Skólavarðan - 01.01.2002, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.01.2002, Blaðsíða 16
hrings. Ef þetta bregst af einhverjum sök- um lætur kennari nemanda sinn vita og hvenær hann megi eiga von á verkefninu. Þessi fljótu skil eru afskaplega mikilvæg fyr- ir nemandann sem situr í einsemd sinni úti á vettvangi. Námstímabil fylgja sama ann- arfyrirkomulagi og annað nám við skólann og eftir 14 vikur eru nemendum send hvatningarbréf. Það skiptir máli að hvetja og hafa endinn sýnilegan, og í fjarkennsl- unni getum við líka sýnt aukna lipurð og hliðrað til ef því er að skipta af því við erum ekki að fást við hóp. Þessi rammi hefur gef- ist mjög vel. Brottfall er 15-20% sem er mjög lítið og fólk skilar sér vel í próf, eða um 75-80%. Enda er markmið að tapa sem fæstum! Eins og í öldungadeild eru reyndar margir sem ætla sér ekki í próf en hluti þeirra skiptir um skoðun, enda eru þeir hvattir til að taka próf í bréfinu sem áður var getið. Sífellt fleiri líta á fjarnám sem raunhæfan kost til þess að ljúka einhverju námi. Kerfið sem við notum er blessunar- lega ekki flókið,“ segir Haukur og brosir, „en ég sendi nú samt kennurum dreifbréf í annarbyrjun til að minna á aðferðafræðina.“ Fjarkennsla er byggðamál! Nemendur í fjarkennslu VMA eru á öll- um aldri og búsetudreifing líklega með því mesta sem þekkist í einum og sama skólan- um eða sunnan frá eyjuálfu og alla leið hingað norður. Einn nemenda býr í Kína og annar í Japan. En hvernig fólk er þetta, á það eitthvað sameiginlegt? „Þetta er oft fólk í fullri vinnu,“ segir Haukur. „Einnig er talsvert af fólki sem á ekki heimangengt, svo sem heimavinnandi húsmæðrum og fólki með fötlun eða langvinna sjúkdóma, einnig fólk sem býr fjarri framhaldsskóla og þyrfti að flytja til að geta stundað nám ef fjarkennslunnar nyti ekki við. Einnig má nefna sjómenn og loks fanga, en þeim fer fjölgandi í hópi nemenda“. „Oft er það langþráður draumur sem þarna er að rætast,“ bætir Aðalheiður við. „Ekki síst kvenna. Ég hef kennt mörgum konum í fjarnámi og þær eru bestu og þakklátustu nemendurnir. Fjarkennsla er byggðamál! Tilboð sem kemur í veg fyrir að fólk flytji burt.“ Haukur tekur undir og nefnir að þau fái líka nemendur sem eru í öðrum framhalds- skólum en vantar áfanga til að klára önn, eða vilja taka áfanga sem ekki eru í boði í heimaskólanum. „Það má því segja að við séum að auka framboð í framhaldsskóla- námi í heild sinni,“ segir Haukur. „Til að byrja með voru flestir nemendanna úr litl- um byggðum en núorðið eru talsvert margir úr Reykjavík. Þetta er því verulega blandaður hópur.“ Tækniumhverfið hefur áhrif Kennarar í fjarskólanum fá greitt sam- kvæmt reiknireglu sem Haukur bjó til, en greiðslan hvílir á stoðum öldungadeildar- taxta að viðbættri yfirvinnu. „Hér eru ekki bara framhaldsskólakennarar, heldur einnig grunnskólakennarar og kennarar sem eru heimavinnandi að öðru leyti, einnig sér- fræðingar á ýmsum sviðum. Við erum með sérstakan kennarapóstlista sem er sameig- inlegur vettvangur þessa fólks. Vinnuálag er misjafnt eftir því hvað er verið að kenna, kennslugreinar eru ólíkar og mismunandi hvað hægt er að staðla og þróa til hagræð- ingar fyrir kennara. Í sálfræði, sögu og félagsfræði er til dæmis ekki hægt að sjálf- virkja kennsluefnið með því að láta tölvu fara yfir úrlausnir eins og í gagnvirkum verkefnum. F jarkennsla í VMA 17 Rekstur í tvísýnu Það er barátta að reka fjarkennsl- una að sögn þeirra Aðalheiðarog Hauks. Í frétt á heimasíðu skólans 31. janúar sl. segir eftirfarandi: Í greinargerð um starfsemi fjar- kennsludeildar VMA haustönn 2001 kemur fram að fjöldi nemenda er enn fleiri nú en á síðustu önn. Inn- ritaðir nemendur voru 757, en 50 til 70 manns varð að vísa frá vegna plássleysis. Alls var kennt í um 180 áföngum. Haukur Ágústsson kennslustjóri fjarkennsludeildar segir í greinar- gerð sinni að deildin hefði getað vaxið örar, ef ekki hefði komið til fjárskortur: „Þessi fjölgun hefði getað orðið örari, hefðu ekki til komið ýmsir hamlandi þættir í kringumstæðum fjarkennslu Verkmenntaskólans á Akureyri. Þar er ekki síst um að ræða fjárhagslegar kringumstæður sem mestan hluta þess tíma sem fjarkennsla skólans hefur verið rek- in hafa verið stjórnendum hans þungar í skauti. Vegna þessara at- riða voru í fjölda anna settar fjölda- takmarkanir á heildarnemendahóp- inn og er svo enn, en þær leiða til þess, að verulegum fjölda fólks sem æskir þess að eiga þess kost að nýta sér þjónustu fjarkennslu Verk- menntaskólans á Akureyri verður að vísa frá á hverri önn. Fjöldi þeirra sem þannig ekki komast að hefur iðulega farið vel yfir eitt hundrað umsækjendur.“ Í könnun, sem einnig er birt í greinargerðinni kemur fram að 90% svarenda gætu hugsað sér að taka meira nám í fjarnámi við fjar- kennsludeild skólans og rúm 94% svarenda töldu sig geta mælt með námi við fjarkennsludeild Verk- menntaskólans á Akureyri. Það er ljóst að fjarkennsludeild VMA er komin til að vera. „Fjarkennsla er byggðamál! Tilboð sem kemur í veg fyrir að fólk flytji burt,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.