Skólavarðan - 01.09.2002, Qupperneq 23
Orlofssjóður bauð fjölmiðlafólki að
skoða húsin á þessum tímamótum og voru
allir á einu máli um að sérlega vel hefði
tekist til með hönnun þeirra. Í blaðinu
Sumarhúsið birtist síðan ítarleg grein um
orlofshúsin í Heiðarbyggð skreytt mörgum
myndum auk þess sem sagt var frá húsun-
um í fleiri fjölmiðlum.
Orlofshúsin eru hönnuð þannig að þau
geti hentað fyrir tvær fjölskyldur. Þau
skiptast í þrjú svefnherbergi, stofu, eldhús
með borðkrók og baðherbergi með sturtu.
Í tveimur svefnherbergjanna eru hjónarúm
og þriðja herbergið er með tveimur kojum.
Barnarúm og barnastólar eru í öllum hús-
unum. Svefnpláss, sængur og kodd-
ar eru fyrir 8 manns.
Húsin eru vel búin húsgögnum
og tækjum. Meðal þeirra hluta sem
fylgja hverju húsi eru: uppþvottavél,
útvarp/geislaspilari, sjónvarp og úti-
grill. Við húsin er 40 fm verönd og
heitur pottur.
Orlofshúsin eru timburhús á
steyptum grunni. Hvert hús er 87,1
fm og 313 fm að stærð. Að utan eru
húsin klædd með galvaniseruðu
bárujárni og bandsöguðu timbri.
Þak er hallandi sperruþak klætt bárujárni.
Að innan eru húsin klædd birkikrossviði. Á
gólfum eru steinflísar og línoleumdúkur.
Hitakerfið er á varmaskipti og gólfgeisli í
hluta gólfa. Hreinlætis- og raflagnir eru
hefðbundnar.
Í framtíðinni er stefnt að því að reisa allt
að 18 hús á svæðinu. Næsta verkefni er
bygging félagshúss í Heiðarbyggð með
fundarsal fyrir 50 manns. Ekki hefur verið
ákveðið hvenær hafist verður handa við 2.
og 3. áfanga.
Trjáræktarátak er nú þegar hafið og hafa
um 1400 plöntur verið gróðursettar. Búið
er að ganga frá tveim leiksvæðum og körfu-
boltavelli frá Barnasmiðjunni.
Arkitekt húsanna er Albina Thordarson.
Orlofss jóður
26
1. áfanga við uppbyggingu nýs orlofs-
húsahverfis Kennarasambands Ís-
lands við Háamóa í Heiðarbyggð í
landi Ásatúns í Hrunamannahreppi er
lokið og voru sex glæsileg orlofshús
sem þar hafa verið byggð formlega
tekin í notkun snemma í júlí.
Nýtt orlofshúsahverfi
Kennarasambands Íslands í
Heiðarbyggð
Eignir orlofssjóðs
Á síðustu tveimur árum hefur Orlofssjóður KÍ aukið
verulega eignir sínar. Hann á nú eftirfarandi eignir:
• Heiðarbyggð í Hrunamannahreppi, 6 orlofshús.
• Ásabyggð í Hrunamannahreppi, 13 orlofshús.
• Kjarnaskógur Akureyri, 3 orlofshús.
• Einnig á sjóðurinn tvö orlofshús í Reykjavík:
• 4 íbúðir og 5 herbergi að Sóleyjargötu 33,
• 6 íbúðir að Sóleyjargötu 25.
Þá á Orlofssjóður 4 tjaldvagna sem leigðir eru
félagsmönnum yfir sumartímann viku í senn.
Í sumar voru 63 orlofsstaðir í boði fyrir félagsmenn
Kennarasambandsins með 103 leigueiningum,
samtals 1200 leiguvikur á Íslandi og Spáni.
Frekari upplýsingar á heimasíðu Orlofssjóðs:
http://www.ki.is/orlof/.