Skólavarðan - 01.09.2002, Page 18
Mótið var sett í kirkjunni klukkan 17.00
á föstudeginum. Þar var börnunum skipt
niður í raddir, þau fengu hvert sitt æfinga-
hefti og byrjað var að kenna og æfa nokkur
af þeim lögum sem öll börnin áttu að
syngja saman. Þess ber að geta að Þórunn
Björnsdóttir, tónmenntakennari og kór-
stjóri í Kópavogi, á allan heiðurinn af því
að setja saman sönglagaheftin og voru þau
sérstaklega aðgengileg og vönduð í alla
staði.
Að lokinni setningu og söng var sest til
borðs í félagsheimilinu (hótelinu) og kokk-
urinn hafði vart undan að sjóða spagetti og
steikja hakk ofan í svanga ferðalanga. Þegar
allir voru orðnir saddir og sælir hófst
fjörug kvöldvaka þar sem hver kór kom
með tilbúið atriði að heiman og svo var
dansað við dynjandi tónlist.
Laugardagur
Við vöknuðum eldsnemma í sannkallaðri
rjómablíðu og eftir staðgóðan morgunverð
var krökkunum skipt niður í þrjá hópa eftir
aldri, getu og kyni. Hópur A, 150 stelpur á
aldrinum 9-11 ára, æfði sín lög í sal Tón-
listarskólans. Hópur B, 200 stúlkur á aldr-
inum 12-14 ára, æfði í kirkjunni og 60
strákar á aldrinum 10-15 ára æfðu í nýja
barnaskólanum undir styrkri stjórn Hreið-
ars Inga, en hann kom sérstaklega til að
æfa þá. Kórstjórar röðuðu sér niður á
hópana og nú var hafist handa við að kenna
og æfa hvert lagið á fætur öðru í tveimur
eða þremur röddum. Í hvert sinn sem and-
litin á börnunum voru farin að grána voru
gerð stutt hlé til að úthluta aukaorku úr
nammipokum og voru nokkrir orðnir mjög
sjóaðir eftir helgina í að „sýnast“ þreyttir.
Eftir pizzuveislu í hádeginu var sameigin-
leg æfing í íþróttahúsinu þar sem lokatón-
leikarnir áttu að fara fram og að henni lok-
inni fóru allir krakkarnir í sund og bátsferð
með Baldri. Við vorum svo heppin að
Breiðafjörðurinn skartaði sínu fegursta
þennan dag og skipstjórinn sagði jafnóðum
frá því sem fyrir augun bar.
Að loknum kvöldverði var haldið í kirkj-
una á tónleika þar sem hver kór steig á
stokk og söng eitt til tvö lög. Efnisskráin
var að vonum mjög skemmtileg og fjöl-
breytt en vinsælasta lagið þetta árið var
„This a little light of mine“ (ísl. Ég á lítið
fallegt ljós) en a.m.k. þrír kórar sungu það
við mikinn fögnuð áheyrenda.
Sunnudagur
Stuttar æfingar voru í öllum hópum fyrir
hádegi. Eftir að krakkarnir höfðu pakkað
saman öllu sínu dóti á gististöðunum,
kjammsað á grilluðum kjúklingum, þvegið
sér og farið í kórbúninga var komið að
stóru stundinni. Nú skyldi afrakstur helg-
arinnar fluttur í íþróttahúsinu fyrir heima-
menn og þá foreldra sem fengu sér sunnu-
dagsbíltúr til þess að hlýða á.
Það voru þreytt en afskaplega ánægð
börn sem keyrðu af stað frá Stykkishólmi
um kaffileytið á sunnudeginum með koll-
ana fulla af fallegum lögum sem sungin
voru alla leiðina heim. Helgin var í alla
staði vel heppnuð; frábærir krakkar, falleg
tónlist, öll aðstaða og aðbúnaður til fyrir-
myndar og guðdómlegt veður. Betra er
ekki hægt að óska sér. Í lokin langar mig að
þakka öllum í Stykkishólmi sem lögðu sig
fram um að gera þetta mót svo glæsilegt og
þá sérstaklega Ingibjörgu Þorsteinsdóttur
skólastjóra Tónlistarskólans, Sigrúnu Jóns-
dóttur kórstjóra og Gunnari Svanlaugssyni
skólastjóra grunnskólans.
