Skólavarðan - 01.05.2003, Blaðsíða 12
fyrir að eitthvað slæmt gerist,“ sagði Ólaf-
ur. „Þetta er eins konar forvarnarstarf og
þetta er í okkar valdi.“
Tilgangur? Fjármögnun?
Boðið var upp á fyrirspurnir og umræður
í lok fundarins og margir tóku til máls.
Ragnar Sigurðsson sagði reynsluna af sam-
ræmdum prófum í grunnskólum mjög mis-
jafna. Þegar prófin voru tekin upp þar voru
grunnskólar að skila mjög misjöfnu starfi
enda skólastjórar valdir eftir flokksskírtein-
um á þeim tíma. Hann sagði hins vegar
enga þörf á slíkum prófum í framhaldsskól-
um því enginn væri að skila lélegu starfi af
því að samkeppnin um nemendur væri svo
mikil.
Sigurborg Matthíasdóttir sagði ljóst að í
þessu máli væru margar hugverur og mis-
munandi afstaða eftir félagslegu hlutverki!
Hún velti upp fjármögnun prófanna og
sagði reiknilíkanið ekki gera ráð fyrir út-
gjöldum skóla vegna þeirra. „Af hverju eru
matsnefnd menntamálaráðuneytisins og
Námsmatsstofnun ekki úti í skólunum að
skoða prófin sem kennarar eru að búa til
þar?“ spurði Sigurborg. „Af hverju þarf að
blanda mörg þúsund framhaldsskólanem-
endum í málið?!“
Jón Hannesson benti á að hægt væri að
meta skólana á allt annan hátt, til dæmis
eins og Sigurborg stakk upp á eða með því
að draga út skóla og fög, meta til dæmis
íslensku í MR o.s.frv.
Vigfús Geirdal varpaði þeirri spurningu
til Harðar hvort við hefðum efni á þessu og
hvað samræmd próf kostuðu. „Samræmd
próf og sjálfstæð hugsun, eru þetta ef til vill
„a contradiction in terms?“ spurði Vigfús.
„Er þetta efst á forgangslista? Er ekki brott-
fall nemenda stærra mál? Tekur samræmt
stúdentspróf á því? Hvaða kannanir hafa
verið gerða á grunnskólastigi? Þegar sam-
ræmd próf voru tekin upp í grunnskólum
átti að útrýma samkeppnishugsun lands-
prófsins en raunin varð önnur, samkeppnin
varð miklu meiri! Grunnspurningin er:
Hvað sem okkur kann að finnast, er þetta þá
það mikilvægasta fyrir framhaldsskólann?“
Ragnheiður Bóasdóttir spurði Hörð
hvort framhaldsnám til stúdentsprófs af
starfsnámsbrautum væri til umræðu í ráðu-
neytinu og hvort einhverra breytinga væri
að vænta þar.
Aðalheiður Steingrímsdóttir sagðist telja
mikilvægast að framkvæmd prófanna yrði
fagleg. Hún sagði að prófin ættu að hefjast
í maíbyrjun og skólaútskriftir væru í maí-
lok, fyrst einkunnir ættu að fara á stúdents-
prófskírteinin myndu þá prófin fara að
stýra lengd skólaársins?
G. Pálmi Magnússon bar þá tilgátu undir
Hörð um aðdraganda ákvörðunarinnar um
samræmd stúdentspróf að í áratugi hefðu
farið fram vísindalegar athuganir og í kjöl-
far þeirra hefðu ráðuneytismenn dregið þá
ályktun að þetta væri það besta sem þeir
gætu gert (!)
Júlíus Björnsson tók til máls og sagði
meðal annars að ekkert lægi fyrir um
kostnað prófanna, en þrír til fjórir starfs-
menn yrðu ráðnir til að sinna þeim hjá
Námsmatsstofnun. Hann sagði 24 daga
vera ætlaða til yfirferðar þeirra og það væri
bundið í reglugerð. „Þetta er naumur
tími,“ sagði Júlíus og viðurkenndi að þetta
þyrfti að skoða nánar.
Hörður Lárusson minnti á að það væri
ekki ákvörðun ráðuneytismanna að halda
þessi próf heldur átján manna nefndar frá
1994 og svo pólitísk ákvörðun viðkomandi
ráðherra. Starfsfólk hefði ekki verið
spurt.Varðandi fyrirspurn Ragnheiðar sagði
hann að ekki hefði verið rætt um breytingar
á viðbótarnámi til stúdentsprófs af starfs-
brautum. Hann sagðist ekki vita hvað sam-
ræmt próf kostaði. Jón Hannesson skaut inn
þeim upplýsingum að sex próf í IB-námi
kosta 80 þús. kr. pr. nemanda.
