Skólavarðan - 01.05.2003, Blaðsíða 13
Þá tel ég hæpið, m.a. út frá framantöldu,
að nemendur hafi þörf fyrir meiri upplýs-
ingar um stöðu sína en þegar eru veittar.
Það myndi í sumum tilvikum vera eins og
að hvetja nemanda, sem hefur til dæmis
lokið stærðfræði 703, til að taka aftur stærð-
fræði 503 svona til að vera alveg viss.
Eitt af því sem mér finnst hvað erfiðast í
þessu máli er að finna rök til að fá nemend-
ur til að þreyta prófin þegar þau verða
haldin - valkvæð eða valfrjáls - á árinu
2004. Þau veita þeim tæpast upplýsingar,
þau eru ekki inntökuskilyrði og nemendur
geta útskrifast án þeirra. Ég er á hinn bóg-
inn alveg sannfærður um að prófin muni
sýna mér sem stjórnanda og kennara ein-
hverja veikleika í kerfinu en líka mjög
marga styrkleikaþætti.
Hliðarverkanir?
Meðal þess umdeildasta varðandi þessi
próf var tímasetningin. Nú er búið að setja
þau tvisvar á ári, sem gæti líklega hentað
flestum áfangakerfisskólum. Það virðist
ekki nægja sem röksemd þó að þeir séu
reyndar afgerandi meirihluti skóla á fram-
haldsskólastigi. Hins vegar hafa bekkjar-
kerfisskólar maldað í móinn, enda munu
þeir augljóslega þurfa að hliðra til í yfirferð
þar sem flestir nemenda þeirra myndu taka
prófin um jól. Í áfangaskólum gætu nem-
endur tekið prófin í lok annarinnar næst á
undan lokaönn. Þannig myndu þeir hag-
ræða námsvali með hliðsjón af því. Slík
hliðrun er augljós í sveigjanleika áfanga-
kerfisins.
Próf með þessu formi geta haft ýmis
áhrif á námslok að því er menn telja. Það
verður að sannreyna og skoða hvort það
eru endilega slæm áhrif. Stjórnendur og
kennarar horfa ekki endilega á sömu þætti
og nemendur.
En ég tel til dæmis slæmt ef þessi próf
hafa þau áhrif að áfangaskólarnir geti boðið
færri nemendum að ljúka námi á þremur
árum.
Aðrir möguleikar en samræmd próf
Hins vegar teldi ég miklum mun betra
að hafa prófafyrirkomulagið þannig að
Námsmatsstofnun útbyggi prófaseríu sem
skólarnir gætu keypt þannig að nemendur
gætu þreytt próf miðað við það áfangastig
sem þeir eru á. Þannig væri auðveldara að
bera saman alla nemendur sem ljúka áfanga
5xx í hverju fagi, eða 6xx og svo framvegis.
Og þá jafnframt að fleiri greinar kæmu til
slíkra prófa. Þau gætu jafnvel orðið loka-
próf ef skólarnir kysu það.
Ef slíkt er ekki hægt, m.a. vegna kostn-
aðar, þá hlýtur það að verða alger krafa að
allir sem ljúka stúdentsprófum, eða fá inn-
tökurétt í háskóla, ljúki samræmdum próf-
um og að þeim fylgi gögn um frammistöðu
í samræmdum prófum úr 4., 7. og 10. bekk.
Slíkur samanburður er nauðsynlegur og
mun sýna að framhaldsskólar sem taka inn
breiðan getuhóp skila jafnvel betra verki en
þeir sem taka einungis inn þá bestu. Um
slíkan samanburð má sjá grein Robert
Bermans o.fl. í Tímariti KHÍ.6
Eitt af því sem menn hafa velt fyrir sér er
hvað prófin eiga að mæla í raun. Í opinber-
um gögnum má sjá að þau eiga að mæla
hversu vel skólunum gengur að uppfylla
kröfur og viðmið sem sett eru í aðal-
námskrá. En hvernig? Í mörgum greinum
og áföngum er gert ráð fyrir því að kennar-
ar geti haft í hendi sér nokkurt val um það
hvernig þeir nálgast efni áfangans. Það
versta er, og slíkt gerðist með samræmdum
prófum í grunnskóla, að metnaðarfullir
stjórnendur og kennarar munu, með mark-
vissum hætti, undirbúa nemendur sína
undir prófformið og spurningaformin.
