Skólavarðan - 01.05.2003, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 01.05.2003, Blaðsíða 11
og til dæmis á Norðurlöndum væri erfiður enda námsmat þar allt öðruvísi en viður- kenndi að þessi munur eða togstreita milli mismunandi hugmyndafræði hefði truflað sig. Undirbúningur prófanna Að umræðum og fyrirspurnum loknum var gert hlé á fundinum en því næst tók til máls Júlíus Björnsson hjá Námsmatsstofn- un og ræddi hann um undirbúning sam- ræmdra prófa í framhaldsskólum; vinnu- brögð, samstarf og samstarfsaðila. Hann sagði undirbúning nýhafinn og hann fælist í að koma á sem mestu og bestu samstarfi við alla framhaldsskóla landsins. Ráðnir yrðu kennarar til að vinna að undirbúningi og farið í fundaherferð næstkomandi haust til að tryggja að öll sjónarmið kæmu upp á borðið. Hann nefndi að ekki þyrfti endi- lega að birta meðaltöl skóla opinberlega eða raða eftir meðaltalsárangri, enda segði samanburður meðaltala bara örlítið brot af sögunni, þ.e. um skólastarf og árangur þess. Um þátt skólanna í framkvæmd sam- ræmdra stúdentsprófa vísaði Júlíus til reglugerðarinnar þar sem fram kemur að skólar skuli leggja til húsnæði og mannafla í yfirsetur, skrá nemendur í próf, safna upplýsingum um skráningu og taka við ein- kunnum og koma þeim til nemenda. Hlut- verk Námsmatsstofnunar væri í því fólgið að semja prófin, skipuleggja framkvæmd þeirra, annast eftirlit, fara yfir próf, sjá um frávik, skila niðurstöðum, endurmeta próf, annast skýrslugerð o.fl. Júlíus sagðist fagna því að ákveðið hefði verið að fara rólega af stað, með prófi í einni námsgrein vorið 2004, og sagði að fljótlega yrðu skipaðir ráðgjafahópar fyrir hverja námsgrein sem hefðu meðal annars nokkurs konar varðhundshlutverk. Hann fullyrti að framkvæmd samræmdra stúd- entsprófa væri ekki möguleg nema með samráði og lagði áherslu á að samræmd próf væru „endalaust þróunarferli“. Próffræðilegir þættir Sigurgrímur Skúlason hjá Námsmats- stofnun talaði næstur og fjallaði í erindi sínu um próffræðilega þætti prófanna, mat þeirra og úrvinnslu. Hann byrjaði á að út- skýra útreikninga á stigum fyrir prófúr- lausnir og yfirfærslu stiganna í einkunnir. Í því samhengi hnykkti hann á skilgreiningu þriggja mikilvægra hugtaka; stigatalna, sem eru niðurstöður sem liggja fyrir eftir yfir- ferð; t.d. fjöldi réttra svara, einkunna, sem eru tölur sem notaðar eru til að birta nið- urstöður og taka ákvarðanir og loks viðmiðunarmarka, sem eru einkunnir sem gefin er sérstök merking, t.d. efra viðmið, meðaltal, neðra viðmið. Meðaltal stigatalna fellur á meðaltal ein- kunna, 7,0. Efra viðmið verður ákvarðað með innihaldsgreiningu út frá lýsingu á ágætisárangri og fellur á 9,1 og neðra við- mið verður ákvarðað með innihaldsgrein- ingu út frá lýsingu á ófullnægjandi árangri og fellur á 4,9. Sigurgrímur nefndi að þetta talnasvið hefði þann ókost að vera hið sama og í venjulegum skólaeinkunnum og því væri hætta á misskilningi, æskilegra hefði verið að nota annað talnasvið, t.d. meðaltal 200. Við staðsetningu viðmiðunarmarka sagði hann að prófatriðum væri raðað í þyngdarröð og matsmenn myndu staðsetja mörkin hver fyrir sig eftir að hafa þreytt prófið og staðsetningin yrði svo endur- skoðuð eftir umræður, „dreifing marka snarminnkar venjulega eftir fyrsta samráðs- fund,“ sagði