Skólavarðan - 01.05.2003, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 01.05.2003, Blaðsíða 10
gert væri skapaðist tækifæri til að sníða agn- úa af jafnóðum, hér reyndi mjög á skólana. Samræmd próf í gosdrykkjafræðum Næstur talaði Knútur Hafsteinsson frá Samtökum móðurmálskennara, en Knútur er íslenskukennari í MR. Knútur gagnrýndi samræmd próf í erindi sínu en varði mestum tíma til að ræða um mögulegt inntak sam- ræmdra stúdentsprófa í íslensku. Hann minnti á að það væri einungis rúmt ár í fyrsta samræmda stúdentsprófið og menn vissu lítið um við hverju mætti búast. Hann sagði að reglugerðin um prófin hefði komið „eins og bland í poka á aðventunni í skóinn“ og við sætum uppi með sælgætið hvort sem okkur líkaði betur eða verr. „Við fyrstu sýn ganga þessi samræmingaráform þvert á frelsi framhaldsskólanna,“ sagði Knútur og bætti við að margbreytileiki skólanna í íslensku skólakerfi væri einn helsti kostur þess, en hann hefði einmitt orðið til innan skólanna sjálfra. Skólaþróun væri áhrifaríkust þegar hún væri sjálfsprottin, „en miðstýrð hönd getur orðið hönd dauðans, framhaldsskólinn þarf græna fingur.“ „Hvað vilja þessir aðilar mæla og hvað vilja þeir að komi út úr þessu?“ spurði Knútur. „Fólk sem stendur sig vel í Gettu betur? Eða fólk sem getur tjáð sig skamm- laust og þannig að aðrir skilji það, í hnatt- væddu upplýsingasamfélagi 21. aldar?“ Knútur sagði að skólar ættu ekki að gjalda sérstöðu sinnar og lagði áherslu á prófin ætti að semja í samvinnu við kennara og samtök þeirra, ella yrðu þau óraunhæf. Hann sagði að firring mætti ekki einkenna samskipti yfirvalda menntamála og kennara en nokkuð hefði borið á því. Knútur setti fram líkan að uppbyggingu samræmds prófs í íslensku þar sem meðal annars kom fram að prófið skyldi byggja á færniþáttum fremur en þekkingu á staðreyndum og að unnið skyldi með ólesinn texta og hugtök. Hann sagði að prófið mætti ekki semja með það að meginmarkmiði að fljótlegt væri að fara yfir það og að mikilvægt væri að nemendur fengju að njóta sín þar sem þeir væru bestir en ekki reynt að hanka þá á því sem þeir kynnu ekki. Þetta mætti til dæmis undirstrika með því að byggja prófið upp á annars vegar kjarna og hins vegar vali milli nokkurra lína. Knútur sagðist hafa gert lauslega athug- un í framhaldsskólum á því hvaða verk væru lesin og komist að því að einu verkin sem væru alls staðar lesin væru Gylfaginn- ing og Völuspá, sem væri út af fyrir sig merkilegt hjá kristinni þjóð. Samræmd próf í gosdrykkjafræðum væru því eina raun- hæfa leiðin til að tryggja að allir vissu hvers son Egill væri! Að sögn Knúts eru ýmis göfug áfanga- markmið í íslensku ópróftæk og hætta á að þau verði útundan í kennslu ef viðmið sam- ræmdra prófa verða of sterk, eins og hann telur að hafi átt sér stað sums staðar í 10. bekkjum grunnskóla. Hann nefndi ýmis dæmi máli sínu til stuðnings, þar á meðal tilsögn og þjálfun í sjálfsöryggi í ræðustól. „Kennsla er dálítið mikið einstaklingsfyrir- bæri,“ sagði Knútur. „Kennarinn verður að finna sinn takt. Markmið íslenskukennslu er að gera nemendur að skapandi málnot- endum sem geta nýtt sér tungumál, menn- ingu og sögu þjóðarinnar við málnotkun sína. Vonandi verða kennarar nærri þegar að mótun sjálfra prófanna kemur,“ sagði Knútur að lokum. Sterk gagnrýni á prófin í umræðum Þessu næst hófust umræður og sýndist sitt hverjum. Gunnlaugur Ástgeirsson sagði að samræmd próf væru „óþarfi, della og gamaldags“ og að hann væri orðinn hund- leiður á því að miljónatugum væri eytt í allt í kringum skólastarf í staðinn fyrir fjárveit- ingar í skólastarfið sjálft. „Trúir því ein- hver hér inni að nemendur viti ekki hver árangur þeirra er?