Skólavarðan - 01.05.2003, Blaðsíða 20
sumrin og gat ákveðið hvað og hvenær
hann (oft í samráði við skólastjórnendur)
endurmenntaði sig. Flestir kennarar fóru á
1-2 námskeið á sumri, 15-50 stundir, sum-
ir ekkert einhver sumur. Auðvitað þurfa
kennarar að endurmennta sig eins og aðrir
en þeim hlýtur að vera treystandi til að vita
og finna hvenær og í hverju þeir þurfa að
endurmennta sig. Með nýju samingunum
er verið að binda endurmenntunina niður
og færa ákvarðanir um hana frá kennurum
(minni sveigjanleiki). Þeir, sem hafa
kynnst framkvæmd endurmenntunar eins
og hún birtist, finna glögglega það viðbót-
arálag sem henni fylgir.
Kjaraumræður - Skipta þær máli?
Nauðsynlegt er að kennarar verði virkari
í kjaraumræðunni og að stéttarfélag okkar
skapi vettvang fyrir hana. Það er von okkar
að þessi grein verði umræðugrundvöllur
fyrir kennara og að þeir fáist til að tjá sig
um hvað þeir vilja og hvað ekki. Kjarabar-
átta kennara er of miðstýrð og of fáir koma
að henni; þetta helgast kannski af áhuga-
leysi kennara á þessum málum. Við hvetj-
um því kennara til að lesa vel allt það sem
birtist um kjaramál og láta í sér heyra.
Kennarasambandið ætti að vera með
reglulega fundi um kjaramál þar sem kenn-
arar eiga kost á að mæta og viðra skoðanir
sínar.
Hér eru nokkrir umræðupunktar og
áhersluatriði, er varða komandi kjarasamn-
inga, sem við leggjum fram til umhugsunar
fyrir félagsmenn.
1. Enginn verkstjórnarþáttur skólastjóra,
sbr. niðurfelling á „vuss“ hjá
framhaldsskólakennurum (vuss =
verkstjórnarþáttur undir stjórn
skólastjórnenda).
2. Endurmenntun á að vera í höndum
kennara sjálfra og þeir ráði í hverju og
hvenær þeir endurmennta sig.
3. Lækkun kennsluskyldu í 20 stundir,
meira fyrir eldri kennara.
4. Hækkun grunnlauna án þess að gefa
eða selja kjör og réttindi
5. Aukinn undirbúningur í 40 mín.
(möguleiki á að semja við skólastjóra
um meiri undirbúning ef þörf er á).
6. Endurmenntunarflokkar komi inn
25 ára, 30 ára og 35 ára (í stað 35, 40
og 45 ára eins og nú er) eða verði
starfsaldurstengdir.
7. Nemendaferðir verði borgaðar allan
sólarhringinn (bakvakt kennara).
8. Leiðbeinendur fá ekki að kenna, 3-5
ára aðlögunartími. Það ætti að vera
nægilegur tími fyrir leiðbeinend-
ur að fara í fjarnám. Með því að
samþykkja að leiðbeinendur
vinni starf okkar erum við að
segja að allir geti gert það, að
ekki þurfi fagþekkingu til þess.
Eftirspurn eftir kennurum myndi
aukast og launin þá hækka.
Engin stétt leyfir það að ófag-
lærðir gangi í þeirra störf, þetta
snýst um sjálfsvirðingu, sjálfs-
mynd og kennara sem fagstétt.
9. Farið verði eftir nemenda
gildum (mikið fatlaðir = 2
nemendagildi) í bekk,
ákveðið hámark.
Agnar H. Kristinsson og
Jón Pétur Zimsen
Höfundar eru grunnskóla-
kennarar.
Kjarasamningur grunnskóla
21
Samanburður - tafla I
2001 2004 munur
1. Grunnlaun 30 ára kennara ca. 111.000 kr. 160.000 kr. 49.000 kr.
2. Grunnlaun 40 ára kennara ca. 115.000 kr. 179.000 kr. 64.000 kr.
Samanburður - tafla II
2001 2004 munur
3. Binding verkstjórnarþáttar yngri en 55 ára á viku 3 tímar 9,14 tímar 6,14 tímar
4. Dagar í aukna bindingu á ári vegna verkstj. skólastj. 13,9 dagar 42,3 dagar 28,4 dagar
5. Binding verkstjórnarþáttar 55 ára - 60 ára á viku 3 tímar 11,14 tímar 8,14 tímar
6. Dagar í aukna bindingu á ári vegna verkstj. skólastj. 13,9 dagar 51,5 dagar 37,6 dagar
7. Binding verkstjórnarþáttar 60 ára og eldri á viku 3 tímar 14,14 tímar 11,14 tímar
8. Dagar í aukna bindingu á ári vegna verkstj. skólastj. 13,9 dagar 65,4 dagar 51,5 dagar
Samanburður - tafla III
2001 2004 munur
9. Undirbúningur fyrir hverja kennslustund 28 mín. 20 mín. -8 mín.
10. Undirbúningur fyrir kennslustund á ári 29008 mín. 20720 mín. -17,3 dagar
11. Skipulagsdagar kennara á ári 11 dagar 13 dagar 2 dagar
12. Skóladagar nemenda á ári 170 dagar 180 dagar 10 dagar
13. Aukinn tími í verkstjórnarþátt skólastj. á ári 8 klst. 9,14 klst. 5,3 dagar
14. Vinnuauki samtals á ári 17,3 dagar
Samanburður - tafla IV
2001 2004 munur
Sýnir þá þætti sem fóru inn í grunnlaunin og eru reiknaðir sem hækkun
a. ,,Ingibjargargull“, áunnar greiðslur v. uppsagna kennara í Rvk. og
launaflokkahækkanir í öðrum sveitarfélögum ca. á mán. 13.000 kr. 0 kr. -13.000 kr.
b. Heimavinnuyfirvinna ca. á mán. 7.000 kr. 0 kr. -7.000 kr.
Samtals á mánuði -20.000 kr.
c. Umsjónaryfirvinna ca. á mán. 5.000 kr. 0 kr. -5.000 kr.
d. Fagstjórn ca. á mán. 12.000 kr. 0 kr. -12.000 kr.
e. Árganga/stigsstjórn ca. á mán. 6.000 kr. 0 kr. -6.000 kr.
f. Umsjón með stofu ca. á mán. 10.000 kr. 0 kr. -10.000 kr.
Samtals á mánuði -33.000 kr.
g. Kennsluafsláttur eftir 15 ára kennslu á viku 1 tími 0 tímar -1 tími
h. Samtals tap á ári ca. -90.000 kr.