Skólavarðan - 01.05.2003, Blaðsíða 4
Það er óneitanlega skrýtin tilfinning að vera gesta-
skrifari í Skólavörðunni, málgagni Kennarsambands
Íslands, því ófáar greinarnar skrifaði ég á sínum tíma
í Kennarablaðið, áður BK blaðið og síðan nýju Skóla-
vörðuna. Líf mitt tók talsverðum breytingum fyrir rétt
tæpu ári þegar ég var kjörin borgarfulltrúi í Reykja-
vík. Auk borgarstjórnar sit ég í borgarráði sem er
nokkurs konar framkvæmdastjórn og fundar vikulega
allt árið um kring þó borgarstjórn og aðrar nefndir og
ráð borgarinnar taki bæði sumar- og jólaleyfi.
Á dagskrám borgarráðs og nefnda eru fjölmörg málefni sem bor-
in eru upp til samþykktar og því oft gengið til atkvæða. Dagskrár
borgarstjórnar eru allt öðru vísi því á þeim eru nær eingöngu fund-
argerðir frá nefndum og ráðum borgarinnar, þar með talið borgar-
ráði, og fá mál borin upp til afgreiðslu. Eingöngu má ræða málefni
sem eru á dagskránni og vilji borgarfulltrúar ræða tiltekin mál er
nauðsynlegt að taka þau upp í viðkomandi nefndum, fá þau bókuð
í fundargerðum og þannig inn í dagskrá borgarstjórnar.
Líka að kenna
Starf borgarfulltrúa er annasamt enda sitja þeir flestir í mörgum
nefndum. Umfangsmestu nefndirnar sem ég sit í eru fræðsluráð og
félagsmálaráð. Fræðslumálin eru mér að sönnu ágætlega kunn en
síður þau sem heyra undir félagsmálaráð. Ég sit einnig í áfrýjunar-
nefnd félagsmálaráðs en þangað geta notendur Félagsþjónustunnar
skotið málum sínu sé þeim hafnað úti á borgarhlutaskrifstofunum.
Í þeirri fámennu nefnd er pólitíkinni yfirleitt ýtt til hliðar enda
málin ekki þess eðlis.
Ég má til með að geta þess að ég er líka að kenna - að vísu bara í
forföllum enn sem komið er. Nemendur mínir eru margir áhuga-
samir um borgarmálin. Til dæmis vildu þeir vita hvernig vinna það
væri eiginlega að vera borgarfulltrúi. Ég lýsti einum degi með lík-
lega einum fjórum til fimm fundum en þegar ég sá svipinn á þeim
bætti ég við að þetta væri nú ekki svo frábrugðið mínu fyrra starfi,
þeir hefðu verið ótal fundirnir sem ég sat fyrir hönd Kennarasam-
bands Íslands. Þá gall við í einum: „Guðrún Ebba, hefur þú alltaf
verið í svona tilgangslausu starfi?!“
Skólamálin frá hinni hliðinni
Starfið mitt er langt í frá tilgangslaust. Mér finnst það dýrmætt
tækifæri að fá að starfa fyrir borgarbúa, koma að stefnumótun og
rekstri borgarinnar. Því er þó ekki að leyna að það er talsverður
munur að vera í minnihluta en meirihluta en ég ætla að hlífa les-
endum Skólavörðunnar við frekari umfjöllun um hugmyndafræði
og skuldasöfnun R-listans. Þá er ekki síður merkileg tilfinning að
vera sveitarstjórnarmaður og sjá t.d. skólamálin frá „hinni“ hlið-
inni. Samband íslenskra sveitarfélaga hélt fyrr á þessu ári mjög gott
námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn. Á námskeiðinu var m.a. fjallað
um íslenska sveitarstjórnarstigið, stefnumótandi hlutverk sveitar-
stjórna og fjármálastjórn sveitarfélaga. Við fræddumst um hvað
felst í því að vera sveitarstjórnarmaður. Seta í sveitarstjórn er fjöl-
breytt starf sem er í senn bæði krefjandi og spennandi. „Sveitar-
stjórnarmaðurinn þarf að hafa í huga að hann
er ekki kjörinn til setu í sveitarstjórn til að vera
sérfræðingur í málefnum sveitarfélagsins held-
ur sem leikmaður og fulltrúi íbúa sveitar-
félagsins til að standa vörð um hagsmuni
þeirra,“ segir í námskeiðsgögnunum. Þá vill
það oft gleymast að sveitarfélögin eru sem
heild einn stærsti vinnuveitandi landsins og
Ges
task
r i f 5
„Þjónustunám“
Ég lýsti einum degi með líklega einum fjórum til fimm fundum en
þegar ég sá svipinn á þeim bætti ég við að þetta væri nú ekki svo
frábrugðið mínu fyrra starfi, þeir hefðu verið ótal fundirnir sem ég
sat fyrir hönd Kennarasambands Íslands. Þá gall við í einum:
„Guðrún Ebba, hefur þú alltaf verið í svona tilgangslausu starfi?!“
„Áhrif þjónustunáms sem byggir á námskrá,“ skrifar Guðrún Ebba Ólafsdóttir, „eru sögð mun meiri en t.d. vettvangsnám þar sem nemendur fara út í
samfélagið og vinna einhverja þjónustu án tengsla við námsmarkmið eða eru að vinna sjálfboðastörf sem ekki tengjast námsmarkmiðum.“