Skólavarðan - 01.05.2003, Blaðsíða 16
Fyrir nokkrum árum fékk ég sem stoltur afi
að fylgja dóttursyni mínu í grunnskólann
sinn. Afa þótti pilturinn glúrinn og læs á
umhverfi sitt og hugðist því sjá merki um
dugnað hans og námsgetu í skólastofunni.
Viti menn - nokkrar ágætar teikningar afa-
drengsins sá hann á veggjum en á stóru
spjaldi sem hékk á áberandi stað kom fram
að pilturinn var einna aftastur bekkjar-
félaganna í að safna silfurlituðum stjörnum
fyrir frammistöðu við að leysa verkefni í
íslensku. Áhyggjuhrukkurnar á enni afa
vöfðust ekkert fyrir snáðanum þegar hann
var spurður hverju sætti. Hann brosti og
yppti öxlum: „Þetta er allt í lagi afi - ég
vann síðast! Var efstur.“ Ánægjan með
„sigurinn“ leyndi sér ekki. Hann hafði náð
markinu og kærði sig kollóttan um náms-
markmið seinni „keppninnar“. Afi lét þetta
svar duga en varð hugsað til eins af
uppáhalds höfundum sínum banda-
rískum, Alfie Kohn.
Kohn hefur einmitt skrifað um
stjörnugjafir og misskilda veitingu á
umbun í skólastarfi. Rís þar hæst
bókin Punished by rewards (The
trouble with Gold stars, praise ...
and other bribes!) Dæmi mitt um
afadrenginn gæti allt eins verið tekið
í þessari bók. Kennari hans hefur í
góðri trú talið að silfruðu stjörnurn-
ar efldu áhuga nemenda á að læra
betur íslensku, en í raun gera þær
það ekki. Stjörnurnar geta allt eins
virkað þveröfugt. Guttinn minn sá
greinilega ekki ástæðu til að stunda
íslenskunám eftir að hafa náð
umbuninni að verða efstur í keppn-
inni um silfurstjörnurnar. Alfie
Kohn gengur svo langt að segja að
aðferðir sem þessar taki frá nemend-
um þá innri umbun sem þeir fá við
að ná framförum og við að njóta
vinnunnar - námsins. Stjörnurnar
og „gulræturnar“ draga úr áhuga á
því að standa sig í námi. Nemendur
eru sviptir ánægjunni af að glíma við
verðugasta keppinautinn, þá sjálfa.
Kohn gagnrýnir ekki eingöngu stjörnu-
gjafir og hlutlæga umbun í skólastarfi,
hann setur fram áleitnar spurningar um
ýmislegt sem viðgengst í skólum. Hann
gerir harða hríð að atferlismótun sem ár-
angursríkri uppeldisaðferð, hann tætir í sig
samræmd próf og færir rök fyrir því hvern-
ig þau geta afvegaleitt skólastarf. Hann set-
ur stór spurningamerki við innleiðingu og
aðlögun starfsaðferða nútímafyrirtækja að
skólastarfi, svo sem TQM eða alhliða
gæðastjórnunar og hugmyndinni um nem-
andann eða foreldra hans sem „viðskipta-
vini.“ Í bók sinni The School our
Children Deserve (Moving beyond
Traditional Classrooms and „Tougher
Standards“) varar hann við óraunhæfum
draumsýnum og fortíðarhyggju „Back to
basics“ hreyfingarinnar og hugmyndum
margra stjórnmálamanna um að vandi nú-
tímaskóla verði leystur með skólastarfi for-
tíðar. Vandinn kveikir að vísu þá spurningu
hvort skólar hafi nokkurn tíma horfið frá
vinnubrögðum fortíðar!?
Alfie Kohn starfaði sem kennari áður en
hann hóf ritferil sinn og athuganir. Hann
er vinsæll fyrirlesari og hefur víða komið
fram.
Bækur hans eru skrifaðar á auðlesnu máli
og ríkulega kryddaðar dæmum úr skóla-
starfi. Í ritgerða- og greinasafninu What
to look for in a Classroom (... and
Other Essays) kemur Kohn víða við og
hlífir fáu. Það góða við bækur hans er að
auðvelt er að grípa niður í þær hvar sem er,
lesa kafla eða kaflabrot. Hugvekjur Kohns
fanga mann og það er skemmtilegt að lesa
vangaveltur hans og tillögur um bætt
skólastarf.
Í bókinni Beyond discipline - from
Compliance to Community er fjallað um
aga- og bekkjarstjórnun. Kohn veltir því
fyrir sér hvers vegna áhersla kennara og
skóla á að stjórna því sem börnin gera er
svo ríkjandi. Hann leitar svara við
spurningunni hvernig hægt sé að
virkja nemendur betur og fá þá til
sjálfsstjórnunar. Kohn spyr hvernig
hægt sé að breyta kennslustofum frá
því að vera vettvangur ítroðslu til
þess að verða uppbyggjandi og skap-
andi samfélag. Þar séu viðteknar
stjórnunaraðferðir í skólum, matsað-
ferðir, samræmd próf og einkunna-
dýrkun helstu hindranir á vegi til
framfara.
Ég hefði gjarnan vilja minna á
margar góðar íslenskar bækur um
skólamál sem hafa komið út að und-
anförnu, en stóðst ekki mátið að
nota tækifærið og benda lesendum
Skólavörðunnar á Alfie Kohn. Hann
hrífur mann hvort sem maður er
sammála eða efins um skoðanir hans.
Ég hef nálgast þessar bækur á Net-
inu, annað hvort í Amazon eða
Barnes & Noble, en auðvelt er að
fletta upp bókum, fyrirlestrum og
greinum Kohns á heimasíðu hans
www.alfiekohn.org
Ragnar Gíslason
Höfundur er skólastjóri
Garðaskóla í Garðabæ.
Ále itnar hugvekjur Alf ie Kohns:
Skynsemishyggja -
gulrætur og gull
17
Bókaáskorun
Ragnar skorar á frænku sína
Steinunni Ármannsdóttur, skóla-
stjóra Álftamýrarskóla í Reykja-
vík, að segja frá áhugaverðum
ritum sem hún hefur rekist á í
námi sínu í Háskólanum í Bath á
England.