Skólavarðan - 01.05.2003, Blaðsíða 21
Eitt af fyrstu skrefum
Flensborgarskólans við sjálfs-
mat var að setja saman eins-
konar stýrihóp kennara sem
sýndu sjálfsmati áhuga. Auk
þess var ýtt undir að þessi
hópur endurspeglaði að eins
miklu leyti og mögulegt væri skipulag skól-
ans hvað varðar framboð á námi. Í sjálfs-
matshópnum eru skólameistari, aðstoðar-
skólameistari, námsráðgjafi og sjö kennarar
(í ensku, viðskiptagreinum, fjölmiðlun og
lífsleikni, sálfræði, raungreinum og stærð-
fræði). Verkefni þessa hóps var að ákveða
hvað ætti að meta, taka saman spurninga-
lista, stjórna könnunum, afla gagna, greina
gögn og skrifa matsskýrslu.
Notað við ákvarðanatöku
Sjálfsmatshópurinn hefur hingað til valið
að kanna viðhorf og væntingar kennara til
nemenda sinna og hversu vel
kennsluaðferðir falla að þörfum
nemenda. Auk þess hafa kenn-
arar skrifað svokallaðar skýrslur
deilda þar sem gerð er stutt
grein fyrir þróunar- og ný-
breytnistarfi, samstarfi innan
deilda og út á við, kennsluáætl-
unum, brottfalli, útkomu prófa,
aðferðum við námsmat og öðru
því sem kennarar hafa verið að
vinna að og vilja sjá breytingar
á. Þess utan hafa verið gerðar
athuganir á þjónustu bókasafns
skólans og þjónustu námsráð-
gjafa. Þá hefur nýting próftíma
nemenda með sérþarfir verið
mæld sérstaklega og svo hefur
farið fram þarfagreining varð-
andi tölvubúnað og tölvunotk-
un kennara skólans. Að lokum
hafa nemendur tekið eina
kennslustund á hverri vorönn í
að fjalla um skólann sinn í verk-
efni sem við höfum kallað Hlýtt
á nemendur. Það er upprunnið
hjá nemendum sjálfum og var
tekið inn sem þáttur í sjálfsmati
skólans.
Útkoman úr sjálfsmati við
Flensborgarskólann í Hafnar-
firði hefur verið notuð við á-
kvarðanatöku stjórnenda hvað
varðar tækjabúnað, mætingareglur skólans,
lengd próftíma nemenda með sérþarfir,
forgangsröðun verkefna og síðast en ekki
síst hefur hún verið notuð sem rök fyrir
mörgum af þeim verkefnum sem skólinn
hefur ráðist í eða látið ráðast í. Í sjálfsmat-
inu koma fram óskir kennara og nemenda
um betra skólastarf, breytingarnar gerast
hratt og þær eru sjáanlegar í starfsemi skól-
ans. Eftir því sem á líður virðist sem sjálfs-
matið geti orðið virkur þáttur í starfi kenn-
ara.
Vinsældakosning?
Þó að margt hafi verið unnið í sjálfsmati
við Flensborgarskólann í Hafnarfirði þá á
enn eftir að færa ýmislegt í betra horf. Má
þar fyrst nefna að sjálfsmat
er ekki ennþá virkur þáttur í
starfi allra kennara. En það
ber að benda á að nokkrir
kennarar gera sjálfsmat í
sínum hópum hvort sem
þeir hópar eru til skoðunar í
sjálfsmati skólans eða ekki.
Augljóst er að slíkt sjálfsmat
veitir viðkomandi kennara
upplýsingar sem hann eða hún getur
brugðist skjótar við en ef um er að ræða
upplýsingar sem þurfa að fara í gegnum ná-
kvæma gagnrýni og skoðun sjálfsmatshóps.
Í þeim tilfellum þar sem kennarar meta
sjálfir kennslu sína geta þeir brugðist við
óskum nemenda fyrr en ella, viðkomandi
nemendum í hag.
Rétt er að benda á að ekki hefur tekist
nægilega vel að draga fram kosti sjálfsmats
í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Í
sumum tilfellum er litið svo á að nemendur
hafi ekki forsendur til þess að leggja mat á
þá þjónustu sem þeim er veitt. Í öðrum til-
fellum er litið svo á að sjálfsmat gangi of
nálægt persónu starfsmanna og því sé það
brot á lögum um persónuvernd. Enn aðrir
líta á sjálfsmat sem vinsældakosningu sem
hafi lítið að gera með gæði þeirrar þjónustu
sem veitt er.
Í heild má segja að ekkert eitt fyrirkomu-
lag sjálfsmats sé fullkomið. Það mun ætíð
vekja umræðu meðal kennara, stjórnenda
og nemenda. Sjálfsmat er gert fyrst og
fremst í þeim tilgangi að leggja grunn að
sívirku umbótastarfi í viðkomandi skólum.
Auk þess er sjálfsmatið tæki til að auðvelda
stjórnendum ákvarðanatöku, forgangsröð-
un verkefna og rökfærslu til aðgerða í þeim
tilgangi að koma til móts við óskir nem-
enda, kennara og samfélagsins í heild um
betra skólastarf.
Unnar Örn Þorsteinsson
Höfundur er kennari í Flensborgar-
skólanum í Hafnarfirði.
Sjá lfsmat
22
Samkvæmt lögum um framhalds-
skóla frá árinu 1996 eiga þeir allir að
innleiða aðferðir til sjálfsmats sem á
að ná til allra þátta skólastarfsins. Til-
gangur matsins er að leggja grunn að
sívirku umbótastarfi í hverjum skóla
sem á að bæta námsumhverfi, líðan
og árangur nemenda, kennara og
annarra starfsmanna skólans. Hér
verður fjallað um það sem gert hefur
verið í sjálfsmati við Flensborgarskól-
ann í Hafnarfirði, hvað hefur gengið
vel og hvað við gætum gert betur.
Sjálfsmat í Flensborg
Eitt af fyrstu skrefum Flensborgarskólans við sjálfsmat
var að setja saman einskonar stýrihóp kennara sem
sýndu sjálfsmati áhuga. Auk þess var ýtt undir að þessi
hópur endurspeglaði að eins miklu leyti og mögulegt
væri skipulag skólans hvað varðar framboð á námi.
„Eftir því sem á líður virðist sem sjálfsmatið
geti orðið virkur þáttur í starfi kennara,“
segir Unnar Örn Þorsteinsson meðal
annars í grein sinni.