Skólavarðan - 01.09.2002, Qupperneq 19

Skólavarðan - 01.09.2002, Qupperneq 19
Þessa hugleiðingu skrifar Helgi Gíslason þáverandi formaður skólanefndar Mennta- skólans á Egilsstöðum árið 1999 í tilefni af 20 ára afmæli skólans. Margir hafa velt þessum málum fyrir sér og oft hafa menn deilt um mikilvægi þess að hafa skóla í hverju héraði á landinu. Og sitt sýnist hverjum. Menntaskólinn á Egilsstöðum á sér ekki mjög langa sögu en hug- myndin að menntaskóla á Austur- landi er eldri. Strax á árum síðari heimsstyrjaldarinnar voru menn byrjaðir að ræða um menntaskóla á Austurlandi og fóru næstu áratugir í umræðu um hvar og hvernig og varð töluverð togstreita um það í fjórðungnum. Eftir töluverðar vangaveltur urðu Egilsstaðir fyrir valinu og þann 13. október árið 1975 var fyrsta skóflustungan að byggingu skólans tekin. Í byrjun október árið 1979 hófst skólahald í hinum nýja skóla og voru um hund- rað nemendur skráðir þar til náms. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú stunda hátt á fjórða hundrað nemendur nám af ein- hverju tagi við menntaskólann. Frumbýlisárin Austurland skartar sínu fegursta þennan fallega sumardag þegar Skólavarð- an tekur hús á Helga Ómari Bragasyni, skólameistara Menntaskólans á Egilsstöð- um. Hitinn er vel yfir 20 gráður, sól á lofti og ekki nema rétt fjórar vikur í að skóla- starf hefjist á nýjan leik. Helgi Ómar, sem er Egilsstaðabúi að upplagi, kom til starfa við skólann árið 1981 og hefur því tekið virkan þátt í að koma honum í gegnum „unglingsárin“. Hann tekur á móti mér á skrifstofu sinni sem er þessa dagana inni í miðju hóteli en skólinn hýsir Hótel Eddu yfir sumartím- ann. „Um hundrað nemendur voru skráðir í skólann á fyrsta starfsári hans og tveimur árum síðar útskrifuðum við fyrsta hópinn. Það var reyndar vegna þess að Vilhjálmur Einarsson, fyrsti skólameistarinn, hafði áður verið skólastjóri í Reykholti og með honum komu nokkrir nemendur sem voru búnir með fyrstu tvö árin,“ segir Helgi þegar við rifjum upp frumbýlisár skólans. Kennt var í bráðabirgða kennslustofum fyrstu árin en þær voru flestar á neðstu hæð heimavistarálmu og á efri hæð mötuneyt- isálmu. Fyrsta árið var gert ráð fyrir 40 nemendum í heimavistinni í 21 tveggja manna herbergi en í raun var ekki hægt að taka við nema 34 nemendum þar sem þrjú herbergi voru tekin undir íbúðir fyrir kennara. Í Hótel Valaskjálf var gert ráð fyr- ir 23 nemendum. Eftir því sem nemendum fjölgaði var bætt við kennslustofum til bráðabirgða og eftir því sem árin liðu var heimavistarálma stækkuð og kennsluhúsið byggt. Nú, ríf- lega tuttugu árum eftir stofnun skólans, eru heimavistin og mötuneytið ekki full inn- réttuð þótt lítið vanti í raun upp á. Enn er kennt í bráðabirgða kennslustofum og stjórnunar- og bókasafnsaðstaða er á svæði sem upphaflega var ætlað til félagsstarfs nemenda. Helgi telur mjög brýnt fyrir skólann að hafist verði handa við annan áfanga kennsluhúss sem fyrst til að skólinn eigi kost á að vaxa og dafna og vona menn að fjármagn til þess fáist á næsta ári. Fjórðungur kennslustunda stoðtímar Menntaskólinn á Egilsstöðum starfar eft- ir áfangakerfi og gefur því nemendum sín- um kost á sveigjanlegum námstíma. Fram- boð á námsbrautum er fjölbreytt miðað við smæð skólans. Áhersla er lögð á bóknámsbrautir til stúdents- prófs, það er að segja félagsfræði-, mála- og náttúrufræðibrautir. Einnig er boðið upp á tveggja ára nám, á íþróttabraut og almennri braut. Árið 1983 var brugðið út af hefðbundn- um kennsluháttum og komið á fót opnu kerfi sem síðar var farið að kalla stoðkerfi. Það hefur þróast í gegnum árin og nú er ein af hverjum sex kennslustundum ætluð fyrir stoðtíma. „Þá er það þannig að kennararnir eru við í tilteknum stofum á vissum tíma og nemendur geta komið þang- að og fengið aðstoð við verkefna- vinnu eða frekari útskýringar á námsefninu og setið hvort sem þeir vilja í fimmtán mínútur eða tvo tíma. Stoðkerfið þjálfar upp sjálfstæð vinnubrögð hjá nemendum, sem oft er lykilatriði varðandi velgengni í háskólanámi síðar meir, og tengsl kennara og nemenda verða mun persónulegri en í hefðbundinni kennslu,“ segir Helgi og bendir á aðra kennslu í skólanum, þar sem nemandi er enn fjarlægari kennaranum en ella, og er það fjarnámið sem nú er kostur sem margir nýta sér. „Nemendur í dagskólum vilja frekar hafa kennarana hjá sér og kunna kannski betur að meta okkur fyrir vikið eftir að hafa kynnst fjarnámi. Sumum hentar fjarnám mjög vel en það krefst sjálfsaga af nemend- Viðta l 22 „Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig Egils- staðir væru án menntaskóla. Nem- endur, kennarar og aðrir starfsmenn skapa fjölbreytt samfélag og setja svip sinn á mannlífið á Héraði. En áhrifa ME gætir víðar því að hvað væri Austurland án menntaskóla?“ „Skóli er ekki bara hús heldur samfélag nemenda og starfsfólks“ - heimsókn til skólameistara Menntaskólans á Egilsstöðum „Stoðkerfið þjálfar upp sjálfstæð vinnubrögð hjá nemendum, sem oft er lykilatriði varðandi vel- gengni í háskólanámi síðar meir,“ segir Helgi Ómar Bragason.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.