Skólavarðan - 01.05.2003, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.05.2003, Blaðsíða 14
Getum við velt því yfir á nemendur? Samræmd próf eða ekki sam- ræmd próf, það er spurningin. Ég var á málþingi KÍ þann 3. apríl um samræmd próf í framhaldsskólum og tók þar þátt í nauðsynlegri um- ræðu um þau mál. Ég viðurkenni fúslega að ég er margra skoðana í málinu. Samræmd próf geta verið til margra hluta gagnleg og gefið viðtökuskólum tölulegar upplýsingar sem ágætt getur verið að nýta. Þau geta einnig verið aðhald með skólum því flestir vilja að þeirra skóli komi vel út úr samanburði við aðra. En við þurfum þá að vera sannfærð um að verið sé að bera saman rétta hluti. Getur verið að þeir námsþættir sem metnir verða í skriflegu samræmdu prófi séu ekki þeir þættir sem okkur finnst skipta mestu máli? Í Aðalnámskrá fram- haldsskóla í íslensku segir m.a. um námsmat: Námsmat þarf að byggjast á þeim mark- miðum sem stefnt er að í áfanganum og þeim kennsluaðferðum sem beitt hefur verið. (Feitletrun mín.) Námsmat verður að taka til fjölbreyttra þátta. Mikilvægt er að leggja ekki minni áherslu í námsmati á færni og skilning en þekkingu. Og: Í íslensku er lögð áhersla á mat á munnlegri og skriflegri frammistöðu nemenda. Form matsverkefna þarf að vera fjölbreytt og í samræmi við markmið aðalnámskrár og kennsluhætti. (Feitletrun mín.) Mikill hluti námskrárinnar verður ekki prófaður í skriflegu prófi. Viljum við að þeim þáttum, sem ekki er hægt að gera skil á skriflegu prófi, verði gert lægra undir höfði en þeim sem auðvelt er að prófa og tiltölulega fljótlegt að fara yfir? Skólafólk segir flest nei við þeirri spurningu. Það dugar ekki að nota hitamæli þegar mæla á fjarlægð, eða er það? Námsmatsstofnun er því vandi á höndum og viðbúið að prófin meti aðeins lítinn hluta þess sem nemendur hafa tileinkað sér. Ef markmiðið er að bæta skólastarf og tryggja að gerðar séu sambærilegar kröfur til nemenda í mismunandi skólum ætti að vera óþarfi að blanda mörg þúsund fram- haldsskólanemendum í málið. Þeir eru búnir að skila sínu í fjögur ár. Meira vit væri í því að fá starfsfólk matsdeildar menntamálaráðuneytis og Námsmatsstofn- unar inn í skólana. Þar væri hægt að skoða hvað er verið að kenna og hvernig? Hvað er verið að meta og hvernig? Fá nemendur þjálfun í því sem námskráin segir fyrir um, svo sem að tjá sig á íslensku? Mér finnst þessi umræða um námskrár, kennsluaðferðir og námsmat hins vegar mjög jákvæð. Við höfum alltaf gott af því að staldra við og skoða hvað við erum að gera. Ég spyr mig til dæmis hvernig reyni á ýmsa þætti námskrárinnar í fjarnámi? Hvernig er munnleg færni metin þar? Hvað með færni í hópavinnu? Reynir um- ræðuvefur á netinu á þann færniþátt? Spyr sú er ekki veit. Mér finnst brýnt að við skoðum hvaða kröfur eru gerðar í skólun- um og þar væri mikil fengur í að fá til sam- starfs fólk sem lært hefur námsmatsfræði. Það er okkar verk og ráðuneytisins að tryggja að við uppfyllum kröfur námskrár- innar og að námsmat sé sambærilegt milli skóla? Getum við velt því yfir á nemendur? Sigurborg Matthíasdóttir Höfundur er konrektor í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Alþjóðlegt stúdentspróf IB nám og námsmat í MH Nám til alþjóðlegs stúdentsprófs (International Baccalaureate Diploma) hófst í Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1997, en fyrstu nemendurnir útskrifuðust vorið 2000. Hér á eftir mun ég fjalla um skipulag og inntak námsins og lýsa námsmati en lokapróf og önnur lokaverkefni eru samræmd. Loks mun ég lýsa nokkuð reynslu MH af því að starfrækja þetta nám og gefa innsýn í hvaða forsendur nemendur þurfa að hafa til að stunda þetta nám. International Baccalaureate samtökin voru stofnuð á 7. áratugnum með höfuð- stöðvar í Genf en prófamiðstöð í Cardiff í Wales. IB nám er hægt að stunda í yfir 1300 skólum í flestum löndum heims. International Baccalaureate samtökin stefna að því „að útskrifa fróðleiksfúst, upplýst og umhyggjusamt ungt fólk sem getur með gagnkvæmum skilningi og virð- ingu stuðlað að betri og friðsamlegri heimi. Í samvinnu við skóla, stjórnvöld og alþjóð- legar stofnanir leitast samtökin við að þróa krefjandi alþjóðlegar námsleiðir með ströngu mati.“ Nemendur velja sex greinar úr sex mismunandi greinaflokkum; móður- mál, erlent mál, samfélagsgrein, raunvís- indagrein, stærðfræði og listir. Auk þess leggja þeir stund á þekkingarfræði í þrjár annir, skrifa 4000 orða rannsóknarritgerð, rækta líkama og sál og leggja öðrum lið með ýmsum hætti. Námið er samfellt tveggja ára nám, sem lýkur með prófi úr öllu námsefninu, en námskrá hverrar greinar er í stöðugri fimm ára endurskoð- unarhringekju með þátttöku kennara og prófdómara. Ætlast er til þess að kennarar sæki viku byrjendanámskeið áður en þeir taka að sér kennslu en síðan endurmennt- unarnámstefnur annað eða þriðja hvert ár. Námsmat í IB námi Nemendur í IB námi taka samræmd lokapróf í sex námsgreinum og sam- anstendur lokaeinkunn af nokkrum mats- þáttum eins og nánar er lýst hér á eftir. Einkunnir eru gefnar á bilinu 1-7 í hverri grein og því getur afburðanemandi fengið 42 stig en jafnframt 3 aukastig fyrir saman- lagða einkunn í þekkingarfræði- og rann- sóknarritgerð eða samtals 45 stig. Að lág- marki þarf hver nemandi að fá 24 stig en þá þarf einkunnasamsetningin líka að vera rétt. Haustið áður en nemandinn útskrifast skráir hann sig í viðkomandi próf en jafn- Samræmd stúdentspróf 15 „Viljum við að þeim þáttum, sem ekki er hægt að gera skil á skriflegu prófi, verði gert lægra undir höfði en þeim sem auðvelt er að prófa og tiltölulega fljótlegt að fara yfir?“ spyr Sigurborg Matthíasdóttir í grein sinni.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.