Skólavarðan - 15.01.2001, Page 14
Skólastarf
16
Skyldunámsskólinn
Öflug skólaskrifstofa
með jákvæðan hug og
vilja til tónlistaruppeld-
is, eins og sú sem við
höfum í Reykjanesbæ,
er nauðsynlegur bak-
hjarl fyrir starfsemi
tónlistarskóla og tví-
mælalaust lykilatriði við
uppbyggingu nýs tónlistarskóla sem starfar
á þann hátt sem gert er í Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar. Hann varð til úr samruna
Tónlistarskólans í Keflavík og Tónlistar-
skóla Njarðvíkur en er þó mjög frábrugð-
inn forverum sínum.
Árið 1998 var ákveðið að samstarf tón-
listarskólans og grunnskólanna yrði aukið
með því að forskóli tónlistarskólans verði
kenndur í grunnskólunum og felldur inn í
stundaskrá nemenda í 1. og 2. bekk og yrði
jafnframt að skyldugrein í grunnskólum
bæjarins fyrir þessa árganga. Einnig að
hljóðfærakennsla yrði færð inn í húsnæði
grunnskólanna fyrir vissa aldurshópa.
Sama ár var farið að ræða þörfina fyrir
nýtt og rúmgott hús fyrir tónlistarskólann,
ætlað þeirri starfsemi hans sem ekki færi
fram í grunnskólunum. Ári síðar var svo
tekin sú stórhuga ákvörðun að reisa nýtt
hús fyrir starfsemi tónlistarskólans og
skyldi hönnun fara fram árið 2003. Að öll-
um líkindum verður þar um að ræða tón-
listarhús, þ.e. hús sem rúmar bæði tónlist-
arskólann og góðan tónleikasal, en brýn
þörf er á slíkum sal hér í Reykjanesbæ.
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar tók til
starfa þann 1. september 1999. Hafist var
handa við að útbúa aðstöðu til hljóðfæra-
kennslu í þremur af fjórum grunnskólum
bæjarins, sá fjórði varð að bíða þar sem átti
eftir að byggja við hann. Einn hinna þriggja
var nýbyggður og tók til starfa 1. september
1999 eins og tónlistarskólinn. Þar hafði
verið reiknað með tónlistarskóla inni í hús-
næðinu strax við hönnun og aðstaðan því í
raun tilbúin fyrirfram.
Hvað tónlistarkennsluna varðar voru
markmiðin þau annars vegar að forskóli
tónlistarskólans færi fram í grunnskólunum
og yrði skyldugrein innan þeirra fyrir nem-
endur í 1. og 2. bekk. Forskólinn yrði felld-
ur inn í stundatöflu barnanna og hver
bekkjadeild tvískipt, þ.e. um það bil hálfur
bekkur í einu. Hins vegar að allir nemend-
ur tónlistarskólans í 3.—6. bekk ættu kost á
því að fá hljóðfæratíma sína á skólatíma.
Starfsemi Tónlistarskóla Reykjanesbæjar er
því þannig hagað að allir nemendur í 1. og
2. bekk grunnskóla bæjarins fá forskóla-
kennslu á vegum tónlistarskólans frítt,
enda um skyldunám að ræða. Nemendur
1. bekkjar fá eina 40 mín. kennslustund á
viku á skólatíma en nemendur 2. bekkjar
tvær 40 mín. kennslustundir á viku og að
sjálfsögðu einnig á skólatíma. Nemendur
tónlistarskólans sem eru í hljóðfæranámi og
eru í 3. til 6. bekk eiga kost á því að fá báða
vikulegu hljóðfæratímana sína í sínum
grunnskóla og á skólatíma. Forráðamenn
nánast allra nemenda tónlistarskólans, sem
eru á þessum aldri, nýta sér þennan mögu-
leika fyrir börn sín og óska eftir hljóðfæra-
kennslu á skólatíma. En til þess að það geti
orðið þurfa þeir að undirrita sérstaka beiðni
þar að lútandi. Þessir nemendur eru teknir
út úr almennum kennslustundum í grunn-
skóla tvisvar sinnum í viku, 30 mín. í senn,
til að stunda hljóðfæranám. Þetta verður til
þess að nemendur tónlistarskólans koma í
hljóðfæratíma á þeim tíma dags sem þeir
eru hvað ferskastir og móttækilegastir, enda
veitir ekki af fyrir þetta krefjandi nám sem
þeir stunda meðfram grunnskólanámi.
Kennarar tónlistarskólans geta hafið
kennslu á eðlilegum tíma, þ.e. kl. 8.15 á
morgnana og því lokið sínum vinnudegi
mun fyrr en ella.
Skólinn starfar á sex stöðum, þ.e. í fjór-
um grunnskólum og húsum tónlistarskól-
anna gömlu í Njarðvík og Keflavík. Kenn-
arar fara á milli skóla eftir þörfum og fá
þann tíma það sem tekur og akstur greidd-
an. Mjög mikil áhersla er lögð á hljóm-
sveitastarf og annað samspil. Í skólanum
eru starfandi fjórar lúðrasveitir, léttsveit
(big band), tvær strengjasveitir, barnakór,
bjöllukór og margs konar aðrir smærri sam-
spilshópar. Allt hljómsveitastarf og samspil
fer fram í húsum tónlistarskólans í Njarðvík
og Keflavík. Í skólanum er mjög öflug og
fjölmenn Suzuki-fiðludeild og söngdeild
sem er að mestu skipuð ungum nemendum,
en hún er í örum vexti.
Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri TR
Sambúðarskólinn
Í Tónlistarskóla Kópavogs
stunda nám u.þ.b. 500
nemendur, sem gerir skól-
ann einn af fjölmennustu
tónlistarskólum landsins.
Þar gefst nemendum kost-
ur á sérhæfðu tónlistar-
námi á grunn- og fram-
haldsskólastigi sem undir-
býr þá undir frekara nám á háskólastigi.
Boðið er upp á kennslu í hljóðfæraleik
þar sem nemendur geta valið á milli allra
helstu hefðbundinna strengja- og blásturs-
Ólíkir tónlistarskólar
Á Íslandi eru hátt í hundrað tónlistar-
skólar. Frá Húsavík til Hvolsvallar,
Búðardal til Borgarfjarðar eystri,
Tröllaskaga til Timbúktú. Engu að
síður hafa tónlistarskólar nokkuð
einsleita mynd í hugum fólks. Þegar
stigið er inn fyrir dyr heyrist hljóð úr
hverju horni, einn stillir sellóið og
annar slagverkið. En bæði ytri aðbún-
aður og innra starf tónlistarskólanna
er ótrúlega fjölbreytt. Til þess að
skyggnast inn í þennan heim fengum
við þrjá tónlistarskólastjóra til að lýsa
hver sínum skóla í stuttu máli.
Fjölbreytni í starfi tónlistarskóla
Kveður við annan tón