ódýrari. Eigin- leg tölvunotkun í tónlistarkennslu á Íslandi er því lítil sem engin,“ segir Jón Hrólfur. Í febrúar árið 1995 skrifaði hann grein- ina Vefurinn og tónlist á Íslandi. Þar reifaði hann skoðanir sínar á því hvernig hægt væri að nýta tæknina betur í tónlistar- kennslu í landinu. Hann segir meðal annars í niðurlagi greinarinnar: „...almenningi hafa verið færðir áður óþekktir tjáningarmöguleikar. Spáð var að þetta mundi aftur leiða til róttækra breyt- inga í tölvusamskiptum almennt, auka notkun tölva og tölvutækni í tónlistarnámi og kennslu og bent var á möguleika Íslands til að verða fyrsta landið sem kynna mætti ítarlega á veraldarvefnum í tónlistarlegu tilliti.“ Jón Hrólfur fékk hugmyndina að tónlist- arsíðu í jólafríinu 1994. Markmið hans var að safna saman á einum vef vísunum í alla vefi, sem tengdust á einhvern hátt íslenskri tónlist eða tónlistarmönnum, og að Ísland yrði þá um leið fyrsta landið sem kynnti tónlistarsíðu á netinu yfir allt sem væri að gerast í tónlist á Íslandi og meira til. „Þetta var einstakt tækifæri og í raun mjög einfalt að gera þetta hér. Við erum það fá og tæknivædd að þetta átti ekki að verða erfitt, tónlistarsagan er það stutt hér á landi og tónlistarmenn ekki margir,“ seg- ir Jón Hrólfur. 400 vefsíður og 3000 vefslóðir Nú eru tæp sjö ár síðan musik.is var opn- uð. Jón Hrólfur telur síðuna vera frekar einfalda, hún sé uppfærð um leið og hann fær vitneskju um eitthvað nýtt og óvirkar slóðir teknar út um leið og af þeim fréttist. Á þessum árum sem liðið hafa frá því að síðan fór út á netið hefur vefurinn vaxið hratt. Nú telur hann yfir 400 vefsíður, um 3000 vefslóðir og er nærri tæmandi hvað varðar íslenska tónlist á vefnum. Auk ís- lensku síðnanna er listi yfir valdar erlendar slóðir er geta talist gagnlegar fyrir áhuga- fólk um tónlist. Verkefnið virðist hafast heppnast því að eftirspurn eftir síðum af þessu tagi er mikil. „Í október á síðastliðnu ári voru sóttar 33.000 síður á slóðina musik.is, en það sem mér fannst merkilegt og kom mér að óvart er að um helmingurinn af fyrirspurnunum kemur frá tölvum utan Íslands. Sú upp- götvun varð til þess að ég útbjó síður á ensku. Nú í haust hafa rúmlega 20.000 síð- ur verið sóttar á mánuði,“ segir Jón Hrólf- ur og bætir við að það sé lágmarksnotkun því að síður sem sóttar eru af minni tölvum sem hafa áður sótt síður koma ekki fram í þessari tölu. Á musik.is er hægt að sjá allt það nýjasta sem er að gerast í tónlist og skoða tímarit tengd tónlist, tónfræðin fær sína tengingu svo og tónlistarmenn og hópar sem hafa vefsíður. Þarna má finna útgefendur, nótur og bækur, einnig er hægt að sjá á síðunni hvað sé á döfinni í tónlist. Íslensk tónlistar- saga, tónlistarskólar, félög og samtök, tól og tæki, söfn og hvað eina sem tengist tón- list eru á síðunni. „Þetta er í raun ekkert svakalega mikið en tekur tíma að raða því upp, flokka og uppfæra reglulega. Ég legg mikla vinnu í þetta og reyni að uppfæra síðuna í það minnsta þriðja hvern dag þannig að það sjáist hreyfing á henni.“ Á musik.is er líka haldið úti póstlista þar sem menn geta sent inn hvað eina sem tengist tónlist, hvort sem um er að ræða fréttatilkynningar eða gagnrýni, allt sem mönnum dettur í hug. „Nú eru um 160 áskrifendur að þessum lista, hann er orðinn einn af elstu póstlist- um og að ég held eini listinn af þessu tagi sem er í gangi. Hann mætti vera virkari en það sem þar fer fram fer mjög víða. Listar Viðta l 22 „Framfarir síðustu ára í tölvutækni hafa ekki náð að hreyfa við tónlistar- kennurum á Íslandi að neinu marki.“ Sá sem mælir þessi orð fór seint að læra til tónlistar. Hann lærði á fiðlu og gítar, fór utan til lands tækifær- anna til meira náms, stofnaði þar fjöl- skyldu og lauk doktorsprófi i tónlist- arkennslufræðum. Maðurinn að baki músík punktur is „Það er fáranlegt hve íslenskri tónlistarsögu eru gerð lítil skil í menntakerfinu. Krakkar þekkja meira til Mozarts en íslenskra tónskálda.“ Markmið með músík.is var að safna saman á einum vef vísunum í alla vefi, sem tengdust á einhvern hátt íslenskri tónlist eða tónlistar- mönnum. Ísland yrði þá um leið fyrsta landið sem kynnti tónlistarsíðu á netinu yfir allt sem væri að gerast í tónlist á Íslandi.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.