Skólavarðan - 01.05.2003, Blaðsíða 9

Skólavarðan - 01.05.2003, Blaðsíða 9
Fyrsta samræmda stúdentsprófið verður haldið í íslensku í maí 2004 en próf í ensku og stærðfræði bætast við vorið 2005. Skipt- ar skoðanir eru meðal kennara um prófin og gildi þeirra fyrir nemendur og skóla- starf. Ljóst er hins vegar að samræmd próf munu hafa mikil áhrif á starf í framhalds- skólum og því afar nauðsynlegt að kennar- ar nýti skynsamlega alla möguleika til að hafa áhrif á faglega framkvæmd þeirra. Um áratugur er liðinn frá því að Nefnd um mótun menntastefnu skilaði af sér skýrslu þar sem lögð voru til samræmd stúdentspróf. Árið 1996 voru samþykkt á Alþingi ný lög um framhaldsskóla þar sem hugmyndin um samræmd stúdentspróf er lögfest. Eins og Elna Katrín Jónsdóttir benti á ásamt fleirum á opnum fundi um samræmd stúdentspróf nýverið hefur þessi langi undirbúningstími verið sárlega van- nýttur af hálfu ráðuneytisins svo ekki sé meira sagt. Hugmyndafræði samræmdra stúdentsprófa, eins og útlitið er núna, er ennfremur í blóra við stefnu menntamála- yfirvalda á margan hátt, til dæmis eins og hún birtist í Portfolio tungumálaverkefn- inu. Það verkefni samhljómar hins vegar fullkomlega við „European Framework“, Evrópuviðmið sem hafa verið sett um kennslu og námsmat erlendra tungumála. Viðmiðin innihalda skýra staðla um hvaða færni skuli stefnt að á hverju námsstigi og um samanburðarhæft mat á alþjóðavett- vangi. Færniþáttunum fjórum; tali, hlustun, ritun og lestri, er öllum gert hátt undir höfði og færniþrep skilgreind innan hvers þeirra. Viðmiðunarramminn er aðgengi- legur enda nýtur hann vaxandi vinsælda í vinnu við endurskoðun námskráa í hinum ýmsu Evrópulöndum og notkun hans er talin ýta undir lýðfræðilegan hreyfanleika Evrópubúa, bæði í námi og starfi. En hvernig verður samræmt stúdents- próf í ensku á Íslandi árið 2005? Verður færniþáttunum fjórum gert jafnhátt undir höfði? Verður hugmyndafræði prófsmíð- innar í takt við það sem best þekkist annars staðar, eða fljótavinna byggð á gömlum og úr sér gengnum hugmyndum? Þetta er nefnt hér af því að mörgu er að hyggja og kennarar mega ekki láta grípa sig í bælinu. Þeir geta ef til vill ekki treyst því að menntamálaráðuneytið og vinnumenn þess hafi þá faglegu yfirsýn sem með þarf og þann skilning á skólastarfi sem er nauðsyn- legur til að tryggja góðan árangur, en þeir geta og eiga að fara fram á að yfirvöld menntamála vinni heimavinnuna sína og hlaupi ekki frá hálfköruðu verki og skilji kennara og nemendur eftir við aurmokstur. Kristín Elfa Guðnadóttir Opinn fundur um samræmd stúdentspróf Þann 3. apríl sl. stóð Félag fram- haldsskólakennara fyrir opnum fundi í Rúgbrauðsgerðinni um samræmd stúdentspróf. Fundur- inn var haldinn í samstarfi við Samtök móðurmálskennara, menntamálaráðuneytið, Náms- matsstofnun og Félag íslenskra framhaldsskóla. Elna Katrín Jónsdóttir setti fund- inn og sagði að honum væri ætlað að vera í senn fræðsla um undir- búning og framkvæmd prófanna, sem hefjast með samræmdu stúd- entsprófi í íslensku vorið 2004, en ekki síður að vera umræðuvett- vangur fyrir fundarmenn. Hún minnti ennfremur á langan með- göngutíma málsins en Nefnd um mótun menntastefnu lagði til