Sigurgrímur. Hann sagði að í upphafi væru nokkur stig færni skilgreind og dregið fram hvað nemandi sem stendur á mörkum færnistiga ætti að geta, þ.e. hvar skilin liggja milli ófullnægjandi kunnáttu og lágmarks ásættanlegrar kunnáttu. Verum þátttakendur - ekki fórnarlömb! Tvö síðustu erindi fundarins héldu þau Þórunn Friðriksdóttir kennari í FSS og Ólafur Sigurðsson skólameistari Borgar- holtsskóla. Þau veltu bæði vöngum yfir áhrif- um samræmdra stúdentsprófa á skólastarf. Þórunn sagðist vildu enduróma eitt og annað sem hún hefið heyrt á kennarastof- unni, fólk hefði áhyggjur af því að prófafög- in myndu verða aðalgreinar og hin víkja. Ef til vill yrðu til fyrsta og annars flokks náms- greinar. „Hvað verður um brautir sem leiða ekki til stúdentsprófs?“ spurði Þórunn. „Mun það gerast sem við höfum oft séð í grunnskólum, að bestu kennararnir fari í samræmdu fögin?“ Þórunn sagði einn af kostum fjölbrautakerfis vera þann að fólk ætti auðvelt með að taka sér frí en hvað myndi gerast nú, myndi draga úr því að skólar fengju eldri nemendur inn aftur? Hún hafði áhyggjur af sveigjanleika, „einn stærsti kostur þess að vera kennari er frels- ið,“ sagði hún og nefndi jafnframt að námskrár hefðu verið svolítið eins og hlað- borð en nú væri viss hætta á að þær þrengd- ust. Þórunn taldi upp fleiri áhyggjuefni fólks, svo sem afdrif einstaklingsbundins náms og nauðsyn á stífri skipulagningu frá upphafi ef fólk ætlaði sér að taka framhalds- skólann á þremur árum. Hún spurði í lokin hvort samræmd stúdentspróf væru framför, fyrir hvern, hvaða upplýsingar bættust við og „getum við ekki varið peningunum betur í eitthvað annað?!“ Ólafur sagði að ekki hefði verið vel stað- ið að kynningu á þessu máli en langt í frá öll kurl komin til grafar. Hann sagði sam- ræmd próf hafa stýrt miklu í grunnskólum og vægi valgreina hefði minnkað en aðhald að námi og kennslu hefði aukist og jákvætt væri að fá samræmdan mælikvarða. Hins vegar væru blendnar tilfinningar í grunn- skólanum til samræmdra prófa eins og í framhaldsskólanum og fljótt hefði komið upp trúnaðarbrestur milli þáverandi Rann- sóknastofnunar uppeldis- og menntamála (RUM) og kennara. Ólafur fór yfir kosti og galla út frá SVÓT greiningu en ræddi aðal- lega um ógnanir og tækifæri þar sem búið væri að ræða talsvert um styrkleika og veik- leika. Sem ógnanir nefndi hann of mikla stýringu á starfinu, þrýsting á nemendur og kennara, ógnun við sjálfstæði kennara, ósanngjarnan samanburð á skólum og aukna hættu á brottfalli. Sem tækifæri nefndi hann aukið aðhald að námi og kennslu, skýra stöðu nemenda, samræm- ingu á kröfum og mælingu og markvissa framvindu náms og markvisst námsval. „Breytingin er í vændum, hvernig tökum við á móti henni?“ spurði Ólafur og svaraði sjálfur að bragði: „Verum þátttakendur - ekki fórnarlömb!“ Hann útlistaði það sem hann taldi að með þyrfti til að þessi breyt- ing yrði farsæl og sagði að vinna þyrfti gegn ógnunum og nýta tækifærin og sinna vel ríkum mannlegum þáttum: auka stuðn- ing við nemendur og veita kennurum stöðuga styrkingu. Einnig þyrfti að gæta hagsmuna annarra greina og tryggja góða samvinnu allra aðila málsins. „Við verðum að skoða hvað getur gerst til að koma í veg Samræmd stúdentspróf 12

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.