Þá eru framhaldsskólamenn á nálum
vegna hóps sem þeir hafa verið að sinna æ
betur og er þá átt við nemendur með ýmis-
konar námsörðugleika. Hvernig verða þessi
próf sem eiga að mæla svona marga og fjöl-
breytta þætti? Ekki síst í ljósi þess hvernig
samræmd próf grunnskóla hafa þróast yfir í
próf sem reyna á mikinn lestur og rökhugs-
un. Skilningur og utanbókarlærdómur fara
ekki endilega saman. Vera má að sjónarmið
tungumála og stærðfræði fari ekki saman í
þessu efni. Við höfum séð stór alþjóðleg
próf sem ná utan um þess mál á sannfær-
andi hátt7, en þau samræmast ekki íslenskri
námskrárhugsun eða þeim veruleika sem
hér viðgengst.
Um hvað snýst þetta mál?
Ég fagna samræmdum prófum í fram-
haldsskólum almennt séð. Þau geta fest
viðmiðin sem skólinn starfar eftir í sessi og
gert þau skýrari en nú er.
Meðan þau eru ekki komin í ljós og við
ekki búin að laga okkur að þeim eru kenn-
arar í óvissu um form þeirra og tilgang.
En enginn má gleyma því - menntamála-
ráðuneytið, Námsmatsstofnun, skólastjórn-
endur og kennarar - að skólinn snýst um
nemendur og þjónustu við þá. Ég fæ því
miður ekki séð að það form og sá tilgangur
sem nú er uppi breyti neinu eða bæti á
nokkurn hátt stöðu nemenda. Og ekki
skólanna heldur, því er nú verr.
Magnús Þorkelsson
Höfundur er aðstoðarskólameistari
Flensborgarskóla.
TILVITNANIR:
1.http://menntamalaraduneyti.is/mrn/mrn.nsf/
pages/spurtogsvarad-frhsk0002 sótt
m.a. 13. maí 2003.
2. http://www.ki.is/main/view.jsp?branch=413452
sótt m.a. 13. maí 2003
3. Lög um framhaldsskóla, 1996 nr. 80 11. júní. Að
vísu hafa verið gerðar breytingar á lögunum en
þessi grein hefur staðið óhögguð og í raun efnis-
lega frá eldri gerðum laganna s.s. nr. 57, 1988.
4. Að vísu eru ráðuneytismenn ekkert mjög rök-
fastir í þessu máli. Þann 9. janúar 2003 var viðtal
við Ingibjörgu Guðmundsdóttur skólameistara
Kvennaskólans og Maríu Þ. Gunnlaugsdóttur hjá
menntamálaráðuneytinu um málið og sagði María
þar að ein rökin væru að talað væri um samræmd
próf í skýrslu 18 manna nefndarinnar frá 1996
en önnur að þetta væri í lögum sem Alþingi
hefði sett.
5. Í ljósi þess að það sama gilti um landspróf og er
í framkvæmd gert í a.m.k. sumum grunnskólum
landsins, m.a. með sérstökum undirbúnings-
tímum, þá er þetta ekki eins fáránleg yfirlýsing
og ég hélt fyrst.
6. Robert Berman, Einar Guðmundsson og Ragnar
F. Ólafsson: Námsárangur í ensku eftir
framhaldsskólum og bakgrunni nemenda. Uppeldi
og menntun. Tímarit Kennaraháskóla Íslands. 10.
árg. 2001, bls. 107-126.
7. Hér er átt við TIMSS, Youth and History o.fl.
Samræmd stúdentspróf
14
„Samanburður skólanna verður óraunhæfur meðan það að þreyta prófin er ekki skylda,“ segir
Magnús Þorkelsson, „meðan nemendur sem þreyta þau gera það alls ekki á sömu forsendum
og ekki er tekið tillit til þess hvernig nemandi stóð þegar hann kom í skólann.“