fyrir tæpum tíu árum síðan að sam- ræmd próf yrðu tekin upp. Elna sagði að Kennarasambandið hefði áhyggjur af hugsanlegum neikvæðum áhrif- um prófanna á skólastarf og þetta þyrfti að ræða. Hún vísaði í könnun sem gerð var árið 2000 og leiddi í ljós að þá var um þriðjungur félagsmanna FF á móti sam- ræmdum stúdentsprófum, um þriðjungur hlynntur og um þriðjungur hafði ekki tekið afstöðu, og upplýsti jafnframt að ekki væri ólíklegt að þetta yrði kannað aftur á næst- unni. Frummælendur fundarins komu frá menntamálaráðuneytinu, Samtökum móð- urmálskennara, Námsmatsstofnun, Félagi íslenskra framhaldsskóla og Félagi fram- haldsskólakennara. Mikilvægt að nýta niðurstöður prófanna Hörður Lárusson hjá menntamálaráðu- neytinu hélt fyrsta erindi fundarins og sagði ekki nema von að ýmsir hefðu áhyggjur. Hann lagði áherslu á að hin fyr- irhuguðu samræmdu próf í framhaldsskól- um væru ekki einangrað fyrirbæri og draga mætti lærdóm af reynslu grunnskólanna sem gæti nýst vel í þróun þeirra, einnig að löng hefð væri væri fyrir samræmdum prófum og nefndi sérstaklega sveinsprófin í því skyni. Hörður sagði að í nýútkominni reglugerð væri komið verulega til móts við athugasemdir skólamanna en auðvitað sýndist sitt hverjum. Hörður fór stuttlega yfir skólasöguna með tilliti til samræmdra prófa og nefndi því næst að sameiginlegt með tilgangi samræmdra prófa í grunn- skóla og framhaldsskóla væri einkum þren- nt, þ.e. að athuga hvort námsmarkmiðum hafi verið náð, veita upplýsingar um hvern- ig skólar standa miðað við aðra skóla og veita nemendum og skólum upplýsingar um stöðu og árangur nemenda. Varðandi 10. bekk grunnskóla er einnig skilgreint sem tilgangur að samræmd próf skuli vera viðmið við inntöku nemenda í framhalds- skóla og í 4. og 7. bekk að þau skuli vera leiðbeinandi um kennslu fyrir einstaka nemendur, þetta sé ekki nefnt í öðrum til- vikum en ætti, að mati Harðar, að vera undirskilið og gilda um öll samræmd próf. „Þessi atriði eru færð fram sem rök fyrir samræmdum prófum,“ sagði Hörður og til- greindi í beinu framhaldi helstu mótrök, svo sem að prófin leiddu til stöðlunar á skólastarfi og væru erfið í framkvæmd í framhaldsskólum þar sem dreifing á nem- endum væri mikil og hópar litlir en þetta gæti reynst próffræðilegt vandamál. Að sögn Harðar eru jákvæð áhrif sam- ræmdra prófa á skólastarf umtalsverð í grunnskólum: „Mörg sveitarfélög hafa bætt og eflt skólastarf eftir niðurstöður prófanna og komið hefur í ljós að skólar sem nýta niðurstöður prófanna ná árangri.“ Hörður viðurkenndi að samræmd próf væru hugs- anlega of stýrandi en bætti við að stýringar- þátturinn væri ekki neikvæður ef rétt væri á málum haldið, það væri hins vegar dálítið stórt, þetta „ef“. Hörður lagði áherslu á mikilvægi þess að skólar notuðu niðurstöð- ur prófanna, fylgdu þeim eftir og endur- skoðuðu starfshætti eftir föngum. Hann sagði að ekki væri gott ef sveigjanleiki glat- aðist en með því að fara jafn hægt af stað og Samræmd stúdentspróf 10 Fyrsta samræmda stúdentsprófið í augsýn Kynnið ykkur umfjöllun um sam- ræmd stúdentspróf á heimasíðu KÍ. Umfjöllunin er uppfærð eftir því sem málinu vindur fram.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.