Skólavarðan - 01.09.2002, Side 3
4
Leiðar i
Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is
Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is
Hönnun: Penta ehf.
Ljósmyndun: Jón Svavarsson
Teikningar: Ingi
Auglýsingar: Öflun ehf. / Kristín Snæfells / kristin@oflun.is / sími: 533 4470
Prentun: Prentsmiðjan Grafík / Gutenberg ehf.
Forsíðumynd: : Jón Svavarsson / tekin í Fossvogsskóla.
Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) og 595 1119 (Helgi).
Dýrð hins óvænta -
ásýnd hlutanna
Sagt er að maður nokkur hafi einhverju sinni vikið sér að Picasso og
spurt:
- Af hverju málarðu ekki heiminn eins og hann er?
- Ég er ekki viss um að ég skilji hvað þú átt við, svaraði Picasso.
Maðurinn tók þá mynd upp úr pússi sínu og sýndi listamanninum.
- Sjáðu, sagði hann, - eins og þetta. Svona lítur konan mín út.
Picasso horfði nokkra stund á ljósmyndina af eiginkonu mannsins
og sagði svo:
- En hún er mjög lítil, er það ekki? Og
frekar flöt?
Svona getur heimurinn litið út á ýmsan
hátt eftir því hvernig - og hver - skoðar.
Listamenn gefa okkur iðulega ný sjónar-
horn til að skoða hlutina út frá. Í menntun
á öllum skólastigum er þetta eitt það mik-
ilvægasta: Að hrista upp í viðtekinni sýn á
námsefnið og vekja þannig áhuga nem-
andans og athygli. Forsenda þess að hann
læri nokkurn skapaðan hlut. Nemendur í
leikskóla og fyrstu bekkjum grunnskóla þurfa ekki mikla hvatningu,
það nægir að kennarinn mæti með skrítinn hatt eða segi eina setningu
lágri, dularfullri röddu og athyglinni er náð. Á eldri skólastigum þarf
örlítið að þróa innkomu hins óvænta en varla að ráði. Öll áttum við
uppáhaldskennara í framhaldsskóla sem voru ekkert svo frábrugðnir
hinum nema þeir höfðu þetta eitthvað; eldmóðinn, áhugann, frásagn-
argleðina. Eitthvað óvænt, ásamt því að nemandinn finnur að kennar-
inn hefur áhuga á honum og gefur til kynna: Mér þykir vænt um þig og
saman eigum við eftir að læra allt mögulegt skemmtilegt.
Undanfarna tvo áratugi eða svo hefur þverfagleg vinna orðið æ fyrir-
ferðarmeiri í háskólastarfi og ágóði þess að skyggnast handan við
hornið er núorðið almennt viðurkenndur, þótt enn gæti líka gamla við-
horfsins að halda fast um sitt. Skilningur okkar á orðinu þverfaglegt
felur oftast í sér samvinnu en það er líka þverfaglegt að skoða hvernig
aðrir gera hlutina og apa það upp sem hentar. Hér að ofan minntist ég
á framlag listamanna við að nálgast heiminn en kennarar eru ef til vill
kunnugri aðferðum heimspekinga. Heimspekingar hafa, því miður
stundum réttilega, verið ásakaðir um að sitja sem fastast í fíla-
beinsturni sínum og tala einungis hver við annan. Þetta er þó að breyt-
ast með aukinni - og leiðandi - þátttöku þeirra í umræðu um ýmis sið-
ferðileg álitaefni. Og heimspekingar hafa reyndar látið mjög til sín taka
í samfélagsumræðu gegnum aldirnar, frægasta dæmið er auðvitað
Sókrates sem frammi fyrir dauðanum lýsti sjálfum sér sem broddflugu
að angra latt hross (Aþenu). Er til betri hetjusaga að segja börnum en
sagan af manninum sem var óþreytandi við að fá samferðamenn sína
til að efast um gildi viðtekinna venja og lét lífið fyrir vikið? Og Epíkúr-
us, heimspekingurinn sem kalla mætti fyrsta hippann, keypti sér hús
með vinum sínum fyrir utan ys og þys borgarinnar og ræktaði garðinn
sinn. Epíkúrus var lífsnautnamaður og að ósekju bendlaður við ofát,
ofdrykkju, kynlífsöfga og hvaðeina með forskeytinu of- fyrir framan. En
lífsnautnir að mati Epíkúrusar fólust ekki í neinu af þessu. Þær voru að-
allega þrennt: Góðir vinir, frelsi og greinandi hugsun. Einungis með
aðgangi að þessu þrennu getur manninum liðið vel og notið sannra
lífsnautna. Í baráttunni gegn hlutadýrkun, neyslu vímuefna og firringu
er Epíkúrus því betri og óvæntari félagsskapur en margir halda. Í stór-
skemmtilegri bók sem ber titilinn The Consolations of Philosophy segir
Alain de Botton frá því hvaða huggun megi sækja til þeirra Sókratesar
og Epíkúrusar og fjögurra annarra að auki; Seneca, Montaigne,
Schopenhauer og Nietzsche. Bók sem óhætt er að mæla með.
