Skólavarðan - 01.05.2003, Blaðsíða 2

Skólavarðan - 01.05.2003, Blaðsíða 2
Þá er lokið spennandi kosningahelgi og ljóst að stjórnarflokk- arnir héldu meirihlutafylgi þannig að líklegt er að þeir starfi saman næsta kjörtímabil. Hvað ætli það muni hafa í för með sér fyrir kennarastéttina? Er einhverra breytinga að vænta? Hvað með kosningaloforðin? Verður staðið við þau, eða verða komn- ar aðrar forsendur þegar líða tekur á júní og ytri aðstæður orðnar svo óhagstæðar að ekkert svigrúm verður til skatta- lækkana? Verður stöðugleikanum ógnað og verðbólgugrýlan komin á kreik? Hvað með svigrúm til kjarabóta fyrir launþega landsins? Öll félög Kennarasambandsins verða með lausa samninga á næsta ári og eru félögin þegar byrjuð að undirbúa næstu samn- ingagerð en komin misjafnlega langt á veg í þeirri vinnu. Félag grunnskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag fram- haldsskólakennara munu ríða á vaðið og ekki ósennilegt að samningar þeirra muni að nokkru leggja línurnar fyrir fram- vindu kjarasamninga hinna félaganna. Innan kjararáðs Kenn- arasambandsins hefur þessi staða verið rædd, m.a. með tilliti til þess hvort félögin sameinist um einhverja meginþætti í kröfu- gerð sinni. Hvað sem verður er ljóst að haustið komandi og árið 2004 verður tími kjarabaráttu og engin teikn á lofti um að það verði auðvelt viðfangsefni, hvort sem viðsemjandinn er rík- ið eða sveitarfélögin. Þótt kjaramálin séu ávallt fyrirferðarmikil er ekki síður ástæða til að huga að öðrum þáttum, sérstaklega starfsumhverf- inu. Álag, auknar kröfur og tímaskortur verða þess valdandi að kennarar flosna upp frá starfi og leita á önnur mið. Við þessu þarf að bregðast fyrr en seinna og leitast við að skapa kennur- um viðunandi starfsaðstæður. Einn liður í því gæti verið að skólarnir settu sér starfsmannastefnu sem fæli í sér ákveðin og tilgreind viðbrögð við þeim málum sem upp kunna að koma. Þá þarf kennurum að standa til boða ráðgjöf og handleiðsla því sálræn og félagsleg áhætta í kennarastarfinu hefur vaxið hratt undanfarin ár samfara breytingum á þjóðfélaginu og starfi kennara. Nýir áhættuþættir krefjast aðgerða svo sem um vellíð- an í starfi og vinnuumhverfið í víðasta skilningi, þar með talin félagsleg samskipti. Forsenda árangursríks skólastarfs er vellíð- an kennara og nemenda og launagreiðendum er mikill akkur í að stuðla að slíku. Bætt vinnuumhverfi og vellíðan á vinnustað mun örugglega fækka veikindadögum starfsmanna til muna. Innan Félags grunnskólakennara hafa þessi mál verið á döf- inni um nokkurn tíma og í athugun hvort hægt verði að ríða á vaðið á næsta skólaári þó í smáum stíl verði. Hvað sem öðru líður er nú komið að lokum þessa skólaárs og vonandi göngum við öll inn í sumarið með bros á vör og sól í hjarta. Finnbogi Sigurðsson Formannspist i l l 3 Undirbúningur kjarasamninga hafinn

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.