Skólavarðan - 01.05.2003, Blaðsíða 22
Strax var ljóst að tilkoma tónversins
opnaði margvíslega möguleika fyrir ungt
og efnilegt tónlistarfólk sem finnur ekki
samleið með hinu staðlaða klassíska tón-
listarnámi og telur sig þar af leiðandi ekki
eiga erindi inn í íslenska tónlistarskólakerf-
ið. Það virðist hafa gleymst að hjá unga
fólkinu er blómlegt raftónlistarsamfélag
sem hefur meira og minna
gengið út á sjálfsnám því
engir aðrir kostir hafa verið
í boði. Þetta kom strax í ljós
því til okkar í tónverið hafa
komið margir nemendur
sem hafa áður verið að vinna
við tónlist og öðlast tals-
verða reynslu þrátt fyrir að
vera ólæsir á nótur. Önnur
óvænt þróun var sú að til okkar komu nem-
endur sem voru langt komnir í klassísku
tónlistarnámi, jafnvel á háskólastigi, sem
vildu vera í tónlist en fundu sig ekki í tón-
listarskólakerfinu eins og það var upp-
byggt.
Námið
Lögð hefur verið áhersla á að takmarka
námið ekki við kennslu á ákveðin tæki eða
tölvuforrit því í raftónlistarheiminum koma
tæki á markað, komast í tísku en hverfa
jafnharðan. Því miðast kennslan við það að
kenna nemendum hvað er að gerast inni í
tækjunum; hvers vegna heyrist þetta hljóð
úr þessu tæki, hvaða eiginleikar liggja að
baki ákveðinna hljóða og þar fram eftir
götunum. Í stuttu máli: Nemendum eru
kennd fræðin á bak við tækin. Þetta gerir
þá mun sveigjanlegri, þeir fá meira út úr
tækjunum, jafnvel þó að þau eldist, og eru
fljótari að tileinka sér nýja tækni jafnóðum
og hún kemur fram, því allt byggist þetta á
sömu fræðunum þó að útlitið á yfirborðinu
sé mismunandi.
Ennfremur leggjum við áherslu á að
veita alhliða tónlistarþjálfun þar sem boðið
er upp á nám í tónfræði, tónheyrn og tón-
listarsögu fyrir utan hið „hefðbundna“
tölvutónlistarnám. Þar hafa nemendur tón-
versins gengið inn í kerfi tónlistarskólans
eins og allir aðrir nemendur. Það hefur
verið reynsla okkar að þeir nemendur sem
ná taki á almennri tónfræði eiga mun auð-
veldara með að tjá sig í tónlistinni og eiga
samskipti við aðra tónlistarmenn, að ekki
sé talað um hvað það gerir þá færari um að
setja sig inn í nýja strauma og stefnur. Þar
með verða þeir færari um að „eldast“ betur
í faginu og sleppa við þau algengu örlög að
eiga tónlistarferil sem hefst - og lýkur -
með einhverri tískustefnunni.
Frá upphafi var það skýr stefna tónvers-
ins að gera ekki upp á milli tónlistarstíla
eða -stefna. Því hafa verið saman að tjá sig
nemendur sem hafa allan áhuga á nýrri
gerðum danstónlistar, þungarokki, jassistar
og hámenntaðir klassískir tónlistarmenn.
Auðvitað gerum við nemendum fljótt grein
fyrir því að við sem sjáum um námið séum
ekki sérfræðingar um allar mögulegar
gerðir tónlistar en reynslan hefur kennt
okkur að alltaf má finna einhvern eða ein-
hverja í hópnum sem geta fyllt upp í þekk-
ingargötin. Þannig hafa nemendur ekki
síður lært mikið hver af öðrum heldur en
kennurunum og gerir það námið náttúr-
lega fjölbreytilegra og líflegra en ella.
Sterk áhersla er lögð á sköpunarþáttinn,
að hagnýtu atriðin og fræðin séu áfangar á
leiðinni til þess að búa til tónlist. Því eru
ekki haldin eiginleg próf í faginu heldur er
nemendum gert að ljúka einu vel gerðu
verki á önn. Ef þeir ljúka því sómasamlega
er það talið á við bestu próf.