“ spurði Gunnlaugur og var heitt í hamsi. „En við sitjum í þessari súpu og verðum að láta þetta yfir okkur ganga“, bætti hann við. Hann sagði að ísl- ensk saga samræmdra prófa væri skelfileg en hins vegar væri til fjöldinn allur af sam- ræmdum prófum um allan heim sem væri hægt að sækja brúklegar fyrirmyndir til og lagði til að prófin í íslensku yrðu einfald- lega byggð upp á tveimur verkefnum, í þeim reyndi á skilning, skapandi hugsun og tjáningu og hluti þeirra yrði munnlegur. Harpa Hreinsdóttir tók næst til máls og tók undir með Knúti um að hafa mismun- andi „línur“ í prófunum. Hún sagðist vera mjög fylgjandi samræmdum prófum og sæi ekkert ljótt við það að bera fólk saman og raða eftir frammistöðu. Guðmundur Edgarsson fékk orðið og sagðist vera á móti prófum af þessum toga, þetta snerist á endanum um flokkun, þ.e. að næsta skólastig gæti flokkað nemendur á þægilegan hátt. Samræmd stúdentspróf myndu leiða til yfirborðskenndrar umræðu um skólamál og metings. Þær greinar sem ekki yrði prófað samræmt í myndu líða fyr- ir. Guðmundur sagði að mælingar á al- mennri þekkingu, færni og greiningarhæfni væru í sjálfu sér í lagi en myndu alltaf verða ósanngjarnar gagnvart ýmsum nemendum. Hjördís Þorgeirsdóttir sagðist hlynnt samræmdum prófum og varpaði spurning- um til Harðar, meðal annars um hvort búið væri að ákveða að einkunnir úr samræmd- um prófum birtust á stúdentsskírteinum. Hörður svaraði því játandi en sagði jafn- framt að framkvæmd þessa hefði ekki verið rædd sérstaklega. Jón Hannesson sagðist hvorki vera með né á móti samræmdum stúdentsprófum en sagðist jafnframt telja að miðað við fjársvelti skólanna yrði ekki staðið að þessu með myndarlegum hætti og þá væri hann á móti. Jón mælti með IB- útgáfunni af sam- ræmdum prófum þar sem munnlegi þáttur- inn er 30% en sá skriflegi með mismun- andi hætti. (Þess má geta að samræmdum prófum í IB-námi eru gerð nokkur skil hér í blaðinu). Elna Katrín vakti máls á því hvort allan þennan langa tíma hefði nokkurn tímann verið höfð hliðsjón af þróun samræmdra prófa víða um heim og benti í því sam- hengi á evrópskan viðmiðunarramma fyrir samræmd próf í erlendum tungumálum, en samræmt stúdentspróf í ensku verður lagt fyrir hér á landi árið 2005. Í evrópska rammanum eru skilgreindir fjórir færni- þættir; tal, hlustun, lestur og ritun og nokkur þrep innan hvers ramma, hérlendir skólamenn hafa kynnt sér þessi mál vel og þessarar hugmyndafræði gætir til að mynda mjög í Portfolio-verkefninu svokallaða sem menntamálaráðuneytið styrkir. „Þessi vinna, Portfolio-verkefnið og samræmd stúdentspróf, fer varla í sömu áttina,“ sagði Elna. Hörður sagðist geta harmað að tíminn hefði ekki verið vel nýttur til að ræða þessi mál en íslenskuprófinu 2004 væri meðal annars ætlað að leiða í ljós agnúa. Hörður sagði að samanburður á kennslu hérlendis Samræmd stúdentspróf 11

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.