Skólavarðan - 01.08.2003, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.08.2003, Blaðsíða 8
NMPU - ÞING Dagana 25. – 30. júní 2003 stóð yfir þing norrænna tónlistar- og tónmenntarkennara, NMPU, í Tónlistarhúsi Kópavogs. Þingið sóttu á annað hundrað manns víðsvegar að frá Norðurlöndunum en þingið var síðast haldið hérlendis á Laugarvatni árið 1991. Kristín Stefánsdóttir ráðstefnustjóri setti þingið og Sigurður Geirdal bæjarstjóri Kópavogs flutti ávarp. Mikill fjöldi vinnuhópa var starfandi á þinginu auk þess sem margir áhugaverðir fyrirlestrar voru haldnir og var fólk á einu máli um að dagskráin væri sérlega fjölbreytt og skemmtileg. Samhliða ráðstefnunni voru 300 ungmenni úr norrænum tónlistarskólum, hljómsveitum og kórum með tónlistarmót í bænum, en þau sömdu síðan og fluttu tónverk undir stjórn breskra og norrænna tónlistarkennara. Margir tónleikar voru haldnir meðan á þinginu stóð og lokatónleikar þann 29. júní í Vetrargarðinum í Smáralind en fyrr að deginum var flutt norræn tónlistarmessa í Digraneskirkju. Meðal dagskráratriða var tónlistarflutningur NOMWE marimba- sveitarinnar sem samanstendur af sjö 13-15 ára nemendum í Hafra- lækjarskóla. Marimbasveitin fylgdi kennara sínum, Robert Faulkner, til þingsins en hann hélt fyrirlestur um tónlistarmenntun og samfélagið í beinu framhaldi af flutningi NOMWE sveitarinnar. Varla mátti á milli sjá hvort uppskar meiri ánægju, fyrirlesturinn eða tónlistarflutningurinn, enda hvorttveggja í háum gæðaflokki og þar fyrir utan náttúrlega ósambærilegt. Að vísu var ekki æpt og stappað í kjölfar fyrirlestrarins! Tónlist er … orð? Nei! Robert valdi sjálfur að tala helmingi skemur en honum var boðið og koma Nomwe marimbasveitinni að í staðinn sem áður er getið. Hann flutti fyrirlestur sinn á ensku og bar hann heitið Impro- vising communities: group creativity and improvisation, sem gæti útlagst Að spinna sam- félög: sköpun og spuni í hóp. „Það er póstmódernísk tilhneiging,“ sagði Robert, „að réttlæta eða staðfesta gjörðir okkar og okkur sjálf með löngum munnlegum út-skýringum. Að vissu leyti er það í lagi en þegar svo er komið að myndlistarmenn hengja upp heilu ritgerðirnar við hliðina á listaverkum sínum og tónverk þarf að nálgast með því að lesa langa texta um það í efnisskrá, kemst ég ekki hjá því að spyrja: Höfum við meiri tiltrú á orðum heldur en list- rænu tjáningunni sjálfri?“ Robert ræddi um þátt tónlistar í félagsmótun og vísaði þar meðal annars til rannsókna mannfræðinga og tónlistarþjóð-fræðinga, meðal annars Blacking sem lýsti tónlist sem ytra merki um mannleg samskipti. Tónlist fyrir ostagerðarmanninn Þegar við smækkum tónlist niður á svið hlutanna er það ekki þekking á tónlistarupplifun sem hefur yfirhöndina heldur þekking á hugtökum, merki- miðum og kenningum. Smættarhyggja, stimplun og greining auðveldar okkur kenningasmíð og það er svo miklu auðveldara að nálgast og kenna kenningar en framkvæmdina sjálfa. 8

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.