Kristín Elfa Guðnadóttir
Efni
Greinar
Frá Plató til Nató 7
Sl. vor var haldið söguþing í Reykjavík og meðal góðra gesta
var sögukennarinn Sue Bennett frá Bretlandi, fráfarandi
formaður Evrópusamtaka sögukennara. Margrét Gestsdóttir
notaði tækifærið og tók við hana stórskemmtilegt viðtal.
Flötur með spennandi námstefnu 10
á umbrotatímum í símenntun kennara. Birna Hugrún Bjarnar-
dóttir formaður Flatar segir frá haustnámstefnu félagsins,
sem er þróuð í samræmi við óskir félagsmanna.
Strax orðinn öflugur 12
Í stjórn Sjúkrasjóðs KÍ situr fólk með metnað, eins og fram
kemur í viðtali Skólavörðunnar við Maríu Norðdahl, konuna
sem tekur á móti styrkumsóknunum.
Þetta er auðvelt. Þetta er gagnvirkt. Þetta er SMART. 14
Ólafur Sigurðsson hjá fyrirtækinu Varmás er umboðsaðili fyr-
ir gagnvirku töfluna sem íslenskir kennarar falla unnvörpum
fyrir, eftir að hafa kynnst henni í skólaheimsóknum og á
tölvusýningum erlendis.
Leikskólinn vill grænfánann 18
segir Anna Borg Harðardóttir leikskólastjóri Norðurbergs í
Hafnarfirði, sem er í farabroddi hvað varðar umhverfismennt.
Fossvogsskóli er hins vegar þegar búinn að hljóta þennan
eftirsótta fána (bls. 20) og mynd þaðan prýðir einmitt forsíðu
Skólavörðunnar að þessu sinni.
Skóli er ekki bara hús 22
heldur samfélag nemenda og starfsfólks, segir skólameistari
Menntaskólans á Egilsstöðum, Helgi Ómar Bragason í viðtali
við Steinunni Þorsteinsdóttur.
Starfsmannabreytingar í Kennarahúsi 24
Talsverðar breytingar hafa orðið á starfsmannahópnum í
Kennarahúsinu á þessu ári og þarft fyrir félagsmenn að átta
sig á hverjum þeir hafa aðgang að í hverju máli fyrir sig.
Nýtt orlofshúsahverfi rís í Heiðarbyggð 26
Nýverið voru sex glæsileg orlofshús tekin í notkun í Heiðar-
byggð í Hrunamannahreppi.
Fastir liðir
Formannspistill 3
Elna Katrín Jónsdóttir skrifar.
Gestaskrif 5
Hlín Agnarsdóttir býður upp á leikrænan uppáhelling.
Skóladagar 16
Myndasaga Skólavörðunnar.
Smiðshöggið 30
Guðrún Snorradóttir skrifar.
Auk þess Evrópska málamappan, vefefni
Námsgagnastofnunar, landsmót barnakóra,
kjaramál, námsstyrkir og margt fleira.