Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 15

Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 15
Margar fjölskyldur, bæjar- og sveitar- félög hafa lagt áherslu á umhverfisstarf með þátttöku í svonefndri Staðardagskrá 21 sem gengur út á sjálfbæra þróun og að ganga ekki um of á auðlindir jarðar. Einn af þeim bæjum sem hafa tekið þátt í þessu starfi er Hafnarfjörður. Í umhverfisstefnu bæjarins segir meðal annars: „Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á að sveitarfélagið sé til fyrirmyndar í umhverf- isstarfi. Umhverfisstarf þarf að vera eðlileg- ur hluti af starfi allra starfsmanna hjá sveit- arfélaginu og í pólitískum ákvörðunum. Þetta gildir einnig um starfsemi skóla og annarra stofnana á vegum sveitarfélagsins.“ Í bænum er starfandi leikskóli sem hefur verið í fararbroddi hvað varðar umhverfis- mennt. Árið 1997 fékk hann styrk frá menntamálaráðuneyti til að hrinda af stað slíku þróunarverkefni og hefur síðan hlotið viðurkenningu frá Hafnarfjarðarbæ og nú í vor frá umhverfisráðuneytinu. Þetta er leikskólinn í hrauninu, Norðurberg, sem býður bæði börnum og starfsfólki upp á umhverfisvæna lífshætti. Innan veggja leik- skólans ríkir markviss umhverfisstefna og allt starf sem fram fer í skólanum er mótað af henni. Eftir að þróunarverkefninu lauk árið 1998 og starfsfólk skólans var orðið vant því að hugsa „grænt“ var farið að huga að því að víkka út verkefnið. Með það á bak við eyrað fóru leikskólastjórinn Anna Borg Harðardóttir, Bryndís Garðarsdóttir leik- skólaráðgjafi á skólaskrifstofu Hafnarfjarð- arbæjar og Ragnheiður Ragnarsdóttir leik- skólakennari á Norðurbergi í vettvangsferð til Danmerkur og Svíþjóðar þar sem þær kynntu sér umhverfismennt og vistvænan lífsstíl í leikskólum. Allur matur lífrænt ræktaður Anna Borg leikskólastjóri segir að þrátt fyrir stranga dagskrá og mikla yfirferð hafi ferðin verið vel heppnuð í alla staði og kveikt hjá þeim frekari áhuga á vinnu með umhverfismennt. Þær skoðuðu marga skóla en það sem stóð upp úr var heimsókn til Albertslund og Silkeborg í Danmörku. „Það sem vakti mesta athygli okkar var sú gagnkvæma virðing sem ríkti á milli full- orðinna og barna og að litið var á leikinn sem helstu náms- og þroskaleið barnsins. Í Albertslund hefur umhverfið forgang og allt er haft eins náttúrulegt og hægt er. Sveitarfélagið er líka mjög meðvitað um umhverfismál og árið 1997 var öllum leik- skólum í Albertslund gert að vera eingöngu með lífrænt ræktaðan mat í boði fyrir börnin. Það var eitt af því sem stóð upp úr í ferðinni og við heilluðumst af. Allur matur, hvort sem það var olía, pasta, grænmeti eða brauðálegg, var lífrænn. Börnin tóku þátt í hringrásinni. Þau sóttu grænmeti til bónd- ans, tóku þátt í að flysja, til dæmis gulræt- urnar, settu það sem var afgangs í lífræna sorpið sem svo skilaði sér aftur út á akrana. Þetta var stórkostlegt og ég varð staðráðin í að koma þessari stefnu í gegn hér. Núna erum við með lífrænt ræktað grænmeti að hluta sem við fáum frá Akri í Biskupstung- um, en það er árstíðabundið, við kaupum það frá maí til október ár hvert. Við kaup- um inn lífrænt ræktað haframjöl, hveiti, pasta o.fl. hjá versluninni Yggdrasil og reynum að hafa eina til tvær máltíðir í viku með lífrænt ræktuðum mat sem við kynn- um foreldrum á matseðlinum. Auðvitað er þetta dýrt en í rauninni þarf bara að reka eldhúsið „á hagkvæman hátt“. Í eldhúsinu hjá mér starfar fólk sem er mjög nýtið og hagsýnt og kann að fara vel með hráefnið. Við borðum ekki mikið kjöt hér, notum sojakjöt þegar það er hægt og vegum þannig upp á móti því sem er dýrara.“ Umhverfismennt í le ikskólum 18 Umhverfismál eru nú af mörgum talin vera mál málanna. Fólk er orðið með- vitaðra um umhverfið og þau spjöll sem við getum valdið í daglegu lífi okkar. Með markvissri umhverfis- stefnu inni á heimilum, í vinnu og í skólum getum við sýnt gott fordæmi og alið börnin okkar upp í þeirri trú að þau geti haft jákvæð áhrif á umhverfi sitt. Þannig munu komandi kynslóðir læra að umgangast náttúruna af virð- ingu. „Leikskólinn vill grænfánann“ segir Anna Borg Harðardóttir leikskólastjóri á Norðurbergi í Hafnarfirði Það var eitt af því sem stóð upp úr í ferðinni og við heill- uðumst af. Allur matur, hvort sem það var olía, pasta, grænmeti eða brauðálegg, var lífrænn. Börnin tóku þátt í hringrásinni. Þau sóttu græn- meti til bóndans, tóku þátt í að flysja, til dæmis gulræturnar, settu það sem var afgangs í lífræna sorpið sem svo skilaði sér aftur út á akrana. Þetta var stórkostlegt og ég varð staðráðin í að koma þessari stefnu í gegn hér. Leikskólinn í hrauninu, Norðurberg, býður bæði börnum og starfsfólki upp á umhverfisvæna lífs- hætti. Innan veggja leikskólans ríkir markviss umhverfisstefna og allt starf sem fram fer í skólanum er mótað af henni.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.