Skólavarðan - 01.08.2003, Qupperneq 14
Ljóst og létt -
Loftur og gullfuglarnir
FRÉTTIR OG SMÁEFNI
Hjá Námsgagnastofnun er komin út
bókin Loftur og gullfuglarnir eftir
Kristínu Helgu Gunnarsdóttur með
myndum eftir Brian Pilkington.
Sagan er í flokki auðlesinna
sögubóka sem þýðir að leitast er
við að skrifa söguna á léttu og ljósu
máli og setja textann upp með
lestrarfræðileg sjónarmið í huga.
Einnig er þess gætt að myndir styðji
við texta. Auðlesnu sögubækurnar
eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir
börn sem eiga í erfiðleikum með að
lesa langan, samfelldan texta (m.a.
dyslexíunemendur). Þær eru líka til á
hljóðbók. textinn er þá lesinn hægt
og skýrt og ætlast til að nemendur
fylgist með í bókinni um leið og þeir
hlusta. Loftur og gullfuglarnir er
einkum ætluð nemendum á miðstigi
grunnskólans en nýtist auðvitað bæði
eldri og yngri börnum. Þetta er frábær
bók um langveikan strák sem slæst
í lið með gullfuglunum, veikum og
heimilislausum börnum sem fara um
allan heim í draumi eða milli svefns og
vöku og hjálpa öðrum krökkum sem
eiga í vanda.
Nýtt lestrarefni fyrir þau yngstu
Í sumarlok verða komnar út
sautján nýjar litlar bækur fyrir yngstu
lesendurna eftir ýmsa höfunda; Auði
Jónsdóttur, Áslaugu Jónsdóttur,
Kristínu Steinsdóttur, Ragnheiði
Gestsdóttur, Þorgrím Þráinsson o.fl.
Bækurnar eru ætlaðar börnum sem
eru farin að stauta og þær er 16-24 bls.
að lengd og fallega myndskreyttar. Á
vef Námsgagnastofnunar verða svo
verkefni og kennsluábendingar til
viðbótar.
PUNKTAR
Punktar um samræmd próf
“Ein aðalástæða þess að skólamenn
þurfa að þola í auknum mæli, án
mótmæla, prófatengd vandamál
í nemendahópum sínum er
sú að á heildina litið skortir
kennarasamfélagið þekkingu á
mælingum og mælitækjum. Þessi
gerð ólæsis hefur orðið þess valdandi
að við sitjum óvarin og horfum á í
stað þess að bregðast við meðan illa
unnar prófaáætlanir og illa unnin próf
dreifast eins og smitsjúkdómur milli
skólanna.” (Lauslega þýtt).
W. James Popham
Popham þessi sem vitnað er til
hér að framan á að baki langan
kennsluferil og hefur unnið til margra
viðurkenninga fyrir störf sín. Hann
hefur ásamt með fleiru ritað um
tuttugu bækur um kennslufræði og
skólamál og sú bóka hans sem vitnað
er til hér að framan ber titilinn The
Truth about Testing – an Educator’s
Call to Action. Í bókinni setur Popham
fram á ígrundaðan og skilmerkilegan
hátt skoðanir sínar á samræmdum
prófum; gildi þeirra, inntaki,
framkvæmd og áhrifum á skólastarf.
Popham telur að í heimalandi sínu,
Bandaríkjunum, sé fólk á villigötum
með samræmd próf en segir jafnframt
að slík próf sé unnt að framkvæma
þannig að verulegur akkur sé að fyrir
alla hlutaðeigandi. Þessi bók er mjög
athyglisverð og tillögum Pophams að
samningu og framkvæmd samræmdra
prófa verða gerð stuttleg skil í næstu
Skólavörðu. Í bókarlok kemur Popham
með varnaðar- eða kannski öllu heldur
hvatningarorð til kennara: „Við
kennarar viljum koma vel fyrir ekkert
síðyur en aðrir, það er mannlegt
eðli. En í örvæntingarfullri leit að
sönnunum fyrir gæðum kennslunnar
er auðvelt að missa sjónar á af hverju
við erum yfirhöfuð að leggja mat á
hana. Það er til þess að hjálpa krökkum
að læra betur…“
Í skólastefnu KÍ fyrir framhaldsskóla
2002-2005 segir um samræmd próf:
• Samræmd stúdentspróf hafa
verið lögfest en KÍ hefur áhyggjur af
hugsanlegum neikvæðum áhrifum
samræmdra stúdentsprófa á faglegt
og skapandi starf í framhaldsskóla. KÍ
telur að samræmd stúdentspróf skuli
skilgreina svo: Það eru samræmd próf
þegar sömu próf eru lögð samtímis
fyrir nemendur á sama skólastigi í
öllum skólum og metin samræmt.
• Samræmd stúdentspróf skulu
vera yfirlitspróf þar sem prófað er
á grundvelli lokamarkmiða náms í
kennslugrein. Námsmatsstofnun skal
bera ábyrgð á samningu, framkvæmd
og matil á úrlausnum samræmdra
stúdentsprófa.
• Samræmd stúdentspróf skulu
haldin í sem flestum námsgreinum
eða a.m.k. þremur á hverri námsbraut.
Samræmd stúdentspróf skulu haldin
tvisvar á ári. Leggja skal áherslu á að við
birtingu niðurstaðna úr samræmdum
prófum verði niðurstöður ekki raktar
til einstakra nemenda.
14