Skólavarðan - 01.09.2002, Side 2

Skólavarðan - 01.09.2002, Side 2
Í umræðu um skólastarf og menntamál að undanförnu hefur kennaraskort borið talsvert á góma - ýmist í almennum skilningi eða að skortur sé á menntuðum kennurum í einstökum greinum eða skóla- stigum. Á Íslandi er sem kunnugt er skortur á kennurum með fullgilda fagmennntun og kennslurétt- indi bæði á grunn-, framhalds- og leikskólastigi. Í mörgum löndum Evrópu er viðvarandi skortur á kennurum með fagmenntun og réttindi í einstökum kennslugreinum, svo sem stærðfræði og sumum raungreinum. Flest Evrópulönd sjá fram á eða glíma nú þegar við vandamál tengd nýliðun í kennara- stétt og háum meðalaldri kennara í grunn- og framhaldsskólum og er Ísland þar ekki undanskilið. Þing Kennarasambands Íslands sem haldið var í mars sl. fjallaði um kennaraskort í bráð og lengd í tengslum við víðtæka umræðu um kennarastarfið, en í stefnuyfirlýsingu Kennarasambands Íslands ,,Kennsla aðlaðandi ævistarf“ er sú skoðun sett fram að þótt óumdeilt virðist að ,,menntun og færni séu lykillinn að farsælli framtíð“ skorti ,,hérlendis skilning og vilja til þess að tryggja að kennarastarfið sé á hverjum tíma eftirsótt og skólar aðlaðandi starfsvettvangur“. Þingið leggur einnig til að gerð verði langtímaáætlun um hvernig mæta megi kennaraskorti á öllum skólastigum þannig að tryggt verði nægilegt framboð á vel menntuðu fólki með tilskilin réttindi til að sinna kennslu og skólastjórnun hvarvetna á landinu. Ennfremur er lagt til að stjórnvöld geri í samráði við Kennarasamband Íslands og háskólana sérstaka áætlun um hvernig laða megi ungt fólk í kennara- nám og um bætt aðgengi verðandi og starfandi kennara að grunnnámi, framhaldsnámi og símenntun. Mikill samhljómur er í umræðu á vettvangi kennarasamtaka á Norðurlöndum og víðar í Evrópu um þessar mundir. Lykilspurning er hvernig laða megi hæfa einstaklinga í kennaranám, tryggja að kenn- arastarfið þróist í takt við samtímann og beinlínis hvaða aðgerða sé þörf til að manna skólana, halda í reynda kennara og tryggja að skólarnir séu aðlaðandi vinnustaðir jafnt fyrir nemendur sem kennara. Yfirskrift ráðstefnu, sem haldin var í Þýskalandi í sumar á vegum Evrópudeildar heimssamtaka kennara (Education International Europe), var einmitt kennaraskortur - framboð á kennurum og komu þar saman fulltrúar frá kennarasamtökum í flestöllum Evrópulöndum. Þar ræddi Paulo Santiago frá OECD m.a. um þetta málefni í tengslum við gæði kennslu og kennara (Teacher Quality) og velti upp áhugaverðum spurningum um áhrif þessara þátta á nám og námsárangur nemenda. Hann benti á að þrátt fyrir að allir væru sammála um að gæði kennslu og kennara hefðu áhrif á nám og námsárangur vandaðist málið þegar segja ætti fyrir um hver væri líklegur til að verða góður kennari eða m.ö.o. hvernig ætti að skilgreina ,,gæðakennara“ svo að slegið sé á léttari nótur! Paulo Santiago ræddi, auk hinna hefðbundnu mælistika er notaðar væru til að meta hæfni kennara, s.s. fagþekking kennarans, menntun í kennarafræðum og kennslureynsla, um þætti sem erfiðara væri að greina eða negla niður í fari kennarans. Þeir væru til dæmis hæfni til að setja fram hugmyndir á skýran hátt, hæfni til samvinnu, hæfni til að nota fjölbreyttar kennsluaðferðir, sköpunarmáttur og ein- lægur áhugi á að nemendur næðu árangri. Þetta hljómar allt kunnuglega en er þó svo óendanlega mik- ilvægt þegar rætt er um hvað þarf til svo að skólastarf beri ríkulegan ávöxt. Á ráðstefnunni var varað við skammsýni og skyndilausnum sem stjórnvöld gripu til þegar ekki fengjust nægilega margir hæfir kennarar til starfa. Dregin voru fram dapurleg dæmi frá ýmsum lönd- um um yfirklór af þessu tagi. Dregið væri úr menntunarkröfum kennara, þeir væru þvingaðir til að kenna greinar sem þeir væru ekki menntaðir í, námshópar væru stækkaðir eða þeim fjölgað hjá hverj- um kennara. Afleiðingin væri ávallt sú sama - verra skólastarf, meiri uppflosnun og brottfall nemenda, fleiri kennarar hyrfu til annarra starfa og enn erfiðara yrði að laða ungt fólk í kennaranám og kennslu. Þessi umræða á ríkan samhljóm hér á Íslandi og Kennarasamband Íslands hefur verk að vinna við að koma til framkvæmda því sem þing sambandsins ályktaði um að gera menntun og skólastarf að for- gangsmáli og kennarastarfið að aðlaðandi ævistarfi, jafnt fyrir þá sem þegar gegna því og hina sem á eftir koma. Elna Katrín Jónsdóttir Formannspist i l l Varað við skyndilausnum 3

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.