Knútur nefndi að árið 2007 myndi hefj-
ast undirbúningur fyrir þriggja ára fram-
haldsskólanám og hvatti kennara sem vildu
afla sér fræðslu um það að kíkja á heima-
síðu menntamálaráðuneytisins á aðvent-
unni það ár!
Elna Katrín sleit fundi og beindi þeirri
áskorun til menntamálaráðuneytis og
Námsmatsstofnunar að hafa gott samráð
við kennara og Kennarasamband Íslands.
Hún bað framkvæmdaaðila að skoða vel
hvaða markmið aðalnámskrár væru próftæk
og hvatti kennara til að vera virkir í um-
ræðunni.
Kristín Elfa Guðnadóttir
Samræmd próf -
tilgangur þeirra
Umræða um samræmd próf fór
skyndilega hátt á líðandi hausti.
Menn deildu mjög hart um ýmsa
þætti þeirra og að hluta varð mál-
ið umræðuefni á kosningafundum
í ársbyrjun. Í þessum pistli er ekki
ástæða til að rökræða sögu máls-
ins né fara yfir rök þess. Í raun eru
helstu málsaðilar í sjálfu sér ekki
mótfallnir þessum prófum. Menn
greinir á um aðferð og tilgang.
Á síðu menntamálaráðuneytisins má finna
síðu með svörum við algengum spurningum
og á vef KÍ er greinargerð sem Hjördís Þor-
geirsdóttir tók saman um samræmd próf.2 Í
ljósi þessa er miklum mun mikilvægara að
átta sig á því hvar umræðan er stödd og um
hvað þessi próf eiga að snúast.
Fáir spyrja t.d. hvernig samræmdu prófin
munu láta reyna á 2. gr. framhaldsskóla-
laganna frá 1996 en þar segir m.a.: "Hlut-
verk framhaldsskóla er að stuðla að alhliða
þroska allra nemenda svo að þeir verði sem
best búnir undir að taka virkan þátt í lýð-
ræðisþjóðfélagi... Framhaldsskólinn skal
leitast við að efla ábyrgðarkennd, víðsýni,
frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi
nemenda, þjálfa þá í öguðum og sjálf-
stæðum vinnubrögðum og gagnrýninni
hugsun, kenna þeim að njóta menningar-
legra verðmæta og hvetja til stöðugrar
þekkingarleitar."3
Hver ætti tilgangur þeirra að vera?
Þegar menn spyrja um tilgang sam-
ræmdra prófa almennt og nú síðast í fram-
haldsskólum er algengast að segja að þau
séu til þess að veita næsta skólastigi vitnis-
burð, bera saman skóla og kanna hvort þeir
uppfylli kröfur námskrár. Þar með er beint
eða óbeint verið að meta kennarana. Loks
eru það rök að veita nemendum upplýsing-
ar um stöðu þeirra.4
Allt hefur þetta sína kosti.
Það myndi til dæmis bæta stöðu nem-
enda ef kröfur við inntöku í háskóla væru
almennt skýrari en nú er. Þá væri það kost-
ur að skoða útkomu skóla og sjá hverjir
þeirra gera vel og hverjir ekki. Að auki væri
gott fyrir nemendur að fá upplýsingar um
námsstöðu sína.
Á hinn bóginn verður að segjast að það
er ólíklegt að háskólarnir geri sér mat úr
þessum prófum nema þeir verði beinlínis
þvingaðir til þess. Raungreinadeildir gera
meiri kröfur um stærðfræði en 15 eining-
arnar sem miðað er við í prófunum. Það
sama myndi gilda um íslensku og ensku en
engin háskóladeild gerir nákvæmar kröfur
um þær greinar að því er ég fæ séð þegar
þetta er ritað.
Þá verður samanburður skólanna óraun-
hæfur meðan það að þreyta prófin er ekki
skylda, meðan nemendur sem þreyta þau
gera það alls ekki á sömu forsendum og ekki
er tekið tillit til þess hvernig nemandi stóð
þegar hann kom í skólann. Þannig er ljóst
að skóli sem tekur fyrst og fremst nemendur
með háar einkunnir á grunnskólaprófi ætti
sjálfkrafa að koma betur út en sá skóli sem
tekur alla breiddina eða einungis miðjuhóp
og neðar. Þetta gæti leitt til þess að viss
hópur nemenda fengi ekki að taka stúdents-
próf eða kæmist ekki inn í skólana.5
Eins má telja víst að nemandi sem þreyt-
ir próf á grundvelli sérsviðs síns (er t.d. bú-
inn með 30 einingar í greininni) komi von-
andi betur út en sá sem lauk einungis 15
eininga kjarnanum.
Samræmd stúdentspróf
13
1