Skólavarðan - 01.05.2003, Blaðsíða 5
Ges
task
r i f6
bera ábyrgð á um 10% vinnumarkaðarins á Íslandi. Að vera kosinn
í sveitarstjórn hefur í för með sér að viðkomandi einstaklingur hef-
ur tekið að sér vinnuveitendahlutverk og í því felst sérstök ábyrgð.
Þessu hlutverki má skipta í tvennt: „Annars vegar er um að ræða
mótun og ábyrgð á þeirri starfsmannastefnu sem hver sveitarstjórn
ákveður að gilda skuli í viðkomandi sveitarfélagi og hins vegar ber
hver sveitarstjórn ábyrgð á þeim kjaraþáttum sem starfsmönnum
sveitarfélagsins eru boðnir.“
Nýttu ekki að fullu aukafjárveitingu
Í fjárhagsáætlun borgarsjóðs fyrir árið 2003 eru áætlaðir rúmlega
9 milljarðar í fræðslumál og af þeim fara um 80% í laun og launa-
tengd gjöld en um 20% í annan rekstrarkostnað. Fjárhagsrammi
fræðslumála er því sá stærsti á vegum Reykjavíkurborgar og skiptist
hann á milli yfirstjórnar, grunnskóla Reykjavíkur, listaskóla og
skólahljómsveita, fullorðinsfræðslu og styrkja til fræðslumála. Sér-
stakt reiknilíkan er notað til að skipta fjármagninu og er búinn til
fjárhagsrammi fyrir hvern skóla. Í reiknilíkaninu er gengið út frá
ákveðnum forsendum og taka þær flestar mið af nemendafjölda
hvers skóla og stærð skólahúsnæðis. Einnig er tekið mið af aldri og
samsetningu kennarahóps hvers skóla. Samkvæmt Stjórnsýsluend-
urskoðun Borgarendurskoðunar er reiknilíkanið mun sanngjarnara
en það fyrirkomulag sem áður var við úthlutun fjár til skóla. Þar
sem hlutfall launa af heildarútgjöldum hjá grunnskólum er um
80% telja skólastjórar sig hafa lítið fjárhagslegt svigrúm. Borgar-
endurskoðun bendir þó á að skólarnir hafi tækifæri til að hafa áhrif
á tæp 20% af fjárhags-
rammanum t.d. með hag-
stæðari innkaupum. Þá
kemur einnig fram bæði
í stjórnsýsluendurskoðun-
inni og ársskýrslu
Fræðslumiðstöðvar fyrir
árið 2001 að skólastjórar
nýttu ekki að fullu auka-
fjárveitingu vegna kjara-
samningsins sem ætluð var
til að auka sveigjanleika og
greiða fyrir önnur fagleg
störf kennara. Þetta kann á einhvern hátt að skýra óánægju kenn-
ara, eins og hún birtist í Vinnustaðagreiningunni, með að fá ekki
greitt fyrir auka störf ásamt því að skólastjórar hafi ekki notað svo-
kallaðan launapott til að umbuna fyrir álag og ábyrgð í starfi eins
og til hans var stofnað. Hef ég tvívegis vakið máls á þessu í borgar-
stjórn.
Að læra með virkri þátttöku
Í lok apríl fór ég sem fulltrúi fræðsluráðs í námsferð skólastjóra
til Minneapolis. Fyrst sátum við þriggja daga ráðstefnu um
„Service learning“ en seinni hluta ferðarinnar nýttum við til skóla-
heimsókna. Ráðstefnan var haldin í gríðarlega stórri ráðstefnuhöll
og í boði voru fleiri hundruð smærri fyrirlestrar sem við völdum
okkur eftir áhugasviði og efni. En hvað er „service learning“?
Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri hefur kallað það þátttökunám
eða þjónustunám sem mér finnst ná því betur. Hugtakið var skil-
greint með lagasetningu í fyrsta sinn í „The National and Comm-
unity Service Act of 1990“:
„Hugtakið „service learning“ er aðferð sem gerir nemendum eða
þátttakendum fært að læra með virkri þátttöku í vandlega skipu-
lagðri þjónustu sem:
• er unnin með þarfir bæjarfélagsins í huga í tengslum við
grunnskóla, framhaldsskóla, æðri skólastofnun eða samfélagsþjón-
ustu í byggðarlaginu og styrkir borgaralega ábyrgð;
• er samfléttuð og eflir námsefni nemenda eða fræðsluþætti
byggðarlagsins ásamt þjónustuþáttum sem nemendur taka þátt í og
gefur þá nemendum skipulagða möguleika til að meta verkefnið.