Nemendur tónversins
Nemendur hafa komið með eins ólíkan
bakgrunn í tónlist og hugsast getur. Sumir
hafa verið starfandi tónlistarmenn sem vilja
víkka sjóndeildarhringinn og auka mögu-
leika sína, einnig hafa komið nemendur af
öðrum sviðum tónlistarnáms sem eru ann-
aðhvort að víkka sjóndeildarhringinn eða
beinlínis skipta um námsbraut. Þá hefur
komið fólk utan úr bæ sem hefur enga
menntun að baki, hefur verið að dunda við
tónlist sjálft en finnst það komið í blind-
götu eða á eitthvert stig stöðnunar sem það
vill brjótast út úr.
Að loknu námi í tónverinu hafa nemend-
ur farið í ýmsar áttir. Kennarar sem komu
til þess að víkka þekkingu sína hafa farið
aftur í kennslu, bæði tónmenntakennslu og
almenna kennslu, væntanlega ýmiss vísari.
Aðrir nemendur hafa farið í framhaldsnám
hérlendis og erlendis og spannað þar nokk-
uð vítt svið, til dæmis klassískt tónsmíða-
nám, músíkþerapíu, framhaldsnám í raf-
tónlist, hátalara- og hljóðnemahönnun,
hljóðskotið myndlistarnám, og einn nem-
andi komst að því að baslið við að skipu-
leggja abstrakt tónlist leiddi hann beina
leið til náms í arkitektúr.
Stór hópur nemenda er nú
starfandi í íslensku tónlistar-
lífi og spannar þar vítt svið
stíla. Þar í hópi eru klassísk
tónskáld, höfundar keppn-
islaga í Evróvision, framúr-
stefnudjassarar, upptöku-
stjóri harðkjarnahljómsveita
og hljóðfæraleikarar og tón-
skáld í sveitum sem spanna
sviðið frá hallærispoppi yfir í rafskotna til-
raunatónlist.
Með tilkomu tónlistardeildar í Listahá-
skóla Íslands hefur nemendum tónversins
opnast ný leið til framhaldsnáms. Sérstak-
lega má nefna nýmiðlabraut tónlistardeild-
arinnar, en meginuppistaðan í henni er
einmitt fyrrverandi nemendur tónversins.
Það er því tilfinning okkar að þetta nám
nýtist vel þeim sem vilja halda áfram að
vinna við tónlist, hvort heldur þeir halda
áfram í frekara tónlistarnám, gerast at-
vinnutónlistarmenn eða stunda tónlist sem
áhugamál.
Húsnæði og aðstaða
Fyrstu árin var tónverið til húsa „í
neðra“, það er að segja gluggalausu kjall-
arahúsnæði sem tónlistarskólinn átti; að
mörgu leyti ágætis húsnæði sem hentaði
starfseminni vel. Það var rúmgott og með
sérinngangi sem gerði kleift að hafa tón-
Tölvutónl ist
24
Tónver Tónlistarskóla Kópavogs tók
til starfa haustið 1995 og hafa for-
stöðumenn þess frá upphafi verið
tónskáldin Hilmar Þórðarson og Rík-
harður H. Friðriksson. Strax í upphafi
var ákveðið að gera tilraun til þess að
bjóða upp á nám þar sem tölvutón-
listin væri aðalfag, eða eins og segir í
upphaflegri námslýsingu: „Ætlunin er
að úr þessu verði til ný tegund ísl-
enskra tónlistarmanna, tölvutónlistar-
menn, með tölvu sem aðal „hljóð-
færi“...“ Þetta var algjör nýjung við
tónlistarkennslu hér á landi og fljót-
lega kom í ljós að bráð nauðsyn var
á, slíkar urðu viðtökurnar.
Tónver Tónlistarskóla
Kópavogs
Það hefur verið reynsla okkar að þeir nemendur sem
ná taki á almennri tónfræði eiga mun auðveldara með
að tjá sig í tónlistinni og eiga samskipti við aðra tónlist-
armenn, að ekki sé talað um hvað það gerir þá færari
um að setja sig inn í nýja strauma og stefnur.