Skólavarðan - 01.01.2002, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.01.2002, Blaðsíða 24
Kjaramál 25 Í kjarasamning frá 24. janúar sl. kom inn nýtt ákvæði sem segir að í hverjum leikskóla/stofnun skuli gera símenntunaráætlanir sem staðfestar skulu af leikskóla- nefnd eða sveitarstjórn. Staðfest þátttaka í símenntunaráætlun hækkar röðun leikskólakennara um tvo lfl. eftir fimm ára starf, um aðra tvo eftir tíu ára starf og enn aðra tvo eftir fimmtán ára starf. Þetta á þó ekki við um þá sem er grunnraðað í lfl. 114 og þar fyrir ofan við upphaf samnings. Reglur sem áður giltu um launaflokkahækkanir vegna sí- menntunar eru úr gildi. Samt sem áður er mikilvægt fyrir leik- skólakennara að safna saman staðfestingum vegna nám- skeiða og annarrar símenntunar til að hafa í ferilskrá sinni. Eins og gefur að skilja, þegar um nýmæli er að ræða, hafa vaknað margar spurningar hjá leikskólastjórum um innihald og framkvæmd símenntunaráætlana en þær skulu gerðar undir forystu leikskólastjóra/forstöðumanns stofnunar. Á fundi samstarfsnefndar FL og launanefndar sveitarfélaga 18. okt. sl. lögðu fulltrúar FL fram minnisblað um málið með ýmsum spurningum. Aðilar voru sammála um eftirfarandi túlkanir: 1. Hækkanir skv. gr. 10.3.1 taka gildi í upphafi næsta mánað- ar eftir að viðkomandi náði því marki sem kveðið er á um í greininni. 2. Fyrsta hækkun mun eiga sér stað 1. september 2002 en eftir það verður miðað við það sem fram kemur í a-lið. Þeir leikskólakennarar sem eru í fæðingarorlofi ávinna sér fagaldur í skilningi greinar 10.3.1 á meðan á orlofinu stendur. Slíkur fagaldur getur þó að hámarki verið sá tími sem lög um fæðingarorlof kveða á um hverju sinni, þ.e. sex mánuðir mið- að við núgildandi lög. Þeir sem ekki geta tekið þátt í símenntunaráætlun af eðlileg- um orsökum, svo sem vegna veikinda eða fæðingarorlofs, skulu undanþegnir skyldu til að taka þátt í áætluninni. Þegar símenntun skv. áætlun fer fram utan vinnutíma er gert ráð fyrir að greidd sé yfirvinna. Þá var talið rétt að benda á að sveitarfélög verða að huga að því að tryggja leikskólum fjármagn til að standa undir þeirri símenntunaráætlun sem samþykkt hefur verið. Á fundi nefndarinnar var einnig rætt um hvernig brugðist skuli við ef sveitarfélög sinna ekki þeirri skyldu sem ákvæðið um símenntunaráætlanir felur í sér, en heyrst hafa nokkrar áhyggjuraddir um slíkt. Ekkert var bókað um það og sameig- inleg skoðun nefndarmanna að vonandi væru slíkar áhyggjur ástæðulausar en ef til kæmi myndi slíkt ekki bitna á leikskóla- kennurum þannig að þeir fengju ekki launaflokkahækkanir sem þeir ættu að fá ella. Einnig ber að taka fram að þeir sem hafa fimm, tíu eða fimmtán ára fagaldur 1. sept. 2002 (sjá b lið) fá þá tvo, fjóra eða sex launaflokka. Þar sem allir eru að stíga fyrstu skrefin í gerð símenntunar- áætlana má reikna með að þessi vetur verði reynslutími og ber að líta á hann sem slíkan. Skilgreina verður þarfir og að- stæður á hverjum stað en þær geta verið mjög misjafnar milli leikskóla og sveitarfélaga og einnig milli ára. Þar af leiðandi hljóta símenntunaráætlanir alltaf að verða með ólíku sniði. Í samtölum við leikskólastjóra og leikskólakennara hefur komið fram að almennt fagnar fólk þessu ákvæði og lítur á það sem framfaraskref í starfsemi leikskóla og hvetjandi fyrir leikskólakennara. Jákvætt hugarfar í þessu sem öðru skiptir máli og hefur áhrif. Björg Bjarnadóttir formaður FL Leikskóli Símenntunaráætlanir Nýr kjarasamningur vegna tón- listarskólakennara og skólastjóra tók gildi þann 1. janúar sl. Ýmsar fyrirspurnir berast skrifstofu og tek ég hér dæmi um röðun skóla- stjóra og millistjórnenda (aðstoð- arskólastjóra og/eða deildar- stjóra). Stærð skóla í þessu dæmi er 250 stig og verður kennsluskylda skólastjóra því 163 klukkustundir yfir árið og launaflokkur hans 408. Kennsluskylda á viku ef mið- að er við 36 vikna skóla er 4,53 klst. (163 : 36). Yfirvinna skóla- stjóra reiknast á stuðli 1,0385 miðað við launaflokk 401 (gr. 1.4.2). Við þennan skóla (36 vikna skóla) reiknast aukinn tími til stjórnunar þannig: 250 stig sinnum 1,5 (gr. 1.5.1). Stigafjöldi verður 375. Deilt er í 375 með 36 vikum og verður stjórnunartími á viku þá 10,42 klst. sem dragast frá vikulegri kennsluskyldu. Þessum tímum er hægt að raða á einn aðstoðarskólastjóra eða skipta milli hans og deildarstjóra. Einnig er hægt að ráða eingöngu deildarstjóra, einn eða fleiri, og skipta tímanum milli þeirra. 10,42 klst. deilast upp í kennsluskyldu á viku og þá finnst prósentuhlutfall starfsins sem skiptist milli eins eða fleiri starfsmanna. Yfirvinna aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra er greidd á stuðli 1,5 x 1,0385 = 1.5578. Sigríður Sveinsdóttir fulltrúi Félags tónlistarskólakennara Tónlistarskóli Dæmi um röðun stjórnenda

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.