Skólavarðan - 01.05.2003, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.05.2003, Blaðsíða 8
gera og þetta er gríðarlegt álag.“ Annar bendir á að auðvitað sé þetta ekki eini skól- inn sem fáist við svona vandamál því þau séu einnig í öðrum skólum en hjá þeim séu vandamálin bara miklu fleiri og því sé þetta erfiðara. Það er sagt að meira sé um „erfiðar félagslegar aðstæður barnanna“ nú en áður og í raun geti skólinn lítið gert fyrir fjöl- skyldur og börn í vanda. Einn kennaranna bendir á að þau séu í mörgum tilfellum að fást við fjölskyldur sem þau geti ekki breytt, „það þarf svo miklu meira til. Við erum að rembast en það ber lítinn árang- ur“. Í baráttu sinni fyrir bættri stöðu for- eldra og barna finnst kennurunum að þeir tali fyrir daufum eyrum. Líðan kennara Kennarar Brekknaskóla hafa langa reynslu af starfi með börnum sem eiga erfitt. Þeir hafa lagt mikið á sig við að greiða úr vanda nemenda og styðja for- eldra, jafnvel farið, að eigin mati, út fyrir sinn verkahring í þeim efnum þegar annað hefur brugðist. Að mati fagaðila, sem þekk- ir vel til mála, hefur Brekknaskóli „reynst betra félagslegt úrræði“ fyrir mörg barn- anna en nokkurn gruni. En nú er komin mikil þreyta í kennara- hópinn. Þreyta sem hefur búið um sig á löngum tíma. Það kemur sterkt fram í við- tölunum við þá. Þeir ræða um tilfinninga- legt álag sem fylgir því að kenna við að- stæður þar sem vandi nemenda tengist erf- iðum aðstæðum foreldra og heimila. Einn kennaranna segir: Mér finnst þetta vera ansi mörg mál sem eru ekki grunnskólans að leysa en eru hér og þetta er farið að íþyngja starfsfólki, að vinna við aðstæður sem það í raun getur ekki ráðið við, þótt allir séu af vilja gerðir, og getur ekki lagað. Það eru niðurdrepandi aðstæður. Þessi kennari segir þreytuna komna á hættulegt stig og að ekki sé endalaust hægt að láta fólk axla svona mikla ábyrgð. Kenn- ararnir telja brýnt að fá meiri sálfræðiaðstoð og félagsráðgjafaþjónustu inn í skólann. Það tekur á kennarana að vita af vanlíðan barnanna og fá lítið að gert. Þeir ræða til- finningar sem hrærast með þeim, svo sem vonbrigði, vanmátt, vonleysi, kvíða, áhyggj- ur, reiði og sektarkennd. Meðal þess sem veldur sektarkennd er sú skoðun að þeim takist ekki að sinna nemendum sínum nógu vel, hvorki þeim sem þurfa sértæka aðstoð né hinum, og að það sé verið að svíkja þá um kennslu og stuðning sem þeir eigi rétt á. Þeir finna til reiði vegna ástandsins og segja álagið vera að sliga fólkið. Þeir segja einnig að illa gangi að fá ráðamenn til skilja alvarlega stöðu barnanna. Það sem hefur haldið kennurunum í starfi, þrátt fyrir erfiðleikana, er ekki síst góður starfsandi á vinnustað og að þeir styðja hver annan. Einnig má nefna þraut- seigju þeirra og vilja til að styðja börnin. Fyrir mörg þeirra er skólinn eitt traustasta haldreipið í ótryggri tilveru. Trúlega hefur ýmislegt breyst í Brekkna- skóla frá því að þessi rannsókn var gerð en hún vekur til umhugsunar um álagið sem fylgir kennarastarfinu og ýmsir telja vax- andi. Mér er ljóst af viðtölum við kennara víða um land að vandamálin sem þeir eru að fást við eru mörg þau sömu og hjá kenn- urum Brekknaskóla þótt þunginn þar virð- ist meiri. Það má því reikna með að ein- hverjir þeirra kannist við þær tilfinningar sem hér koma fram. Sólveig Karlvelsdóttir Höfundur er alþjóðafulltrúi Kennaraháskóla Íslands Heimildarit: 1. Árbók Reykjavíkur. (1999). Reykjavíkurborg. 2. Elsa Reimarsdóttir og Hildur Björk Svavarsdóttir. (1999). Samræmd próf: Hvaða þættir í skóla og umhverfi skipta máli? Óbirt BA ritgerð. Háskóli Íslands: Félagsvísindadeild. Rannsókn 9 „Kennararnir í Brekknaskóla hafa langa reynslu af starfi með börnum sem eiga erfitt,“ segir Sólveig Karvelsdóttir í grein sinni. „Þeir hafa lagt mikið á sig við að greiða úr vanda nemenda og styðja foreldra, jafnvel farið, að eigin mati, út fyrir sinn verkahring í þeim efnum þegar annað hefur brugðist.“ Það tekur á kennarana að vita af vanlíðan barnanna og fá lítið að gert. Þeir ræða tilfinningar sem hrærast með þeim, svo sem vonbrigði, vanmátt, von- leysi, kvíða, áhyggjur, reiði og sektarkennd.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.