Skólavarðan - 01.05.2003, Blaðsíða 15

Skólavarðan - 01.05.2003, Blaðsíða 15
framt þarf hann að skila verkefnum af ýmsu tagi á tilsettum tíma. Til að gefa skýrari mynd af framkvæmd IB stúdentsprófa tek ég sem dæmi námsmat í íslensku: Nemendur skrifa eina eða tvær 1500 orða ritgerðir sem byggja á heimsbókmenntum. Þessar ritgerðir eru sendar til prófdómara erlendis, sem gefur þeim einkunn á skalan- um 1-20, en þær gilda 20% af lokaeinkunn. Síðan sendir prófdómarinn úrtak af þessum ritgerðum til yfirprófdómara, sem samræm- ir fyrirgjöf þess fyrrnefnda og annarra er dæma samskonar verkefni. Að lokum fara allar ritgerðirnar til Cardiff þar sem loka- niðurstaða er fengin (af hópi yfirdómara í fjölmennum greinum). Nemendur taka munnlegt próf úr hluta námsefnisins sem er hljóðritað. Kennarinn gefur nemendum ein- kunn fyrir prófið og aðra munnlega frammi- stöðu þeirra á bilinu 1-30. Þessar einkunnir eru síðan sendar til Cardiff en þar er ákveð- ið hvaða fimm úrlausna úrtak eigi að senda til prófdómara erlendis (sem getur verið hvar sem er, þess vegna í Ástralíu). Hann metur síðan fyrirgjöf kennarans og hliðrar öllum einkunnunum í samræmi við niður- stöðu sína. Eru þá komin 50% af heildarein- kunn. Um vorið tekur nemandinn tvo próf- þætti á mismunandi dögum sem hvor um sig gildir 25%. Fyrra verkefnið er bók- menntarýni á ólesnum texta en seinna verk- efnið ritgerð sem byggir á lesnum íslenskum ritverkum. Prófin eru haldin á sama tíma um allan heim og til að fyrirbyggja misferli má kennarinn ekki vera viðstaddur prófið né berja verkefnið augum fyrr en sólarhring síðar. Prófverkefnin eru sett í lokuð umslög og send samstundis til þess prófdómara sem orðið hefur fyrir valinu. Eftir lestur prófsins er kennaranum ætlað að miðla yfirprófdóm- ara í Cardiff skoðun sinni á þyngd og sann- girni prófþáttanna með samanburði við fyrri próf. Þetta mat, sem og álit hinna ýmsu prófdómara, er skimað áður en kemur að lokafyrirgjöf á fundi í prófamiðstöðinni. IB stúdentspróf eru haldin í maí og lýk- ur þeim 23.maí í ár en nemendur fá ekki niðurstöðuna fyrr en viku af júlí. IB námið í MH Kennsla á IB braut skólans fer fram á ensku. Nemendur þurfa því að vera í stakk búnir til að fást við krefjandi verkefni á því máli. Þeir hafa gjarnan brennandi áhuga á bóknámi og til að ná góðum árangri þurfa þeir að hafa tileinkað sér öguð vinnubrögð. Nemendur sem koma beint úr grunnskóla byrja á undirbúningsári á ensku, en þurfa síðan að velja þær sex greinar sem þeir ætla að stunda í tvö ár til IB prófs. Þar sem þetta er eina brautin í framhaldsskólum hérlendis sem býður upp á fullt nám á ensku en sem jafnframt er hægt að ljúka skemur en á fjórum árum þjónar brautin aðallega þremur hópum. Í fyrsta lagi af- burðanemendum, í öðru lagi nemendum af íslensku bergi sem hafa verið í ferðalögum og í þriðja lagi nýbúum sem hafa nægt vald á ensku til að nýta sér námið. Námsgengi nemenda fer mikið eftir því hversu gott vald þeir hafa á ensku, jafnt tal- máli og hlustun sem lestri og ritun og jafn- ramt því hversu mikið þeir helga sig nám- inu. Nokkuð er um að nemendur hverfi frá IB námi eftir undirbúningsárið en þeir fá árangur sinn þar eftir atvikum metinn til náms til venjulegs stúdentsprófs. Einnig er nokkuð um að nemendur falli á IB stúd- entsprófum en þeir hafa rétt til að endur- taka prófin tvisvar. Nemendur þurfa auk venjulegra skólagjalda að greiða prófagjöld og nema þau nú samtals 80.000 krónum fyrir 4 annir. Þannig verður ekki sagt að allir nemendur hafi jafnan aðgang að IB námi óháð efnahag. Jón Hannesson Höfundur er stallari IB náms í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Samræmd stúdentspróf 16 „Námsgengi nemenda fer mikið eftir því hversu gott vald þeir hafa á ensku,“ segir Jón Hannesson, „jafnt talmáli og hlustun sem lestri og ritun og jafnramt því hversu mikið þeir helga sig náminu.“

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.