Sigríður Ása Sigurðardóttir,
tónmenntakennari í Háteigsskóla og for-
maður Tónmenntakennarafélags Íslands.
Kóramót
Landsmót íslenskra barnakóra var
haldið helgina 15.-17. mars sl. í þrett-
ánda sinn. Að þessu sinni var mótið í
Stykkishólmi og tóku rúmlega 400
börn úr 18 kórum þátt.
Ég á lítið fallegt ljós
21
Efnisskrá
Hópur A
Dagný. Lag: Sigfús Halldórsson. Ljóð: Tómas Guðmundsson
Lítill fugl. Lag: Sigfús Halldórsson. Ljóð: Örn Arnarson
Litla flugan. Lag: Sigfús Halldórsson. Ljóð: Sigurður Elíasson
Þau eiga draum. Lag: Sigfús Halldórsson. Ljóð: Guðjón Halldórsson
Marteinn H. Friðriksson raddsetti öll lögin.
Hópur B
Malaika Swahili, þjóðlag frá Kenya
Söngur um frelsi. Lag: Mikis Theodorakis, ísl. þýð. Grétar Halldórsson
Söngur Önnu. Lag: J. Denver, ókunnur textahöfundur
Tutira mai, maorískt þjóðlag
Vorvísa. Lag: Jón Ásgeirsson. Ljóð: Halldór Laxness
Hópur C
Amigos para sempre. Lag: Webber, ísl. texti: Einar Steinþórsson
Á Sprengisandi. Lag: Sigvaldi Kaldalóns. Ljóð: Grímur Thomsen
Brennið þið vitar. Lag: Páll Ísólfsson. Ljóð: Davíð Stefánsson
Hraustir menn. Lag: Sigmund Romberg. Ljóð: Jakob Smári
Kum ba yah! Negrasálmur
Kveðið eftir vin minn. Lag: Hörður Torfason. Ljóð: Halldór Laxness
Í lokin sungu öll börnin saman fjögur lög, öll við ljóð Halldórs Laxness í
tilefni af aldarafmæli nóbelskáldsins 23. apríl. Það voru lögin:
Bráðum kemur betri tíð, lag: Ingi T. Lárusson, raddsetn.: Marteinn H.
Friðriksson
Barnagæla, lag: Jón Ásgeirsson, raddsetn.: Marteinn H. Friðriksson
Klementínudans, lag: Atli Heimir Sveinsson
Maístjarnan, lag: Jón Ásgeirsson
Barnakór Dómkirkjunnar, kórstjóri Kristín Valsdóttir,
Kór Engjadalsskóla og Víðistaðakirkju, kórstjóri Áslaug Bergsteinsdóttir,
Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju, kórstjóri Linda Margrét Sigfúsdóttir,
Barnakór Háteigskirkju, kórstjóri Birna Björnsdóttir,
Kór Heiðarskóla, kórstjóri Ragna Kristmundsdóttir,
Kór Hjallaskóla, kórstjóri Guðrún Magnúsdóttir,
Barnakór Hofstaðaskóla, kórstjóri Hildur Jóhannesdóttir,
Skólakór Hólmavíkur, kórstjóri Steingrímur Þórhallsson,
Kór Hvassaleitisskóla, kórstjóri Kolbrún Ásgrímsdóttir,
Barnakór Kársnesskóla, kórstjóri Þórunn Björnsdóttir,
Barna- og unglingakór Selfosskirkju, kórstjóri Glúmur Gylfason,
Barnakór Setbergsskóla, kórstjóri Elísabet Þ. Harðardóttir,
Kór Snælandsskóla, kórstjóri Heiðrún Hákonardóttir,
Barnakórinn í Stykkishólmi, kórstjóri Sigrún Jónsdóttir,
Kór Tónlistarskólans í Grindavík, kórstjóri Rósalind Gísladóttir,
Kór Tónlistarskóla Sigursveins, kórstjóri Elfa Lilja Gísladóttir,
Barna- og unglingakór Varmárskóla, kórstjóri Guðmundur Ómar Óskarsson.