Skólavarðan - 01.09.2002, Page 9

Skólavarðan - 01.09.2002, Page 9
Í leikskólum og tónlistarskólum eru enn sem komið er ekki jafnmiklar hræringar, enda umhverfið nokkuð ólíkt með tilliti til símenntunar, en kennarar á þessum skóla- stigum gera ekki síður kröfur um aðgang að góðri símenntun og umræðan fer sífellt vaxandi. Margir telja að þótt símenntun með breyttu sniði fylgi vissulega ýmsir kostir geti mikilsverðir þættir einnig farið forgörðum. Sú hætta skapist að skólar kaupi misgóð námskeið fyrir starfsmenn sína af þeim einkaaðilum sem duglegastir eru að kynna starfsemi sína og með því að færa símenntun inn í skólana hittist kenn- arar víða að af landinu ekki lengur og beri saman bækur sínar. Mikilvægt sé að áfram verði tryggður vettvangur fyrir slíka fundi. Samtök stærðfræðikennara, Flötur, ríða nú á vaðið með símenntunartilboð sem sameinar kosti beggja forma. Dagana 11. og 12. október nk. standa samtökin fyrir námstefnu í Reykholti í Borgarfirði með fjórum námskeiðum sem ætluð eru kennur- um á grunn- og framhaldsskólastigi. Í framhaldi af námstefnunni halda námskeið- in áfram inni í skólunum og lýkur með sameiginlegum fundi þátttakenda hvers námskeiðs í mars 2003. Við náðum tali af Birnu Hugrúnu Bjarnardóttur formanni Flatar til að forvitnast um námstefnuna. Allir hittast en halda svo áfram hver á sínum stað „Við höfum hingað til haldið eitt til þrjú námskeið fyrir stærðfræðikennara á hverju sumri en þar sem starfstími skóla hefur lengst og kennarar eru hættir að fá punkta fyrir sumarnámskeið er ekki lengur grund- völlur fyrir slíku,“ segir Birna Hugrún. „Við í stjórn Flatar veltum því fyrir okkur þessari spurningu: Hvernig getum við sem best stutt við kennara og séð þeim fyrir sí- menntun? Við ákváðum að spyrja þá sjálfa og lögðum óformlega könnun fyrir stærð- fræðikennara í grunnskólum þar sem spurt var hvernig símenntunartilboðum þeir hefðu helst áhuga á, hvað form þeir kysu og á hvaða árstíma. Einnig leituðum við til kennarahópa í framhaldsskólum og fengum eitt heildarsvar frá hverjum hópi þar. Það kom í ljós að kennarar vilja stunda sí- menntun sína á starfstíma skóla og geta haldið henni áfram í starfinu með verkefn- um, umræðu og styrkingu. Grunnskóla- kennarar sýndu mestan áhuga á símenntun tengdri kennsluháttum og hugmyndafræði í framhaldi af nýrri námskrá og nýju náms- efni, en framhaldsskólakennarar voru áhugasamari um þrengra svið eða námskeið í einstökum þáttum innan stærðfræðinnar. Í framhaldi af þessu ákváðum við að standa fyrir námstefnu með fjórum nám- skeiðum, málstofum, fyrirlestri og pall- borðsumræðum. Námstefnan er fjármögn- uð með námstefnugjöldum og styrkjum frá Endurmenntunarsjóði grunnskóla og end- urmenntun Háskóla Íslands. Við erum búin að senda út bréf til kynningar á nám- stefnunni og auk þess getur fólk kynnt sér efni hennar á heimasíðu okkar, www. ismennt.is/vefir/flotur“ Fjölbreytt námstefna Tvö námskeiðanna eru hugsuð fyrir kennara í 1. til 10. bekk grunnskóla. Annað fjallar um fjölbreytta kennsluhætti en hitt um hugmyndafræði í tengslum við nýtt námsefni og nýja námskrá. Hin námskeiðin tvö taka mið af kennslu á unglingastigi grunnskóla og framhaldsskólastigi. Annað er um tölfræði en hitt um rúmfræði. Sá hluti námskeiðanna sem kenndur er á námstefn- unni er tíu kennslustundir, síðan er vinna á vettvangi, samskipti á neti og lokafundur í mars. Námstefnan sjálf samanstendur af námskeiðum, málstofum, fyrirlestri og pall- borði og að auki er sameiginlegur kvöld- verður og kvöldvaka á föstudagskvöldinu. Hver þátttakandi getur sótt eitt námskeið og tvær málstofur og þátttakendur geta valið tvær af átta málstofum alveg óháð nám- skeiðum. Sumar málstofurnar eru ótengdar öllum námskeiðunum en aðrar tengjast þeim að einhverju leyti. Fyrirlesturinn heldur Anna Kristjánsdóttir en hún tekur einnig þátt í pallborði sem haldið er seinni daginn auk fulltrúa frá Námsmatsstofnun, framhaldsskólanum, tveggja kennara sem koma að samningu námsefnis og eins sem hefur komið að samningu samræmdra prófa. „Samræmd próf eru náttúrlega mikið rædd um þessar mundir,“ segir Birna Hug- rún, „og þarna gefst kennurum í grunn- og framhaldsskólum tækifæri til að bera saman bækur sínar.“ Eins og áður er sagt halda námskeiðin áfram inni í skólunum fram eftir vetri. Þátttakendur fá ýmist lesefni eða verkefni til að vinna með nemendum eftir því hvaða námskeið þeir sátu og verða í netsambandi við kennara á námskeiðunum. Skráning á námstefnuna fer fram á heimasíðu Flatar, www.ismennt.is/ vefir/flotur keg Stærðfræði 10 Um þessar mundir ríkja miklir um- brotatímar í símenntun kennara eins og allir vita og sumarnámskeiðin heyra að segja má sögunni til. Á grunnskólastigi horfir í að símenntun muni að miklu leyti fara fram innan skólanna sjálfra og á starfstíma þeirra. Þessarar þróunar gætir einnig á framhaldsskólastigi. Flötur með spennandi námstefnu á umbrotatímum í símenntun kennara „Við í stjórn Flatar veltum því fyrir okkur þessari spurningu: Hvernig getum við sem best stutt við kennara og séð þeim fyrir símenntun?“ segir Birna Hugrún Bjarnardóttir.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.