(Section 101 (23))“ (ath lausl. þýtt).
Áhrif þjónustunáms sem byggir á námskrá (aðalnámskrá/skóla-
námskrá) eru sögð mun meiri en t.d. vettvangsnám þar sem nem-
endur fara út í samfélagið og vinna einhverja þjónustu án tengsla
við námsmarkmið eða eru að vinna sjálfboðastörf sem ekki tengjast
námsmarkmiðum. Við fengum reyndar kynningu á velheppnuðu
þjónustunámi sem virtist fara fram algjörlega utan skólans. Til þess
að þjónustunám gangi vel upp og skili þeim árangri sem vænst er
þarf að huga vel að skipulagi, undirbúningi og framkvæmd. Þá er
einnig mikilvægt að íhugun eða speglun sé stöðugur þáttur í nám-
inu, að nemendur kynni fyrir öðrum það efni sem þeir hafa verið
að fást við og að nemendur eigi þess kost að fá viðurkenningu fyrir
vinnu sína. Reyndar voru skiptar skoðanir um það síðasttalda.
Þótti nóg um frjálsræðið
Þegar við ræddum málin í lok ráðstefnunnar fundum við þó
nokkur dæmi um þjónustunám í reykvískum skólum. Það verður
gaman að fylgjast með því hvernig skólastjórunum tekst að fá
kennarana til að flétta þjónustunám inn í námsgreinarnar.
Við heimsóttum þrjá skóla, hvern öðrum ólíkari. Tveir hinna
fyrri byggja starfið á „project“ námi eða „nemendastýrðri vinnu“.
Mér þótti eiginlega nóg um
frjálsræði nemenda í þeim fyrri
enda svo nýbyrjuð að kenna
aftur að ég er sjálfsagt ennþá
kennari af „gamla skólanum“.
Nemendur mega velja nánast
hvaða verkefni sem er en þurfa
að tengja það öllum náms-
greinum og sannfæra síðan þrjá
fullorðna um mikilvægi þess.
Við töluðum við stúlku sem
valdi ítölsku en þar sem enginn
kennaranna talaði ítölsku varð
að leita utan skólans og svo heppilega vildi til að von var á konu til
bæjarins sem dvalið hafði í Ítalíu og gat því tekið að sér að segja
stúlkunni til! Skólinn var auk þess heldur illa búinn, a.m.k. á
íslenskan mælikvarða, með gömlum ósamstæðum húsgögnum. En
krakkarnir virtust ánægðir. ( Heimasíða skólans: www.mncs.k12.
mn.us) Ég velti því fyrir mér þegar ég lít yfir nemendahópinn minn,
gæti þess að allir fylgist með og fer sameiginlega yfir verkefnin,
hvort ég sé á réttri leið? Aðalnámskráin kveður á um sterkari ein-
staklinga, lífsleikni, sjálfstæða nemendur, jafnrétti til náms, ólíkar
námsleiðir, sveigjanlegt skólakerfi og fjölbreyttar kennsluaðferðir.
Samræmdum lokaprófum hefur verið fjölgað úr fjórum í sex og eru
valfrjáls sem mun án efa draga stórlega úr stýringu þeirra á skóla-
starfið. Markmiðið er að gera nemendur ábyrgari á eigin námi.
Lífið er ferðalag og reynslan er til þess að læra af. Pistillinn minn
fjallaði annars vegar um starf borgarfulltrúans og hins vegar þjón-
ustunám sem ég tel að fari afskaplega vel saman. Markmiðið með
þjónustunáminu eins og lífsleikninni er að gera nemendur að góð-
um borgurum og mér finnst það markmið hæfa borgarfulltrúanum
ágætlega, þar sem hann á að sinna borgurunum fyrst og fremst.
Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi og kennari.
Til þess að þjónustunám gangi vel upp og skili þeim ár-
angri sem vænst er þarf að huga vel að skipulagi, und-
irbúningi og framkvæmd. Þá er einnig mikilvægt að
íhugun eða speglun sé stöðugur þáttur í náminu, að
nemendur kynni fyrir öðrum það efni sem þeir hafa ver-
ið að fást við og að nemendur eigi þess kost að fá við-
urkenningu fyrir vinnu sína.